Saga - 1997, Blaðsíða 218
216
LÝÐUR BJÖRNSSON
sendi kammerið Elínu fjóra rokka, sex lýspund af ókembdum hor
og tvær hörkembivélar. Elín var látin þegar tækin og hráefnið barst.
Brá Ólafur stiftamtmaður þá á það ráð að skipta sendingunni a
milli Sigríðanna Markúsdóttur og Þorsteinsdóttur. Hann tilkynnti
rentukammerinu þessa ráðstöfun. Bréfinu fylgir kvittun fyrir mot-
töku, undirrituð af Sigríðunum báðum 17. júní þá um sumarið.'
Þetta sýnir, að Sigríður Þorsteinsdóttir var á Islandi þá um sumar'
ið. Fráfall Elínar kynni að hafa komið í veg fyrir stofnun spuna'
skóla á íslandi 1793, enda verður þess hvergi vart, að þær nöfnur
hafi haldið hér skóla af því tagi.
Sólveig Árnadóttir fór fyrst utan af nemunum og þótti vera efm
legust þeirra. Stefán Þórarinsson reyndi hvað hann gat til að fá Sól-
veigu út aftur til íslands, enda var hann að reyna að koma á fót
ullariðnaði, klæðagerð og litun á Akureyri.119 Greint hefur verið fra
því, að Sólveigu bauðst starf á Jótlandi 1789. Þetta starf hefur hún
þegið, enda sýna danskar heimildir, að Sólveig var kennari C/lære
moder") við vefsmiðju í Ribe á Jótlandi 1794.120 Ekki hefur tekizt a
rekja feril hennar eftir þetta, en telja verður víst, að hún hafi eíc
komið aftur til fslands. Þó skal þess getið, að árið 1816 var kona
með þessu nafni vinnukona að Kílsnesi í Presthólahreppi- Nokkru
munar á aldri Sólveigar þessarar og Sólveigar spunanema. Hún var
49 ára 1816, en Sólveig spunanemi hefði átt að vera 53 ára.121 Vísas
er, að þarna sé um aðra konu að ræða.
Valgerður Skaftadóttir, spunanemi frá Hofi, býr á Arnarstöðum 1
Presthólahreppi 1816 ásamt manni sínum, Guðmundi Bjarnasynn
og dóttur, sem sögð er fædd á Kílsnesi.122 .
Guðmundarnir Þorsteinsson og Þórisson (Thureson), Halldor
beinsson, Jón Árnason og Ólafur Snæbjörnsson fóru til Kaupmann
hafnar frá Brahetrolleborg á haustmánuðum 1790 og heíur e
tekizt að rekja feril þeirra eftir það. Sama máli gegnir um nem
ónafngreinda, sem þá varð eftir í Brahetrolleborg, og þau Gu
Jónsdóttur, Guðrúnu Jónsdóttur, Jón Gunnlaugsson, Ólöfu bja
dóttur, Steinvöru Sigurðardóttur og Þórunni Ágústínusar o
118 ÞÍ. Isl. journ. 9., nr. 631. gq.
119 Lýður Björnsson, „Spunastofa Stefáns amtmanns", Súlur, 35. beftx,
126.
120 Brithe K. Fischer, Bréf til Elsu E. Guðjónsson.
121 Manntalið 1816, bls. 1054.
122 Sama heimild, bls. 1055.