Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 11

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 11
ÓHLÝÐNI OG AGALEYSI Á ÍSLANDI Á 17. OG 18. ÖLD miklu illvígari og langvinnari en þær sem þegar hefur verið getið. Þetta á að minnsta kosti við um deilur þeirra Jóns Egg- ertssonar klausturhaldara á Möðruvöllum og séra Þor- gríms Ólafssonar prests á staðnum. Upphaf þeirra var með þeim hætti aðjón neitaði tvo sunnudaga í röð að af- henda séra Þorgrími kirkju- lykla og neitaði honum einnig um messuvín svo prestur gat ekki útbýtt sakramenti til sóknarbarna sinna. Sjöunda sunnudag eftir Trinitatis árið 1667 kom síðan til handalög- mála milli Jóns og prests. Að sögn sjónarvotta lagði Jón hendur á séra Þorgrím tók um hans skegg og hristi hans höfuð, greip í öxlina á honum og hnykkti honum eftir sér, þar til presturinn varð nær flatur á jörðu, og kallaði þá til fólksins og bað það að hjálpa sér.29 Að auki kallaði Jón séra Þorgrím „helvítis svikara" og „sporhund" og sakaði hann um að hafa stolið frá sér víni. Að vonum þótti presti sér stórlega misboðið og neitaði að veita Jóni aflausn. Jón vildi ekki sætta sig við það og krafðist þess af Gísla Þorláks- syni biskupi að sér yrði veitt aflausn. Biskup neitaði og kvað ómögulegt að þola svona „hryðjuverk.“30 Séra Þor- grímur Ólafsson og Gísli Þor- láksson biskup höfðu mikla mæðu af deilum sínum við Jón Eggertsson. Þær stóðu í mörg ár og snérust um ýmis- legt fleira en framkomu hans við séra Þorgrím. Jón klaustur- haldari var að vísu höfðingi og því geta deilurnar ekki talist dæmigerðar, en þær sýna þó hvers konar virðing- arleysi prestar máttu þola. UPPNEFNI Yfirvöld voru ekki ein um að vera umhugað um æru sína. Allur almenningur lét sig heið- ur og orðspor miklu skipta. Orðspor skipti máli fyrir fólk, því sá sem hafði á sér vont orð átti það fremur á hættu að lenda í vandræðum en aðrir. Ef maður sem var orðaður við þjófnað kom fyrir rétt gat orð- spor hans ráðið niðurstöðu dóms. Yfirvöld reyndu sjálf að fylgjast með orðspori hvers og eins með því til dæmis að láta ferðalanga bera vitnisburðar- seðla frá prestum eða hrepp- stjórum. Landsmenn höfðu ýmsar að- ferðir við að móðga náung- ann. Að uppnefna var nokkuð algeng aðferð. Svo er að sjá sem sumir, einkum vinnufólk, hafi ekki getað látið hjá líða að hnýta í húsbændur eða aðra samferðamenn. Annað hvort þá af hreinni stríðni eða til að koma höggi á óvildar- menn. Guðrún Pétursdóttir frá Fróðastöðum í Hvítársíðu í Mýrasýslu var dæmd á Sám- stöðum í sömu sveit 3- júlí 1678 fyrir uppnefni. Málinu var vísað til alþingis sama ár þar eð sýslumaöurinn Jón Sig- urðsson yngri vildi fá úr því skorið hversu alvarlega bæri að líta á brot þessarar tegund- ar. Lögréttan svaraði með þeim orðum að þau fyrrgreind aukanöfn af Guðrúnu meðkennd séu á nokkurn hátt til óvirðingar, hneyksla og hæðni við góða menn, og svoddan ó- knyttalegt athæfi og land- inu ófrægilegt megi engan veginn strafflaust fram fara öðrum til eftirdæma, og því skuli fyrrtéð Guðrún Pétursdóttir líða alvarlega refsing líkamlega...31 Auk þess var sýslumanni gert skylt að grennslast fyrir um hvort fleiri uppnefni væru á lofti. Með athæfi sínu var Guð- rún að hæðast „við góða menn.“ Það var líka það al- varlega við uppnefni, með þeim var verið að ráðast gegn Biskup neitaði og kvað ómögulegt aö þola svona „hryðju- verk. “ Það var einkum á héraös- og manntalsþingum sem íslenskir almúgamenn voru staðnir að þvi aö hreyta ónotum i embættismenn landsins. Hér setur sýslumaður Árnesinga héraðsþing snemma á 17. öld. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.