Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 45
Dagbók 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Þekkir einhver kirkjuna? MEÐFYLGJANDI mynd sýnir kirkju, en hún hefur líklega verið tekin upp úr aldamót- unum 1900. Kannist einhver við þessa kirkju er hann beðinn að hafa sam- band við Jón í síma 551 2228. Lífeyrissjóðir ís- lensku þjóðarinnar LÍFEYRISSJÓÐIR landsins eru eign þjóð- arinnar. Ég tel að flestir landsmenn hafi greitt og greiði í dag iðgjald til lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðirnir hafa verið að fjárfesta á undanförnum ár- um bæði erlendis og innanlands. Sumt hefur heppnast vel, annað ekki. Nú hafa íslensk stjórnvöld reynt að fá lán útborguð frá útlönd- um og að mínu mati oft verið nið- urlægð á þeirri veg- ferð. Ég tel að þegar fulltrúar þjóðarinnar, hverjir sem þeir eru, mæta þannig fram- komu þá fái þjóðin öll sömu útreið. Nú finnst mér nóg komið og örugglega mörgum öðrum. Líf- eyrissjóðirnir í dag hafa ekki náð mikilli raunávöxtun und- anfarið, þannig að ég legg til að ríkið (þjóðin) fái lán frá lífeyrissjóð- unum í stað þess að liggja á fjórum fótum fyrir erlendum lánastofnunum. Ís- lenska þjóðin getur þá staðið upp- rétt og fær vextina sjálf. Jóhannes S. Guðmundsson vaktstjóri (67 ára). Ást er… … að þekkja alla svipi andlits hans. Velvakandi Það er forvitnilegt að lesa bókRagnhildar Gísladóttur og Steinunnar Þorvaldsdóttur um þorrann, þar á meðal kafla með við- tali við Halldór S. Gröndal, veit- ingamann á Naustinu, sem varð fyrstur til að bera fram þorramat. Þar kemur fram að ekki áttu allir jafn auðvelt með að nefna hrúts- pungana á nafn, eins og Halldór rifjar upp: „Ég man sérstaklega eft- ir einni fínni frú sem sneri sér að mér og sagði: „Gröndal, segðu mér hvar er þetta dónalega?“ Í bókinni stendur að hugtakið þorramatur hafi orðið til þegar Halldór fékk Helga Sæmundsson til að hjálpa sér við að auglýsa þorra- veitingarnar á Naustinu. Helgi orti þá vísu, sem festi hugtakið í sessi: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramaturinn þykir mér þjóðlegur og góður. Björn Ingólfsson á bakið í hjarns- kafli á morgungöngunni til að horfa upp í stjörnubjartan himin. „Maður sér þetta betur þegar kem- ur út fyrir götuljósin. Og gamla heimsmyndin opnaðist fyrir mér aftur“: Ég ligg hér á skafli og skynja að jörðin er flöt eins og skaparinn gerði hana. Fyrir það skulum við lof’ann. Á svarbláan himin er búið að gera göt. og glittir í ljósið og dýrðina þar fyrir ofan. Að lokum svarar Sigrún Haralds- dóttir fyrirspurn um heilsu Fúsa, sem borin var upp í síðasta þætti: Margt þarf við Fúsa að dedúa, að dilla honum hvorki má né snúa, hann upp þarf að skvera og olíubera því karl er með hnúska og hnéfúa. Vísnahorn pebl@mbl.is Af stjörnum og þorramat Bórisfrísa Eftir: Þorgrím Kára Snævarr Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Margir sendu lausnir á áramóta- krossgátunni. Lausnin kom fram í þremur ferskeytlum og fylgja þær hér á eftir: Sældarlífsins ofgnótt ein aldrei gefist hefur vel. Gnístran tanna, grátur, vein gagnslítið í örbirgð tel. Framundan er ferðin ströng fyrst að sjálfum þér skalt hlú. Auðveld lausn á þjóðar þröng þjöppum okkur saman nú. Þá mun lyftast brún og brá birtan okkur streyma að. Flóð og fjara víxlast á finnst víst engum til um það. Í gær var dregið úr svörunum og birtast nöfn vinningshafanna hér. Rúna Gísladóttir, Látraströnd 7, 170 Seltjarnarnesi, hlýtur bókina Vegur minn til þín eftir Matthías Johannessen. Björn Ingólfsson, Melgötu 10, 610 Grenivík, hlýtur bókina Skulda- dagar – Hrunið í grófum dráttum eftir Halldór Baldursson. Sævar Öfjörð Magnússon, Heimahaga 3, 800 Selfossi, hlýtur bókina Alltaf sama sagan eftir Þórarin Eldjárn. Vinningshafar geta vitjað bók- anna í móttöku Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, eða hringt og látið senda sér vinn- inginn. Lausn áramótakrossgátu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.