SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Qupperneq 37
15. nóvember 2009 37 Í dag var sól og blíða í Cannes og um 20 stiga hiti úti í hádeginu. Það má segja að þetta líkist íslensku sumarveðri eins og það gerist best, enda sátu margir á úti- veitingastöðum í hádeginu. Cannes er lítil borg og stutt í allar áttir sem býður upp á marga möguleika til afþreyingar sem og að bærinn er einungis í 15 mínútna fjar- lægð frá Sophia Antipolis, einum af stærstu tæknigörðum Evrópu. Þangað sækja hátt í 35.000 manns vinnu sína dags daglega og þar á meðal nokkuð af Cannesbúum. Það þarf ekki að segja fólki frá Kvik- myndahátiðinni í Cannes enda binda margir ímynd borgarinnar við þann viðburð sem þó stendur aðeins í 2 vikur af 52 vikum ársins! Í Cannes eru margar uppákomur og mark- aðir allt árið um kring sem einnig fara fram í ráðstefnuhöllinni við höfnina, „Palais des Festivals“. Þar á meðal má nefna NRJ Music Awards í janúar, sjónvarps- og auglýs- ingamarkað, fasteignamarkað, dansfestival í nóvember og margar aðrar uppákomur og tónleika. Í Cannes eru tveir götumarkaðir alla morgna vikunnar nema mánudaga á veturna. Það er í uppáhaldi hjá mér að fara annaðhvort á laug- ardags- eða sunnudagsmorgnum. Annar markaðurinn „Marche Forville“ í gamla bænum er matar-, grænmetis-, ávaxta- og blóma- markaður. Þar má finna alla liti suðursins og framleiðslu bændanna í kring. Gaman er að fá sér svo kaffi eða glas af rósavíni á eftir í einu af kaffihúsunum í kring og spjalla við staðarmenn og konur. Hinn markaðurinn „Marche Gam- betta“ í hjarta borgarinnar er einskonar kola- port Cannes og býður upp á allt milli himins og jarðar, föt, skó, skartgripi og leðurvörur svo eitthvað sé nefnt og það á lágu verði. Aðalgata borgarinnar er hin fræga strand- gata Croisette þar sem finna má marga góða og minna góða veitingastaði og flestar „merkja- búðir“ heimsins. Aðalverslunargatan er Rue d’Antibes sem liggur samhliða Croisette, þar sem finna má allar mögulegar verslanir og verslanakeðjur. Ég á nokkra uppáhaldsveitingastaði í Cannes og má þar nefna: „Le Petit Paris“ í „rue des Belges“ en þeir bjóða upp á franskan bistrómat þar sem „local“ fólk hittist einnig eftir vinnu á kvöldin, „Festival“ á Croisette og mæli ég sérstaklega með nautasteikinni þeirra með Bernais-sósu, „Volupté“ í rue Hoche er lítið kaffihús þar sem gott er að koma við og fá sér samlokur hússins og ekki má gleyma heita súkkulaðinu þeirra í eftirrétt, Í hádeginu (allt árið) og á kvöldin (einungis á sumrin) ef veður er gott mæli ég með „Miram- ar“ strandveitingahúsinu þar sem boðið er upp á góðan mat og þjónustu. Ekki spillir fyrir að sitja og sóla sig í sófa á ströndinni með Mið- jarðarhafið fyrir augunum. Síðast en alls ekki síst verð ég að minnast á staðinn sem býður upp á bestu pítsu í heimi að mínu og fleira fólks mati „La Pizza Cresci“ við gömlu höfnina í Cannes. Þeir bjóða upp á góð- an ítalskan mat en pítsan er þeirra aðalsmerki. Það er auðvelt að ferðast til Nice enda er flugvöllurinn í Nice stærsti lágfargjalda- flugvöllur Frakklands og einn stærsti í Evrópu. Þangað er flogið í beinu flugi frá flestum stór- borgum heims, nema Keflavík, því miður! Það er margt að sjá hér fyrir utan Cannes og kannski má þar helst nefna núna í vetr- arbyrjun að það er stutt í góð skíðasvæði eða um klukkustund frá Nice. Það eru sennilega einu skíðasvæði Evrópu sem bjóða upp á snjó í 2.000 metrum og nokkuð örugglega gott veður til að skíða í. Cannes er lítil borg og stutt í allar áttir sem býður upp á marga möguleika. Guðrún Bjarnadóttir illa í blæstrinum. „Ég var margar vikur að ná kvefinu úr mér og fer ekki aftur í svona siglingu.“ Þegar Björgvin er spurður hvort hann hafi aldrei íhugað að búa erlendis kemur í ljós að hann átti til skamms tíma hús á Spáni. Þá íhugaði hann að búa í bát við höfn þar í landi en ekki varð af því. Hann velti líka fyrir sér jarðarkaupum í Portúgal. „Eftir að Salazar féll var hægt að kaupa jarðir fyrir lítið fé í Portúgal. Þegar ég kom þangað síðast var ég hins vegar feginn að hafa ekki gert það enda er búið að eyðileggja allar þessar jarðir með háhýsum.“ Á öllum sínum ferðum hefur Björgvin aldrei orðið skelkaður og skakkaföllin eru teljandi á fingrum ann- arrar handar. Einu sinni hefur reiðufé, um 30.000 krón- um, og vegabréfi verið rænt af honum – í Svíþjóð af öll- um stöðum – og einu sinni myndavél á Kúbu. „Þjófurinn hallaði sér upp að mér og skar á ólina sem myndavélin var í. Hefði ég verið aðeins léttari á fæti hefði ég hlaupið á eftir honum.“ Í einni ferð tapaði hann regnhlíf. Sparifé Björgvins Árna Ólafssonar hefur að mestu leyti farið í ferðalög undanfarin 48 ár en hann sér ekki eftir neinu. „Þessi upplifun hefur verið hverrar krónu virði.“ Björgvin ásamt ferðafélögum sínum við Taj Mahal, hofið kunna. Hann hefur yndi af fallegum byggingum. Björgvin á ferð í Marokkó með myndavélina um hálsinn. Blessaður vertu. Ég átti ekki einu sinni ferðatösku. Fór utan með dótið mitt í pappakassa með bandi utan um Inn af Botnsdal í Hvalfirði er þyrping tinda, Botns- súlur, sem reyndir fjalla- kappar kalla besta súlu- stað landsins. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa boðið upp á gönguferðir upp Botnsúlur og hafa far- ið með hópa upp á Syðstu- súlu, Háusúlu og Vest- ursúlu. Fjallgönguáhugamenn sem vilja sjá hið stórbrotna út- sýni ofan af tindum Botn- súlna verða að gæta var- úðar vegna sísnævis og mjórra rima á leiðinni. Þó að fjallstindurinn virðist vera fjarlægt takmark og verkefnið nánast óyfirstíg- anlegt í upphafi ferðar er fátt betra en að komast á toppinn. Morgunblaðið/Ómar Besti súlu- staður landsins

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.