Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/Ólafur Bernódus Allir saman Christina sjúkraþjálfari tekur við gjafabréfi fyrir bekkinn og frystiskápinn úr höndum Ingibjargar. Fyrir aftan bekkinn eru f.v. Sigríður hjúkrunarkona, Gígja og Jóhanna meðstjórnendur í sjúkrahússjóðnum, Ing- unn María, Christine og Angela sjúkraþjálfarar. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Sjúkrahússjóður Höfðakaupstaðar á Skagaströnd hefur verið iðinn við að færa heilsugæslunni á staðnum gjafir á þeim 40 árum sem liðin eru frá stofnun hans. Að þessu sinni gaf sjóðurinn rafknúinn sjúkraþjálf- unarbekk, frystiskáp og kæli- bakstra til notkunar á heilsugæsl- unni. Það var Ingibjörg Kristinsdóttir, formaður sjúkrahússjóðsins, sem afhenti gjöfina en sjúkraþjálf- ararnir Ingunn María, Christine, Christina og Angela tóku við henni fyrir hönd heilsugæslunnar. Sögðu þær gjöfina kærkomna þar sem gamli bekkurinn sem þær hafa notað að undanförnu er bil- aður þannig að það kostar senni- lega meira að gera við hann en að kaupa nýjan. Sjúkrahússjóðurinn er fjár- magnaður með sölu minning- arkorta og með frjálsum fram- lögum einstaklinga og fyrirtækja. Hefur sjóðurinn notið velvildar og höfðingsskapar að sögn Ingibjarg- ar og vildi hún koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa látið fé af hendi rakna til sjóðsins gegnum árin. Heilsugæslan fær nýjan sjúkraþjálfunarbekk Á nýja bekknum Angela, Christina og Christine bregða á leik. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÞETTA eru frábær, frábær tíð- indi,“ segir matreiðslumeistarinn Agnar Sverrisson, en veitinga- staður hans Texture í London hef- ur nú orðið þess heiðurs aðnjót- andi að fá hina víðfrægu Michelin-stjörnu sem er mikil við- urkenning í matreiðsluheiminum. Agnar og félagi hans Xavier Rousset opnuðu Texture í júlí 2007 og settu markið hátt frá upphafi. Í samtali við Morgunblaðið stuttu fyrir opnun staðarins sagði Agnar takmarkið einfaldlega að „verða bestir, eins og sannir Íslendingar“. Íslensku hráefni vel tekið Nú rúmum tveimur árum síðar hefur það gengið eftir og óhætt að segja að það sé frábær árangur enda ekki hver sem er sem fær stjörnu í bók Michelins. „Það er ansi erfitt, en við erum búnir að vinna mikið og lengi að þessu og loksins hefur það skilað sér. Maður er bara svo óþolin- móður, stefnan var tekin á þetta frá fyrsta degi og við vorum nú að vonast til að þetta kæmi fyrr en þetta tekur smátíma og náðist loksins í dag.“ Hann segir viður- kenninguna hafa mikið að segja fyrir reksturinn og bjóða mörg tækifæri. Hann býst ekki við því að viðbrögðin láti á sér standa enda hafi tíðindin spurst hratt út. „Þetta þýðir allavega 25% aukn- ingu gesta bara einn, tveir og þrír sem er mjög mikilvægt. Það verð- ur miklu auðveldara að koma sér í fjölmiðla og fá gott starfsfólk, öll erfiðisvinnan verður auðveldari.“ Á Texture er boðið upp á evr- ópska nútímamatargerð með norrænu ívafi. Agnar leggur m.a. mikið upp úr því að nota ferskt ís- lenskt hráefni, fisk og skyr, sem hefur fengið góð viðbrögð. Leikur með stóru strákunum Michelin-bókin er gefin út ár- lega en stjörnugjöfin er ekki óhagganleg. Það kostar ekki síð- ur blóð, svita og tár að halda stjörnunni en að fá hana og þótt veitingastaður þyki eitt árið verðugur stjörnu þýðir það ekki að hann geti ekki misst hana að ári. Agnar stressar sig hins vegar ekkert yfir þeirri tilhugsun. „Ég hef engar áhyggjur af því að við missum hana, við ætlum bara að verða ennþá betri ef eitt- hvað er,“ segir Agnar og stefnir enn hærra upp metorðastigann í matreiðsluheiminum. Hann stefn- ir á að opna annan stað innan tíðar og hefur margt á prjónunum. „Við erum á leiðinni upp. Núna erum við komnir á blaðið eins og maður segir, farnir að leika með stóru strákunum.“ Fyrsta Michelin-stjarnan til íslensks matreiðslumeistara Metnaður Agnar Sverrisson ásamt Xavier Rousset meiðeganda Texture. Stefndi að þessu allt frá opnun fyr- ir tveimur árum Þetta er í fyrsta skipti sem veit- ingahúsi í eigu íslensks mat- reiðslumeistara er úthlutað Michelin-stjörnu. Íslenskir matreiðslumenn hafa þó áður unnið á stöðum sem hefur hlotnast sá heiður, þ.á m. Agnar, sem var lengi yf- irkokkur á hinum margverð- launaða veitingastað Le Manoir aux Quat’ Saisons í Oxford. Michelin fer mjög sparlega með stjörnugjöfina og afar fá veitingahús fá hæstu einkunn, þrjár stjörnur, en aðeins 81 slík- ur staður er í heiminum í dag. Fyrstur Íslendinga 18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 HÁTT í 60 manns mættu á kynning- arfund sem haldinn var vegna for- vals í hugmyndasamkeppni um nýj- an Landspítala í gær. Má því gera ráð fyrir að margir hafi áhuga á þátttöku en skila þarf inn umsókn þar að lútandi fyrir 15. febrúar. Í forvali eru gerðar ákveðnar lágmarkskröfur sem þarf að uppfylla. Þeim fimm teymum sem fá hæsta stigagjöf í forkeppninni býðst að taka þátt í hönnunarkeppn- inni sjálfri. Að sögn Ingólfs Þór- issonar, formanns forvalsnefndar, er gert ráð fyrir að dómnefnd tilkynni vinningstillögu að nýjum Landspít- ala í júlí. Þá verður samið við það hönnuða- teymi sem hlutskarpast verður um að vinna frumhönnun spítalans og gera útboðsgögn fyrir einkafram- kvæmdarútboð. „Svo við erum bæði að leita að góðri hugmynd og góðum hönnuðum til að vinna með okkur áfram,“ segir Ingólfur. Mikill áhugi á hönnun nýs Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.