SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 23

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 23
15. nóvember 2009 23 það skorti mikið á aðbúnaðinn verður að reyna allt sem hægt er.“ – Hvernig tekstu á við svona erfið- leika, svona áföll, þegar þau dynja yfir? „Á hverjum degi sjáum við sjúklinga koma mjög seint, of seint, eftir að hafa verið marga daga heima. Ef þeir hefðu komið fyrr hefði verið hægt að gera mik- ið fyrir þá. Svo sér maður að flestum er hægt að hjálpa og þá er bara að halda áfram og gleðjast yfir góðum árangri, að mjög mörgum er hægt að hjálpa.“ – Hugsarðu þá að það sé betra að halda áfram en að staldra við áföll? „Já, af því að svo margir þeirra sem fá hjálp myndu deyja ef við værum ekki til staðar. Það gefur okkur styrk til að halda áfram.“ – Hvað með eyðniveiruna? „Allir sem leggjast inn á sjúkrahúsið fara í blóðpróf til að athuga hvort þeir eru með veiruna. Niðurstaðan liggur fyr- ir strax.“ – Er alnæmi útbreitt í Jinka? „Ekki eins og annars staðar í Eþíópíu en það er nú samt algengt.“ Svo er það vatnsskorturinn Sverrir segir skort á hreinu vatni líka gera sjúkrastarfið erfitt. Vatnsveita bæj- arins sé stopul. „Stundum þurftum við að hætta við aðgerð af því að það var ekki til vatn. Við kvörtuðum oft yfir vatnsleysinu og ann- að slagið komu viðgerðarmenn og gerðu við bilunina. Þegar við höfðum rennandi vatn var nauðsynlegt að safna eins miklu og hægt var til að eiga birgðir ef illa færi. Það er mjög erfitt að reka sjúkrahús við vatnsskort.“ – Hversu mikið háði þetta ykkur? „Það gerðist næstum því í hverri viku að lokað var fyrir vatnið. En þá áttum við yfirleitt birgðir.“ – Hvað með tækjabúnaðinn? „Við erum með tvö röntgentæki. Ann- að var alltaf í ólagi og þegar hitt bilaði vorum við kannski tvær til þrjár vikur án tækis. Rannsóknastofan var sæmilega útbúin og skurðstofan líka. Við höfðum svæfingarvélar og annan algengan búnað á sjúkrastofum. Þetta var búnaður sem Sverrir fer með stutta bæn fyrir aðgerð. Hann er kominn af miklu trúfólki. Ljósmóðir heldur á nýfæddu barni. Spít- alinn hefur bjargað hundruðum barna. var keyptur frá Noregi. Annar búnaður, svo sem í eldhúsi, var kostaður af eþí- ópíska ríkinu.“ Sverrir hefur sem fyrr segir áður starfað í Rúanda og Tansaníu. Hann sá blaðagreinar um læknaskort í Tansaníu og ákvað að fara sjálfur. Hann segir mikið hafa breyst. „Það hefur orðið mikil breyting síð- ustu árin. Seinna árið mitt í Tansaníu fékk ég berkla og þurfti að liggja þrjá mánuði á sjúkrahúsi í Eþíópíu. Síðan hefur mikið breyst. Höfuðborgin, Addis Ababa, er orðin miklu, miklu stærri. Farsímanotkun er orðin útbreidd og borgin næstum óþekkjanleg frá því sem áður var. Það hefur líka margt breyst á landsbyggð- inni. Þar er búið að byggja marga skóla.“ – Hvernig er læknismenntunin? „Mjög góð. Eþíópískir læknar eiga auðvelt með að fá vinnu í öðrum lönd- um. Erlend sjúkrahús vita að þar fara vel menntaðir læknar. Eþíópía er því í þeirri erfiðu stöðu að vel menntaðir læknar fara úr landi.“ – Ætlarðu aftur til Eþíópíu. „Já, en ekki aleinn. Það er alltof erfitt. Ef við erum fleiri þá er það allt annað mál.“ – Hver er núna á vaktinni í Jinka? „Norskur læknir og kona hans frá Srí Lanka. Eþíópíski læknirinn er þeim til aðstoðar.“ – Hvernig eru launin? „Við sem komum í stuttar afleysingar fáum engin laun en hins vegar er flug og uppihald borgað af norsku kristniboða- samtökunum. Þeir sem starfa þarna lengi eru með laun en það er mestmegn- is til að standa undir mat og húsnæði. Launin eru á engan hátt sambærileg við það sem gerist heima í Noregi.“ – Láta sjúklingarnir í ljós þakklæti sitt? „Já, þeir eru yfirleitt mjög þakklátir. Það getur verið erfitt að útskýra fyrir sjúklingum í neyð að það sé mikið að gera og að þeir þurfi að koma aftur næsta dag. En það hefur enginn kvart- að.“

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.