Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 52
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
hreyttir. Sú kynslóð sem fædd-
ist „á mölinni" í Reykjavík og
ólst þar upp skynjaði ekki
bernskuslóðir foreldranna sem
eigin ættbyggð. Erfiðlega gekk
því að brúa bilið milli heima-
haga hinna eldri og ungdóms-
ins sem steig sín fyrstu spor í
höfuðborginni. Aðstæðurnar
voru harla ólíkar og æskufólk-
ið þurfti ekki á sambandi við
átthaga foreldranna að halda
til þess að líða vel í höfuð-
borginni. Það kynntist Reykja-
vík á annan hátt en þeir sem
fluttu til bæjarins um miðbik
aldarinnar og hafði takmark-
aðan áhuga á kvöldvökum í
baðstofustíl, harmónikkutón-
list, gömlu dönsunum og anda
ungmennafélaganna. „Og því
miður er áhugi sá og tilfinning
sem áður einkenndi átthagafé-
lögin síst hinn sami og áður
var, meðan íslendingar voru
að mestu sveitafólk fóstrað í
faðmi fjarða og dala.“53 í sam-
anburði við þá eldri var
Reykjavík heimabyggð unga
fólksins, sem sleit barnsskón-
um í borginni eftir 1960. Hún
nálgaðist að vera átthagar
þess á sama hátt og hinar
dreifðu byggðir voru í huga
hinna eldri. Æskulýðurinn tók
þátt í að móta hina nýju hætti
þéttbýlisins, tamdi sér annars
konar viðhorf og viðmót en
foreldrarnir. Borgarlífið fang-
aði hugann. Fjárgötutroðning-
ur á ættarslóðum varð flestum
fjarlægur er á leið „og lítils-
virði á við breiðgötu borgar.
Og norðurljós yfir blánandi
heiðum og stjarna yfir hádeg-
ishnúk“ hurfu í skuggann fyrir
skínandi rafljósum borgarinn-
ar. „Og bærinn við hlíðarfót,
sem fyrrum brosti hvít tsvoj
með stofuþil, er nú ekki ann-
að en barnaleg hugsýn og
brosleg samanborið við blokk-
ir og háhýsi, „villur" og raðhús
nýtísku arkitekta og nýríkra
betriborgara.“54 Þögn átthag-
anna hvarf í harki þysmikilla
stræta. Ástríða átthagaástarinn-
ar dvínaði, elli kerling herjaði
á, og margir þeirra sem stóðu
Er fram liöu stundir hækkaöi meöalaldur fólks í átthagafélögunum verulega. Afkomendurnir, unga
fólkiö, haföi takmarkaöan áhuga á starfsemi þeirra.
Ástríöa átthagaástar-
innar dvínaöi, elli
kerling herjaöi á, og
margir þeirra sem
stóöu aö stofnun
elstu átthagafélag-
anna týndu tölunni
eöa voru aö meira
eöa minna leyti úr leik
á áttunda og níunda
áratugnum.
að stofnun elstu átthagafélag-
anna týndu tölunni eða voru
að meira eða minna leyti úr
leik á áttunda og níunda ára-
tugnum. Unga fólkið þekkti
ekki til brautryðjendanna sem
áttu eldmóð upphafsins og átti
ekki þær minningar sem
kyntu undir loga átthagaástar-
innar í hugum innflytjendanna
á sinni tíð. Vissulega var unga
kynslóðin talin mannvænleg
og því fagnað að hún bjó við
betri kjör og aðstæður en for-
verarnir, en sumum þóttu á-
hrif borgarinnar á mótun og
menningu æskunnar ekki alls
kostar góð ef Reykvíkingar
framtíðarinnar yrðu upp til
hópa heimsborgarar. Harmað
var hversu tilfinning fólksins,
einkum hinna yngri, virtist
hafa dofnað gagnvart átthög-
um sínum og heimabyggð.
„En er þá ekki einmitt sú
hætta við borð að ættjarðarást
íslendingsins slævist og deyi
brott, og hann geti eins átt
heima á breiðgötu heimsborg-
ar og í dal sínum, firði eða
strönd,“ var spurt, og síðan
haldið áfram:55
Einstaklingseinkenni og
persónuleiki hverfur og
slípast af í verksmiðjum,
skóla og stefna, tísku og
tildurs, og eftir verður átt-
hagalaus Islendingur.
Að vísu verður þar
heimsborgari, en varla ís-
lendingur, því síður Breið-
firðingur framar. Það hefur
auðvitað kosti að vera
heimsborgari. En heims-
borgarinn verður því aðeins
maður manngildis og
þroska að hann varðveiti
upphaf silt og skapgerð,
„síns heimalandsmót“, „-
geymi síns sjálfs“ eins og
skáldin orða það.
Veröldin verður fátækari,
mannlífið hefur minna
gildi, ef allir eða flestir
verða steyptir í sama mót,
heflaðir og pússaðir líkt og
hlutir unnir í sömu vél,
gervimenn, sem elska ekk-
ert sérstakt, án upphafs og
endis, án staðar og tíma í
tilverunni, ef svo mætti
segja.
Viðhorf af þessu tagi í garð
„hins nýja Reykvíkings" og
50