SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Síða 2

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Síða 2
2 15. nóvember 2009 12 Þakkarræðan var ekkert spes! Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var valin besti leikmaðurinn í Noregi á dögunum. 14 Konan bak við Lisbeth Salander Noomi Rapace hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á skáldsagna- persónu Stiegs Larssons á hvíta tjaldinu. Sunnudagsmogginn sótti hana heim á hestabúgarð fjölskyldunnar í Svíþjóð. 20 Mannbjörg er besta tímakaupið Feðgarnir Jóhannes Ólafsson og Sverrir Ólafsson vinna af ósérhlífni í þágu sjúkra í Afríkuríkinu Eþíópíu. 24 Hafnar aðgerð og lyfjameðferð Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður sendir frá sér nýjan geisladisk á sama tíma og hann berst við krabbamein. 36 Níræður ferðalangur Björgvin Árni Ólafsson á Hvolsvelli hefur gert víðreist um dagana og er hvergi nærri hættur að ferðast. 42 Á hvíta tjaldinu Einkaviðtal við breska leikarann Chiwetel Ejiofor, sem leikur í hamfaramyndinni 2012, og umfjöllun um nafntogaðar kreppumyndir. Lesbók 48 Unnið með spunarödd Rætt við Sigurð Flosason, saxófónleikara og tónskáld, sem sent hef- ur frá sér tvo nýja diska. 50 Vigdís í talsvert nýju ljósi Páll Valsson hefur ritað ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, og kemur hún út eftir helgi. 52 Umsagnir Magnaður sellóleikur í Salnum og ævisaga Snorra Sturlusonar. 27 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Særún Norén af systur sinni Noomi Rapace. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið M iðnætti á fimmtudegi í miðborginni. „Þetta er að lognast út af, held ég,“ segir Steinar Bragi. Nokkrar skáldspírur standa í hnapp fyrir utan Næsta bar, sjálfselskandi ljóðskáld eins og þau kalla sig. Þetta kvöld er Nýhil með „open mic“, þar sem hljóðneminn er opinn öllum. Tilefnið er burtför kanadíska ljóðsprundsins Angelu Rawlings, sem kallar sig a.rawlings á skáldamót- um. Hún sérhæfir sig í hljóðljóðum. – Hvernig eru þau? spyr blaðamaður í einfeldni sinni. Og svar hennar er óvænt: „Maður gefur frá sér hljóð.“ – Í bland við ljóð eða hugsanir? spyr blaðamaður forviða. „Stundum.“ Blaðamaður mjakar sér inn fyrir, rétt í tæka tíð til að heyra síðasta atriði kvöldsins, þar sem fullorð- inn karlmaður stendur á miðju gólfi, hefur tekið hljóðnemann traustataki og syngur gamlan smell. Ekki stendur á viðbrögðum. Vinur hans hleypur til hans, faðmar hann og segir: „Ó, þetta var geð- veikt!“ A.rawlings flutti ljóð fyrr um kvöldið, þar sem hún var með frönsk tarotspil, hvaða þýðingu sem framandi uppruni spilanna hafði – kannski þá, að hún skildi ekki örlög sín. En hún miðlaði engu að síður tilfinningum sínum yfir misskildum örlögum með hljóðrænum tilþrifum. Kannski var Parísar- skáld í salnum, sem skildi frönsk tarotspil, og náði hljóðljóðinu í allri sinni dýpt. Barþjónarnir hafa hlustað á ljóð allt kvöldið, og einn þeirra er farinn að tala í hljóðum, sem laus eru við ljóð, og hljóða einhvern veginn á þennan veg: „Sjáðu verðið!“ Hann bendir á stórar verðmerkingar á barnum. „Allt special price!“ En leikskólamærin, sem nú vinnur á barnum, segir að ljóð kvöldsins hafi verið misjöfn. „Sum voru ögrandi,“ bætir hún við. „Eitt var um að nauðga ungbarni.“ A.rawlings gerir sig líklega til að hverfa af vett- vangi og morguninn eftir fer hún af landi brott, en hún hefur verið á Íslandi í þrjá mánuði á styrk frá kanadískum stjórnvöldum. Enda er yfirskrift kvöldsins „Blame Canada“. En hún ætlar sér að snúa aftur næsta vor og vera allt sumarið, ganga Fimmvörðuhálsinn og um Þórsmörk, svona með- fram bókarskrifum. Og hún á til orð yfir Íslendinga: „Þeir eru hráir, ástríðufullir og áfram um að segja sögur, fallegar og furðulegar sögur, sem gefa manni þrótt; þeir eru opnastir allra í heiminum og hér er besta augnsambandið.“ Hún segist ekki vilja fara „heim“ aftur og gerir táknrænar gæsalappir með fingrunum utan um heim. Svo arkar hún af stað tregafullum skrefum, horfir upp Ingólfsstrætið og tautar eflaust fyrir munni sér: „Fögur er hlíðin.“ pebl@mbl.is Ljóðskáld og áhugafólk um ljóðagerð deildi með sér einum hljóðnema á Næsta bar. Morgunblaðið /Kristinn Fögur er hlíðin Sunnudagur 15. nóvember Styrktartónleikar Caritas með Kristjáni Jóhannssyni og Diddú hljóma enn á ný í Kristskirkju klukkan 16. Í ár mun allur ágóði tónleikanna renna til til Mæðra- styrksnefndar . Mánudagur 16. nóvember Kjörið tækifæri til að rækta tungumálið gefst á hinni árlegu Jónasarvöku sem haldin verður í Þjóðmenning- arhúsinu klukkan 17:15 á degi íslenskrar tungu. Fimmtudagur 19. nóvember Lokasýning á verðlaunasýningunni Utan gátta í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu. Síðasta tækifærið til að líta þær Villu og Millu augum og upplifa æsilegan húmor. Föstudagur 20. nóvember Þeir sem vilja taka forskot á jólastemninguna geta skellt sér á frumsýningu Disney-myndarinnar A Christ- mas Carol. Jim Carrey bregður sér í gervi hins bitra Ebenezers Scrooge. Við mælum með… Laugardagur 21. nóvember Jesús litli frumsýndur í Borgarleikhúsinu klukkan 20. Trúðarnir úr hinum geysivinsælu Dauðasyndum snúa aftur og takast á við sjálft jólaguðspjallið. Sunnudagur 22. nóvember Í Gerðubergi frá klukkan 13-16 kynna kvenhöfundar bækur sínar. Safngestum gefst líka kostur á að líta á forvitnileg eldúsáhöld þeirra Þórarins Eldjárns rithöf- undar og Sigurðar Árnasonar læknis. J ó l a s ö f n u n Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Oft var þörf en nú er nauðsyn Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349 eða á netfangið maedur@simnet.is. Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.