SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Blaðsíða 21
15. nóvember 2009 21 Jinka er stærsta borgin í Suður-Omo-héraði, suð- vestast í Suður-Eþíópíu, og jafnframt aðsetur héraðsstjórnarinnar. Syðsti hluti héraðsins er láglendi. Þar búa þjóð- flokkar sem að mestu leyti stunda hjarð- mennsku. Norðurhluti héraðsins er hálendi, gróðursælt. Þar stunda menn landbúnað. Íbúar héraðsins eru um hálf milljón, en tilheyra 15 þjóðflokkum sem hver um sig talar eigið tungumál. Lestrarkunnátta, bókmenntun er nánast engin í sumum þessara þjóðflokka, heldur búa þeir við aldagamla menntun mótaða af hjarðmennsku í harðbýlu um- hverfi frá náttúrunnar hendi. Meðal hálendisbúa eru fleiri skól- ar og lestrarkunnátta sennilega nokkru almennari. Bærinn Jinka er í vexti og miklar vegabætur eru í héraðinu enda vinnur eþíópíska ríkið að því að bæta aðbúnað, meðal annars fyrir ferðamenn. Hjarðþjóðflokkarnir í suðurhluta hér- aðsins þykja nýstárlegir og eins Mago-þjóðgarðurinn. Bærinn Jinka var reistur á síðari árum stjórnartíðar Haile Se- lassie keisara. Sjúkrahúsið er ríkisspítali byggður 1993. Norska kristniboðsfélagið (NLM) varð við áskorun heilbrigð- isyfirvalda í Eþíópíu um rekstur spítalans. Sér um reksturinn Kristniboðsfélagið sér um rekstur skurðlæknis- og fæðing- ardeildar. Stjórnun sjúkrahússins er að öðru leyti í höndum eþí- ópskra lækna og hjúkrunarliðs. Á skurðlæknis- og fæðing- ardeild eru 60 sjúkrarúm. Kristniboððsfélagið ábyrgist að einn skurðlæknir, ljósmóðir og sérmenntuð hjúkrunarkona stjórni skurðlæknis- og fæðingardeild. Næsta sjúkrahús er í Arba Minch í Norður-Omo fylki í 300 km fjarlægð. Samgöngur þangað eru með áætlunarbílum á vegi sem hentar best bílum með fjórhjóladrifi. Flugsamband var einnig til Arba Minch og Addis Ababa, en áætlunarflug hefur verið lagt niður. Flugvöllurinn er þó nothæf- ur. Jinka er í um 900 km fjarlægð frá Addis Ababa og tekur tvö daga að keyra á milli en gista þarf á leiðinni. Höfuðborg héraðsins Jinka AFRÍKA Jinka SÚDAN KENÝA SÓMALÍA DJÍBÚTÍ ERÍTREA EÞÍÓPÍA fræðing. Aðalviðfangsefni þeirra er að byggja upp kunnáttu og reynslu í stjórnun sjúkrhúss og auka kunn- áttu í nær öllum starfsgreinum frá ræstingu til þjálfunar ungra lækna og hjúkrunarliðs. – Hvenær komstu í annað skipti til Eþíópíu? „Árið 1966. Ég var heima í tvö ár, 1965 og 1966, og fór svo aftur 1966. Svo er ég í Eþíópíu mikið fram til ársins 1981. Þá voru krakkarnir komnir á menntaskólaaldur og við þurftum helst að setjast að í Evrópu til að geta komið þeim í skóla og fundið okkur starf við hæfi á meðan. Við vorum náttúrlega að hugsa um Ísland en börnin voru þá nær eingöngu norskumælandi og því varð það úr að við settumst að í Noregi.“ Var fyrirtækjalæknir – Við hvað starfaðirðu í Noregi? „Ég var fyrirtækjalæknir í verksmiðju sem heitir Fal- cenbridge Nikkelverk.“ – Hvernig fyrirtæki var þetta? „Það framleiðir nikkel og fleiri málma. Svo hætti ég þar og fór aftur suður til Eþíópíu árið 1992. Þar var ég mikið fram til ársins 2000 á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og norsku kristniboðasamtakanna.“ – Hefur þú hvatt Sverri til að feta þessa slóð? „Bara óbeint. Hann vildi sjálfur verða læknir.“ – Hugur hans hefur þá af trúarlegum ástæðum staðið til að láta gott af sér leiða? „Hann er trúaður eins og ég og það lá því beinast við fyrir hann að láta gott af sér leiða.“ – Ef við beinum talinu aftur að Eþíópíu, þá hafa ann- irnar jafnan verið miklar, ekki satt? „Jú. Ég hef oft verið eini læknirinn á sjúkrahúsi og þurft að sinna öllu sem að höndum ber. Það var ekki hægt að senda frá sér sjúklinga. Maður þarf að fást við ýmislegt, skuðlækningar, fæðingarhjálp og hitabeltis- sjúkdóma og annað sem til fellur. Þetta er mjög fjöl- breytt.“ Bjargað hundruðum mannslífa – Sverrir segir mér að þið hafið gert marga keisaraskurði. Þið hafið bjargað hundruðum mannslífa? „Já, já.“ – Og fólkið hefur verið þakklátt? „Já. Yfirleitt er fólk mjög þakklátt. Ég man eftir manni sem að klifraði hátt upp í tré til að sækja hunang sem hann átti í hunangsbúi uppi í trénu, datt niður og braut á sér annan ökklann. Þetta var opið brot og hann sagði mér að heimamenn hefðu haldið að slíkt opið brot gæti eng- inn lifað af. Hann kom á sjúkrahúsið og ég gerði að þessu. Hann lá svo á spítalanum og jafnaði sig. Seinna þegar honum var batnað hittumst við og þá sagði hann mér að sér þætti merkilegast að ég hefði getað sagt honum strax að hann myndi ná fullum bata. Þetta var ósköp venjulegt opið fót- brot. Samt var þetta svo stórkostlegt fyrir honum vegna þess að fólkið í kringum hann taldi að hann væri dauða- dæmdur eftir slysið.“ Styður sjúkrastarfið – Hefur norska ríkið komið að störfum þínum í Eþíóp- íu? „Norska þróunarhjálpin, NORAD, styður sjúkrastarfið, meðal annars sjúkrahúsið í Jinka. Þegar ég hefi farið til Eþíópíu eftir að ég komst á eft- irlaun hef ég farið á eigin vegum.“ – Hvenær fara læknar á eftirlaun í Noregi? „Við 67 ára aldur.“ Þú hefur hætt þá? „Já, við læknisstörf í Noregi, en ég hélt áfram störfum í Eþíópíu. Við 75 ára aldur missir norskur læknir lækningaleyfið nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi, að hann sé læknir á elliheimili eða eitthvað slíkt. Ég missti lækn- ingaleyfið í Noregi. Hins vegar eru þessi takmörk ekki í gildi á Íslandi. Þess vegna leyfði ég mér nú að starfa áfram í Eþíópíu sem íslenskur læknir enda er þörfin þar svo geysileg og í minni síðustu ferð gagnlegt að geta hjálpað Sverri í þessu tilfelli.“ – Hvað með lifibrauðið. Hvenær eiga norskir læknar rétt á eftirlaunum? „Sjálfur á ég rétt á þeim frá 67 ára aldri sem læknir í norska og íslenska kristniboðssambandinu. Ég hef allan tíma minn í Eþíópíu verið á launum hjá sambandinu.“ – Sverrir sagði að launin dygðu fyrir uppihaldi. „Já, þau gera það. Þau eru ekki til að verða ríkur af.“ – Ævitekjurnar eru því lægri en hjá norskum kollegum þínum sem hafa alltaf starfað í Noregi? „Já. En ég kvarta ekki. Þegar ég komst á eftirlaun var norska læknafélagið mjög rausnarlegt við mig.“ – Þeir hafa kunnað að meta þetta? „Já. 16 af mínum starfsárum mat það svo að ég fengi eftirlaun sem tryggð eru öllum læknum. En þegar upp er staðið skipta peningar litlu máli, að bjarga mannslífi er besta tímakaupið sem manni býðst.“ Gólf skurðstofunnar er þak- ið blóðdropum eftir keis- araskurð. Suma daga er að- gerðin gerð þrisvar á dag. Gamall maður jafnar sig fyrir utan spítalann. Piltur lærir á hækjur. Sverrir bíður eftir því að sjúklingur sé svæfður. Fituæxli fjarlægt úr vinstri olnbogabót á eldri konu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.