Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 89

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 89
Sveinbjörn Rafnsson Vísindaleg sagnfræði og listir Er sagnfræði vísinda- grein eða listgrein? Svarið við þessari spurningu er auðvitað undir þvi komið hvað talið er vís- indagrein og hvað listgrein. Sagnfræði sem háskólagrein er vísindagrein. Hún ber öll þau einkenni sem skilgreina vís- indi: hún hefur ákveðið svið eða viðfangsefni, ákveðin markmið eða spurningar að glíma við og sérstakar tilteknar aðferðir. I vísindalegri sagn- fræði er beitt tæknilegum að- ferðum heimildagagnrýni og unnið í anda hlutlægni (heið- arleika, óhlutdrægni og vilja til að að setja persónulegar til- finningar skör lægra stað- reyndum sem slegið hefur ver- ið föstum). Einnig einkennir vísindalega sagnfræði vitund um tímaskekkjur (anakrón- isma), þ.e. um grundvallarmun á fortíð og nútíð, og ákveðinn skilningur á veraldlegu orsaka- samhengi. Vísindaleg sagn- fræði nútímans er auðvitað sögulegt fyrirbæri, hún var t.d. ekki til á miðöldum. En getur þá sagnfræði hugs- anlega verið listgrein? I fornöld var saga sjaldan langt undan í iökun hinna frjálsu lista (artes liberales: málfræði, mælskulist, rökfræði, reikning- ur, tónlist, flatarmálsfræði, stjörnufræði) en þær voru oft stundaðar af frjálsum borgur- um sem ekki þurftu að vinna fyrir sér með höndunum. And- stæða þeirra voru smíðalistir eða handverkslistir (artes mechanicae), oft stundaðar af ánauðugu fólki sem vann fyrir sér með höndunum og var lit- ið niður á af hinum. Klerkar miðalda tóku hinar frjálsu listir í arf og létu þær þjóna guðsdýrkun sinni, og saga var einnig með í hinum trúarlegu viðhorfum. í skjóli klerkanna urðu vísindi Vestur- landa til, en í nánum tengslum við handverk og smíðar evr- ópskrar borgarstéttar sem fyrst kom fram á miðöldum. Á síð- ustu fjórum til fimm öldum hefur orðið mjög flókin þróun í sögu Vesturlanda, og nær á okkar tímum svo víða að kalla má hana heimssögulega. Hin svokallaða vísindabylting á 16. og 17. öld gjörbreytti viðhorf- um margra menntamanna í þekkingarefnum, með upplýs- ingunni á 18. öld færðu þeir enn út kvíarnar í þekkingaröfl- un og hin nýja þekking tók að breiðast út í samfélögum Vest- urlanda. Árangurinn varð m.a. að gömul mótsetning hinna fornu lista hvarf: þekkt er orð- ið hið farsæla hjónaband vís- inda og tækni. Jafnframt mót- uðust ýmsar vísindagreinar nú- tímans, þar á meðal vísindaleg sagnfræði, og staða lista í sam- félögum Vesturlanda gjör- breyttist. Þetta einfalda yfirlit skýrir kannski að einhverju leyti hve erfitt er að finna nútímalist fast skilgreindan stað í samtíma okkar. Svo virðist sem breyt- ingarnar hafi orðið svo djúptækar og gangi okkur svo nærri að við hvorki skiljum þær né skynjum að öllu leyti. Gamlar hugmyndir, sem Leopold von Ranke (1795-1886), olt nefndur faöir vísindalegrar sagnfræði. Sagnfræöi sem há- skótagrein er vísinda- grein. Hún ber öll þau einkenni sem skil- greina vísindi: hún hefur ákveöiö sviö eöa viðfangsefni, á- kveðin markmið eða spurningar aö giíma viö og sérstakar til- teknar aðferöir. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.