SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 30
30 31. október 2010
ystu nöf með líferni sínu og með eindæmum
að hann skuli hafa lifað það af. Bandaríski
skemmtikrafturinn Jay Leno velti því einu
sinni fyrir sér af hverju Bandaríkjamenn
gætu ekki smíðað flugvélar, sem þyldu
jafn mikið og Keith Richards.
Í heróínrússi
Á áttunda áratug liðinnar aldar var Rich-
ards orðinn heróínfíkill. Þegar platan
Exile On Main Street var tekinn upp
árið 1971 var hann í heróínrússi.
Gjaldþrot blasti við hljómsveitinni og
hún lokaði sig af í Frakklandi til að gera
plötuna. Richards vakti allan sólar-
hringinn á meðan aðrir voru ívið
reglusamari og sváfu til dæmis á
nóttunni. Richards ber Exile On
Main Street uppi og sagt er að
Jagger hafi ekki verið ánægð-
ur með það.
Næstu árin komst Rich-
ards ítrekað í kast við lög-
in. Hann ferðaðist um
með plastpoka
fullan af eit-
urlyfjum
og svaf
með byssu
undir
koddanum. Á
sama tíma tók
Jagger mál
hljómsveitarinnar fast-
ari tökum og gerði hana
að vel reknu fyrirtæki.
Í lok áttunda áratug-
arins tókst Richards að
losa sig úr viðjum
heróínsins og segist
nú hafa verið án
þess í 30 ár.
Hann var
tilbúinn að
Minningar
frá steinöld
Þegar sagt var frá því að ævisaga Keiths
Richards væri væntanleg var fyrsta spurningin
hvort hann myndi nokkuð. Bókin er mörg
hundruð síður og á kápunni gefur hann fyrirheit:
„Hvort sem þið trúið því eða ekki, ég man allt.“
Karl Blöndal kbl@mbl.is
taka aftur þátt
í að reka hljóm-
sveitina, en
Jagger svaraði
ítrekað: „Æi,
þegiðu, Keith.
Hættu þessu
kjaftæði.“
Richards segir að
þetta hafi verið „dálítið
áfall“ og bætir við: „Mick
hafði greinilega vanist því í milli-
tíðinni að vera herra Rolling Sto-
nes. Hann hafði engan áhuga á að
hleypa mér aftur inn. Mick vildi
vera góður í viðskiptum og
hann er það, en …“
Það varð hvellur þegar í ljós
kom að Jagger hafði samhliða 20 milljóna
dollara plötusamningi fyrir Rolling Stones
gert einnar milljónar dollara plötusamning
fyrir sjálfan sig um miðjan níunda ára-
tuginn. Richards skammaðist út í fé-
laga sinn og hneykslaðist á hon-
um fyrir að lifa lífi fína fólksins.
Sólóferill Jaggers komst hins
vegar aldrei á skrið og áð-
ur en áratugurinn var á
enda hringdi hann í
Richards og spurði
hvort ekki væri
rétt að hóa
Rolling
Stones
K
eith Richards, gítarleikari
hljómsveitarinnar The Rolling
Stones, er frummynd rokk-
tónlistarmannsins. Hann og
Mick Jagger eru gangverkið í einni fræg-
ustu og vinsælustu hljómsveit samtímans.
Rolling Stones voru allt, sem Bítlarnir
voru ekki. Ef Bítlarnir voru sætabrauðs-
drengirnir, þá voru Rolling Stones pöru-
piltarnir, lifðu hratt og brenndu kertið í
báða enda, heimur þeirra blanda af tón-
list, áfengi, eiturlyfjum og kvenfólki. Þeir
voru andbítlarnir. Þegar þeir komu í bæ-
inn læstu sómakærir foreldrar dætur sínar
inni.
Nú hefur Keith Richards ákveðið að op-
inbera sína sýn á lífið í fjölleikahúsinu. Í
liðinni viku kom út ævisaga hans. Life
heitir hún eða Líf og er James Fox með-
höfundur Richards að verkinu. Bókin var
farin að vekja umtal áður en hún kom út,
einkum vegna þess hvernig hann ber Mick
Jagger þar söguna. Jagger hefur ávallt ver-
ið sagður heilinn á bak við velgengni Roll-
ing Stones í viðskiptum, en Richards er
greinilega ekki alls varnað. Fyrir þremur
árum bauð hann upp réttinn til að gefa
ævisögu sína út á bókamessunni í Frank-
furt. Margir voru um hituna og upp úr
krafsinu hafði hann 5,5 milljóna evra fyr-
irframgreiðslu. Sagt er að forlagið hafi
viljað að bókin héti My Life. Richards mun
hafa strikað orðið mitt út.
Í einu viðtali lætur Richards að því liggja
að hann hafi heldur viljað fara í tónleika-
ferðalag en skrifa bók, en félagar hans í
hljómsveitinni hafi sagt nei. Jagger sér
sennilega eftir því núna.
Við fylltum upp í eyðurnar
Jagger og Richards eru frá Dartford,
smábæ fyrir utan London. „Allir frá Dart-
ford eru þjófar,“ skrifar Richards. „Það er
í blóðinu.“ Þar hittust þeir á brautarpalli
og smullu saman. Richards sá um undir-
bygginguna, hljómagangana og gítar-
riffin, Jagger um laglínurnar. Nafnið að
hljómsveitinni kom úr lagi með Muddy
Waters og sex vikum eftir að þeir byrjuðu
voru þeir orðnir frægir. Endanlega slógu
þeir síðan í gegn með (I Can’t Get No) Sat-
isfaction: „Bítlarnir gátu ekki tekið öll
sætin á vinsældalistunum. Við fylltum upp
í eyðurnar.“
Frægðinni fylgdi sukk og svall og
Richards var stórtækur. Eiturlyfjaneysla
dró Brian Jones til dauða skömmu eftir
að hann hafði verið rekinn úr hljóm-
sveitinni. Jimi Hendrix, Janis Joplin og
Jim Morrison fóru sömu leið. Breska tón-
listarblaðið New Musical Express birti
lengi vel lista yfir hvaða poppstjörnur
væru næstar á listanum. „Það var eini list-
inn, sem ég var efstur á í tíu ár. Satt að
segja varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum
þegar ég féll niður um nokkur sæti. Að
lokum lenti ég í níunda sæti. Guð minn
góður, nú er allt búið.“ Richards fór út á
Keith Richards í hljómsveitarrútunni
með hauskúpuhringinn á baugfingri.
Mick Jagger og Keith Richards við tökur á Exile On Main Street í Frakklandi
1971. Richards vakti heilu sólarhringana í heróínrús.
Reuters