SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Side 40

SunnudagsMogginn - 15.11.2009, Side 40
40 15. nóvember 2009 É g hef alltaf haft töluverðan áhuga á mat, enda er mamma góður kokkur, en ég hef aldrei eldað sérstaklega mikið sjálf,“ segir Elín Helga Egilsdóttir, sem hefur vakið athygli fyrir fjörlegt matarblogg á Moggavefnum. „Svo byrjaði ég að hreyfa mig reglulega fyrir einu og hálfu ári og ákvað þá að gera þetta almennilega og taka matinn í gegn í leiðinni.“ Grunnástæðan fyrir því að hún fór þessa leið er að hún vildi vita upp á hár hvað hún borðaði. „Með því að búa til matinn sinn sjálfur veit maður nákvæm- lega hvað er í honum og hvað maður setur ofan í sig. Það er alveg sama hvort það er kjötréttur eða brauð; það gildir það sama um hvorttveggja, að ef þú kaupir það úti í búð þá veistu ekki hvað er mikið af hverju innihaldsefni í því. Ég er með fullkomnunaráráttu á háu stigi þannig að það hentar mér svakalega vel að gera þetta svona,“ segir hún og hlær. Þannig varð matargerðin hluti af holl- ustuátaki. „Eða það byrjaði þannig,“ segir Elín. „Núna er þetta orðið almenn- ara hjá mér og ég elda ekki lengur bara 100% hollusturétti, heldur blanda þessu svolítið saman.“ Stutt, laggott og einfalt Hún segir hráefnin skipta mestu máli þegar kemur að matseldinni. „Ég myndi að sjálfsögðu kaupa allt lífrænt ræktað ef það væri ekki svona dýrt, en reyni að kaupa annað sem ég tel að sé gott í staðinn. Ég á mér svo sem engan sérstakan uppáhaldsmat en borða reyndar miklu meira af kjúklingi og fiski en af rauðu kjöti, ekki endilega af því að það sé hollara heldur er ég bara persónulega hrifnari af þeim mat. Og mér finnst ofsalega gaman að breyta til og prófa nýja hluti svo ég held mig Morgunblaðið/Heiddi Naslað án samviskubits Fullkomnunarárátta Elínar Helgu Egilsdóttur gerði það að verkum að hún hellti sér út í mat- argerðina samfara heilsuátaki sem hófst fyrir einu og hálfu ári. Í dag er hún iðin við að blogga um tilraunir sínar í eldhúsinu. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Elín Helga Egilsdóttir vill vita nákvæmlega hvað hún lætur ofan í sig og eldar því allan mat frá grunni. Ef einhver kokteill er tengdur góðæri, gleði og glaumi, er það líklegast Cosmopolitan en það breytir því ekki að drykkurinn er góður og það má vel drekka hann í laumi í kreppunni. Drykkurinn á uppruna sinn að rekja til áttunda áratugarins og mótaðist frá upp- skriftum fjölda barþjóna. Cosmo- politian varð fljótlega vinsæll drykkur en vinsældirnar náðu hæstu hæðum með tilkomu sjón- varpsþáttanna Sex and the City. Drykkurinn varð næstum eins og aukapersóna þáttanna þar sem hann kom iðulega við sögu þegar Sara Jessica Parker, í hlutverki Carrie Bradshaw, og vinkonur hennar fengu sér drykk saman. Úr varð einskonar popp-menning í kringum þennan drykk og varð hann óhemju vinsæll meðal vin- kvenna á börum bæjarins. Í dag er heldur dýrt að panta sér Cos- mopolitan á börum og ekki þykir við hæfi að veifa þrýstnum veskj- um. En svo þessi góði drykkur falli ekki í gleymsku er tilvalið fyrir vinkonur að hittast og blanda sér Cosmó, skella Sex and the City í DVD-spilarann og kjafta fram á rauða nótt. signyg@mbl.is Kósýheit með Cosmó og Carrie 5 cl sítrónuvodki 1,5 cl Cointreau 1,5 cl ferskur lime safi 3 cl trönuberjasafi Öllu blandað saman og hrist með kokteilhristara og síðan hellt í há Mart- iniglös. Það er tilvalið að skreyta þennan drykk með límónusneið. Laumudrykkurinn Cosmopolitan Drykkur vikunnar Matur „Við vildum gefa fólki kost á að koma og njóta þess matar sem hefur lengi notið vinsælda í Mývatns- sveit því hér eru ríkar hefðir,“ segir Ólöf Hall- grímsdóttir, bóndi í Vogafjósi í Mývatnssveit. Um næstu helgi verður kaffihúsið opnað þar á ný eftir gagngerar breytingar og um leið ný sveitabúð þar sem boðið verður upp á afurðir býlisins sem og þjóðlegt og landbúnaðartengt handverk. Og af nógu er að taka. Bændurnir í Vogafjósi framleiða meðal annars eigin osta, bæði mozzar- ellaost og salatost sem svipar til fetaosts. Osturinn er lagður í olíu kryddaða með jurtum sem eigend- urnir tína á svæðinu, s.s. blóðberg og hvannafræ. Þá framleiða bændurnir eigið hangikjöt og silung, bæði reyktan og grafinn, kindakæfu, silungakæfu, hverabrauð og sultur, svo eitthvað sé nefnt. „Við erum með blandaðan búskap, bæði kýr og kindur eins og forfeður okkar. Við látum slátra fyrir okkur í sláturhúsi en tökum svo allt okkar kjöt heim og notum það sjálf, bæði fyrir veitinga- staðinn og til þess að selja afurðirnar okkar beint frá býlinu.“ Hún segir hugmyndina um sveitabúðina og veit- ingastaðinn hafa einnig sprottið af löngun til að halda við gömlum framleiðsluaðferðum. „Við ger- um þetta með sama hætti og okkur var kennt þeg- ar við vorum að alast upp, á nákvæmlega sama hátt og pabbi okkar og afi gerðu. Undantekningin er kannski osturinn, því okkar ostframleiðsla er svolítið nútímalegri en þeirra þar sem við erum með aðrar ostategundir en þá voru búnar til.“ Um næstu helgi stendur mikið til, því auk þess að opna sælkerabúðina hefst aðventudagskrá stað- arins. Þar ber hæst jólahlaðborðin í hádeginu á laugardögum og sunnudögum samfara leiksýning- unni Aðventunni í flutningi Möguleikhússins. Boðið verður upp á hefðbundinn jólamat beint frá býlinu og rúsínan í pylsuendanum er eftirrétt- urinn sem eru ábrestir bornar fram með bláberja- sultu og þeyttum rjóma. ben@mbl.is Freisting Frónbúans Mozzarellaostur, reyktur og grafinn silungur, tvíreykt hangikjöt og hverabrauð eru meðal þeirra krása sem bændurnir í Vogafjósi selja beint frá býli. Sælkerabúð í sveitinni

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.