Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 52

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 52
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON hreyttir. Sú kynslóð sem fædd- ist „á mölinni" í Reykjavík og ólst þar upp skynjaði ekki bernskuslóðir foreldranna sem eigin ættbyggð. Erfiðlega gekk því að brúa bilið milli heima- haga hinna eldri og ungdóms- ins sem steig sín fyrstu spor í höfuðborginni. Aðstæðurnar voru harla ólíkar og æskufólk- ið þurfti ekki á sambandi við átthaga foreldranna að halda til þess að líða vel í höfuð- borginni. Það kynntist Reykja- vík á annan hátt en þeir sem fluttu til bæjarins um miðbik aldarinnar og hafði takmark- aðan áhuga á kvöldvökum í baðstofustíl, harmónikkutón- list, gömlu dönsunum og anda ungmennafélaganna. „Og því miður er áhugi sá og tilfinning sem áður einkenndi átthagafé- lögin síst hinn sami og áður var, meðan íslendingar voru að mestu sveitafólk fóstrað í faðmi fjarða og dala.“53 í sam- anburði við þá eldri var Reykjavík heimabyggð unga fólksins, sem sleit barnsskón- um í borginni eftir 1960. Hún nálgaðist að vera átthagar þess á sama hátt og hinar dreifðu byggðir voru í huga hinna eldri. Æskulýðurinn tók þátt í að móta hina nýju hætti þéttbýlisins, tamdi sér annars konar viðhorf og viðmót en foreldrarnir. Borgarlífið fang- aði hugann. Fjárgötutroðning- ur á ættarslóðum varð flestum fjarlægur er á leið „og lítils- virði á við breiðgötu borgar. Og norðurljós yfir blánandi heiðum og stjarna yfir hádeg- ishnúk“ hurfu í skuggann fyrir skínandi rafljósum borgarinn- ar. „Og bærinn við hlíðarfót, sem fyrrum brosti hvít tsvoj með stofuþil, er nú ekki ann- að en barnaleg hugsýn og brosleg samanborið við blokk- ir og háhýsi, „villur" og raðhús nýtísku arkitekta og nýríkra betriborgara.“54 Þögn átthag- anna hvarf í harki þysmikilla stræta. Ástríða átthagaástarinn- ar dvínaði, elli kerling herjaði á, og margir þeirra sem stóðu Er fram liöu stundir hækkaöi meöalaldur fólks í átthagafélögunum verulega. Afkomendurnir, unga fólkiö, haföi takmarkaöan áhuga á starfsemi þeirra. Ástríöa átthagaástar- innar dvínaöi, elli kerling herjaöi á, og margir þeirra sem stóöu aö stofnun elstu átthagafélag- anna týndu tölunni eöa voru aö meira eöa minna leyti úr leik á áttunda og níunda áratugnum. að stofnun elstu átthagafélag- anna týndu tölunni eða voru að meira eða minna leyti úr leik á áttunda og níunda ára- tugnum. Unga fólkið þekkti ekki til brautryðjendanna sem áttu eldmóð upphafsins og átti ekki þær minningar sem kyntu undir loga átthagaástar- innar í hugum innflytjendanna á sinni tíð. Vissulega var unga kynslóðin talin mannvænleg og því fagnað að hún bjó við betri kjör og aðstæður en for- verarnir, en sumum þóttu á- hrif borgarinnar á mótun og menningu æskunnar ekki alls kostar góð ef Reykvíkingar framtíðarinnar yrðu upp til hópa heimsborgarar. Harmað var hversu tilfinning fólksins, einkum hinna yngri, virtist hafa dofnað gagnvart átthög- um sínum og heimabyggð. „En er þá ekki einmitt sú hætta við borð að ættjarðarást íslendingsins slævist og deyi brott, og hann geti eins átt heima á breiðgötu heimsborg- ar og í dal sínum, firði eða strönd,“ var spurt, og síðan haldið áfram:55 Einstaklingseinkenni og persónuleiki hverfur og slípast af í verksmiðjum, skóla og stefna, tísku og tildurs, og eftir verður átt- hagalaus Islendingur. Að vísu verður þar heimsborgari, en varla ís- lendingur, því síður Breið- firðingur framar. Það hefur auðvitað kosti að vera heimsborgari. En heims- borgarinn verður því aðeins maður manngildis og þroska að hann varðveiti upphaf silt og skapgerð, „síns heimalandsmót“, „- geymi síns sjálfs“ eins og skáldin orða það. Veröldin verður fátækari, mannlífið hefur minna gildi, ef allir eða flestir verða steyptir í sama mót, heflaðir og pússaðir líkt og hlutir unnir í sömu vél, gervimenn, sem elska ekk- ert sérstakt, án upphafs og endis, án staðar og tíma í tilverunni, ef svo mætti segja. Viðhorf af þessu tagi í garð „hins nýja Reykvíkings" og 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.