Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 23

Morgunblaðið - 16.01.2010, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETAKOSNINGAR verða í Úkraínu á morgun og stendur Vík- tor Janúkóvítsj, sem hefur helst stuðning í austurhluta landsins, best að vígi, ef marka má skoðanakann- anir. Júlía Tímósénkó forsætisráð- herra gæti þó veitt honum einhverja samkeppni en eitt er ljóst, að sögn stjórnmálaskýrenda: hin svonefnda appelsínugula bylting lýðræðissinna um áramótin 2004-2005 hefur nú runnið sitt skeið. Janúkóvítsj, sem einkum nýtur stuðnings þess fimmtungs þjóð- arinnar sem talar rússnesku, var þá kjörinn forseti. En lýðræðissinnar undir forystu Tímósénkó og núver- andi forseta, Víktor Jústsénkó, töldu að um svindl hefði verið að ræða og tókst með stuðningi almennings að fá kosninguna ógilta. Nú er almenn- ingur löngu búiinn að fá sig full- saddan á stanslausum deilum og valdabrölti Jústsénkós og Tímó- sénkó. Pólitískur leiði og andúð á spillingu og tækifærismennsku helstu leiðtoga hefur breiðst út. Þjóðin er auk þess ávallt klofin í afstöðu sinni til samskiptanna við Rússland. Í seinni heimsstyrjöld fögnuðu fjölmargir Úkraínumenn í vesturhlutanum innrás Þjóðverja 1941 og töldu að nú fengju þeir tæki- færi til að losna undan oki Rússa. Stjórnvöld í Lvív í vesturhlut- anum létu í fyrra reisa styttu til heiðurs þjóðernissinnanum Roman Sjúkevítsj. Hann var yfirmaður her- deildar sem nasistar þjálfuðu og eft- ir ósigur Þjóðverja hélt hann uppi vopnaðri andspyrnu gegn Rússum þar til sovéska leynilögreglan náði honum og tók hann af lífi. Hann er mikil hetja í vesturhlutanum en hat- aður í austri. Reuters Mótmæli Liðskonur femínista í Úkraínu, klæddar eins og vændiskonur, minna á spillingu frambjóðenda við húsakynni yfirkjörstjórnar í Kíev. Klofin þjóð kýs sér forseta Líklegt þykir að Janúkóvítsj sigri í Úkraínu í kosningunum á morgun og mun það kæta ráðamenn í Kreml Í HNOTSKURN »Rússar og Úkraínumennhafa deilt hart síðustu árin um verð á rússnesku gasi. Eru Rússar sakaðir um að reyna að hafa áhrif á úkraínsk stjórn- mál því að beita „gasvopninu“. »Megnið af gasi sem selt erfrá Rússlandi til Vestur- Evrópu fer um leiðslur í Úkra- ínu. Deilurnar geta því valdið miklum truflunum í allri álf- unni ef Rússar skrúfa fyrir gasið. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is eða í síma 411 1111. www.reykjavik.is Á vef Reykjavíkurborgar geta fasteignaeigendur: Skoðað álagningarseðil fasteignagjalda fyrir árið 2010 (eftir 25. jan. nk.) og alla breytingaseðla þar á eftir • afpantað álagningarseðla og breytingaseðla í pósti • skráð sig í boðgreiðslu fasteignagjalda • valið einn eða níu gjalddaga fasteignagjalda til 20. janúar 2010 • gefið upp reikningsnúmer ef til endurgreiðslu kemur • óskað eftir að fá senda greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir út til greiðenda, 18-67 ára. Fasteignagjöldin verða framvegis innheimt í heimabönkum, en jafnframt er bent á beingreiðslur hjá öllum bankastofnunum eða boðgreiðslur af greiðslukortum. Greiðendur fasteignagjalda athugið! Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftir- talinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. janúar 2010, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. janúar 2010 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. jan- úar 2010, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisauka- skatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kíló- metragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins og álögðum þing- og sveitar- sjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur tekju- skattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur, slysatrygginga- gjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af verslunar- og skrifstofuhús- næði, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddar vaxtabætur og útvarpsgjald. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 19.100 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.000 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, af- dreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimt- uúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2010 Tollstjóri Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á Ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyj- um Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.