Saga - 1997, Síða 321
Frá Sögufélagi
Aðalfundur Sögufélags árið 1996 var haldinn í Þjóðarbókhlöðu
28. september. Forseti félagsins setti fundinn og minntist síðan
þeirra félagsmanna, er stjórninni var kunnugt um að látist hefðu
frá síðasta aðalfundi, 27. júní 1995. Þeir voru: Anna Sigurðardóttir,
stofnandi Kvennasögusafnsins, Arnaldur Árnason í Stykkishólmi,
Bragi Sigurjónsson rithöfundur, Friðjón Skarphéðinsson yfirborg-
arfógeti, Gestur Hallgrímsson prentari, Gísli Ágúst Gunnlaugsson
sagnfræðingur, Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður, Guð-
rún Jónsdóttir frá Prestsbakka, Haraldur Sigurðsson bókavörður,
Hólmfríður Ólafsdóttir á Akureyri, Ingólfur Th. Guðmundsson kaup-
sýslumaður, séra Jón Einarsson prófastur í Saurbæ, Odd Didriksen
sagnfræðingur, Sigurpáll Þorkelsson og Svavar Guðbrandsson raf-
virki.
Forseti minntist sérstaklega Gísla Ágústs Gunnlaugssonar, sem
lést á besta aldri hinn 3. febrúar 1996. Hann var stjórnarmaður í
Sögufélagi 1991-95 og ritstjóri Sögu 1990-94 „og var okkur öllum,
sem þekktum hann, mjög kær". Sögufélag gaf út fyrstu bók Gísla
Ágústs, sem hann nefndi Ómagar og utangarðsfólk, en hún markaði
stefnu hans sem sagnfræðings á sviði félagssögu. Forseti gat þess,
að Sögufélag yrði ásamt Sagnfræðistofnun H.í. útgefandi að minn-
ingarriti um Gísla Ágúst, sem kemur út 1997. Hefur Loftur Gutt-
ormsson setið í útgáfunefnd þess fyrir hönd Sögufélags.
Að loknum minningarorðum var gengið til venjulegra aðalfundar-
starfa. Fundarstjóri var kosinn Ólafur Egilsson sendiherra og Mar-
grét Guðmundsdóttir sagnfræðingur fundarritari.
Dagskrá aðalfundarins hófst með því, að forseti flutti skýrslu
stjórnar og greindi frá helstu málum á starfsárinu 1995-96. Stjórnin
kom saman til fyrsta fundar síns 6. júlí og skipti með sér verkum
eins og mælt er fyrir um í 3. gr. í lögum félagsins. Heimir Þorleifs-
son var þá kosinn forseti, Loftur Guttormsson gjaldkeri og Margrét
Guðmundsdóttir ritari. Aðrir í aðalstjórn á starfsárinu voru Björn
Bjarnason og Svavar Sigmundsson, en varamenn voru Sigurður