Saga - 1997, Blaðsíða 107
TILSKIPUN UM AUKIÐ VERSLUNARFRELSI
105
eða að lítill markaður var þar fyrir þær, enda höfðu engin bein
viðskipti verið milli landanna. Þar að auki var breskum kaupsýslu-
°g útgerðarmönnum, er voru viðriðnir verslun með sjávarafurðir
°g útgerð við Nýfundnaland og í norðurhöfum, meinilla við sigl-
Wgaleyfin til Islandskaupmanna sem þegna óvinaþjóðar. Reyndu
þeir því eftir mætti og með talsverðum árangri að koma í veg fyrir
samkeppni af þeirra hálfu, einkum með þurrkaðan saltfisk og
lýsi.31
Að öllu samanlögðu áttu fslandskaupmenn, eins og á stóð, ekki í
annað skárra hús að venda en á hefðbundinn markað sinn í Kaup-
mannahöfn, þótt þar væri þá að vísu líka skortur á mörgum helstu
nauðsynjavörum íslendinga og erfitt væri að koma sumum íslensk-
Um afurðum þaðan áfram á erlenda markaði.32 Auk beins kostn-
aðar fylgdu því miklar tafir að þurfa að koma við í breskri höfn í
báðum leiðum milli íslands og Danmerkur. Þar við bættist eftirlit
herskipa stríðsaðila á mikilvægum siglingaleiðum, svo sem franskra
°g breskra á Norðursjó og breskra þar og í Kattegat og á Eyrar-
sundi.33 Sænsk herskip bættust svo í hópinn á árunum 1808-1809
°g 1812-14 er Svíar voru einnig í stríði við Dani. Þá höfðu bresk
herskip ennfremur bækistöð í Gautaborg.34 Á síðustu árum stríðs-
ms ýar Noregur, sem hafði jafnan verið mikilvægur viðkomustað-
Ur Islandsfara, enda hagstætt að kaupa þar trjávið, tjöru o.fl., í
ströngu hafnbanni Svía og Breta, er miðaði að því að neyða Norð-
menn til að fallast á sameiningu við Svíþjóð. Þannig var nokkrum
Islandsförum á leið til landsins haldið lengi í Gautaborg sumarið
1^13 að undirlagi Svía vegna ótta við það að þau flyttu kornvörur
til Noregs, sem sum þeirra gerðu sjálfsagt sökum þess hve gróða-
var 1798. Þá er öðrum stofnandanum Niels 0rum, sem hafði starfað hjá kon-
ungsversluninni á Reyðarfirði og sfðan þar eystra hjá Kyhn kaupmanni,
ruglað saman við Jens 0rum, starfsmann konungsverslunarinnar á Bíldudal,
sem dó í Khöfn vorið 1788. Auk þess er Jens 0rum sagður hafa keypt Bíldu-
dalsverslun af konungi. Hana keypti hins vegar Ólafur Þ. Thorlacius. Sbr.
Sigfús Haukur Andrésson, Verzlunarsaga, bls. 522 -25,581-97.
Anna Agnarsdóttir, „Great Britain and Iceland", bls. 167-83.
32 Lovsamling for Island VII, bls. 166, 239^10. - Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands
1809, bls. 62-63.
33 Fode, Henrik, „Islandshandel og fastlandsspærring".
34 Lovsamling for Island VII, bls. 240. - Helgi P. Briem, Sjálfstæði íslands 1809, bls.
35-37.