Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 31
Sagnfræði hefur sjálfstætt
menningarlegt gildi engu síð-
ur en bókmenntir og listir.
Hún á bæði sinn þátt í að við-
halda menningu okkar og vit-
und okkar sem þjóðar. Hald-
reipið í öllum vangaveltunum
um tilgang greinarinnar hefur
alltént verið, að sagnfræði
hefði gildi fyrir íslenska menn-
ingu.
I menningarþáttum ljósvaka-
miðla er hins vegar nær aldrei
fjallað um sagnfræðirit. Af
þeirri þögn hlýt ég að draga
þá ályktun að dagskrárstjór-
arnir líti ekki á sagnfræðiverk
sem hluta af menningu ís-
lensku þjóðarinnar. Það er
skýr menningarpólitík að snið-
ganga greinina.
Ástæðulaust er að firra sagn-
fræðinga ábyrgð á þessu mati,
við eigum sjálf sök í þessu
máli. Forgöngumenn annara
fræði- og listgreina eru hugs-
anlega duglegri að koma sínu
efni á framfæri. Þrýstingur á
fjölmiðlafólk er greinilega
gríðarlegur. Ef við höldum
ekki sjálf grein okkar á lofti er
varla hægt að búast við því af
öðrum. Auðvitað gildir það
jafnt um sagnfræðinga og fjöl-
miðlamenn að þeir verða að
bera sig eftir björginni. Þeir
fyrrnefndu eru örugglega ekki
góður þrýstihópur en þeir síð-
arnefndu eru e.t.v. að sama
skapi of leiðitamir ýmsum
grátkórum.
Dagblöðin sinna sagnfræð-
inni mest allra miðla. Þar birt-
ast alloft viðtöl við sagnfræð-
inga en langmest er fjallað um
greinina í svokallaðri gagn-
rýni. Með því að skoða hefti
Miðlunar um Bcekur og bóka-
útgáfu má draga upp helstu
einkenni þeirrar rýni, koma í
veg fyrir vöðvabólgu og spara
tíma.
Við hljótum að virða gagn-
rýnendum og blaðamönnum
til vorkunnar hve mörg ritverk
hellast yfir þá á skömmum
tíma. Flestar bækur sem gefn-
ar eru út hér á landi - og þær
skipta hundruðum - koma út
síöustu sex til átta vikurnar
fyrir jól. Lunginn úr allri bók-
sölu er dagana fyrir jól. Gagn-
íýni á sagnfræðirit birtist oftast
seint, gjarnan þegar bókaver-
tíðinni er um það bil að ljúka
eða jafnvel j^egar lokið.2 En
lengi er von á einum þegar
sapnfræðin á í hlut.
I Dagskrá sem kemur út á
Selfossi var í janúar 1989 fjall-
að um sagnfræðirit, í greinar-
flokki sem ber heitið „Skrifað
um bækur“, og ber öll ein-
kenni hefðbundinnar blaða-
gagnrýni. Verkið sem j^arna
var veriö að fjalla um var
Saga íslands /, sem kom út
fyrir 16 árum eins og kunnugt
er. Sagnfræðirit sem ekki
koma út í jólamánuðinum
hafa enga tryggingu fyrir því
að gagnrýni birtist snemma.
Þau bíða jafnvel dóma svo
mánuðum skiptir.3
HVERJIR
SKRIFAUM
SAGNFRÆÐIRIT?
Gagnrýnendur úr hópi sagn-
fræðinga eru fáir. Flestir skrifa
þeir aðeins einn til tvo dóma
á hverri vertíð. Fyrir jól 1988
birtust t.a.m. tveir dómar eftir
Sigríði Th. Erlendsdóttur. Þær
Kristín Ástgeirsdóttir og Þór-
unn Valdimarsdóttir skrifuðu
sinn hvor og Gísli Ágúst
Villumeistari að störfum.
í menningarþáttum
Ijósvakamiðla er hins
vegar nær aldrei fjallað
um sagnfræðirit. Af
þeirri þögn hlýt ég að
draga þá ályktun að
dagskrárstjórarnir líti
ekki á sagnfræðiverk
sem hluta af menningu
íslensku þjóðarinnar.
29