Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 92

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 92
Sögulegar „staðreynd- ir“ geta aldrei oröiö annaö en túlkunarat- riöi, og vísast eru þeir sagntræöingar ending- arbestir sem mest eiga hugarflugiö og sköpunargáfuna. mennska reynslu. Hann telur með öðrum orðum að slungin og margræð ritlist geti boðið fram lykil sem ljúki upp harð- læstum tughúsdyrum tungunn- ar og færi menn feti nær veru- leikanum. Þessi kenning kann að þykja hörð og þaráofan langsótt, en skyldi ekki vera sannleikskom í henni? Það verður kannski ljósara ef við berum saman þrjá ólíka tjáningarmiðla, munnlega frásögn, skrifaðan eða prentaðan texta, og ljós- mynd eða sjónvarpsþátt. Þessir miðiar tjá eða öllu fremur túlka veruleikann með gerólík- um hætti, og vant að sjá hver þeirra fer næst veruleikanum. Talað mál og ritað gefur að vísu samfelldari eftirlíkingu veruleikans en ljósmynd eða kvikmynd, en í öllum tilvikum er um að ræða túlkun á því sem liggur handanvið mál og mynd. Sá miðill hefur ekki enn verið fundinn upp, að hann fái tjáð líðandi andrá í ölium sínum óendanlega margbreytileik, hvaðþá að hægt sé að tjá samfellda röð andartaka. Þessu til dæmis má taka hversdagslegt atvik einsog bílslys sem tíu manns verða vitni að. Enginn viðstaddra mun lifa atburðinn með sama hætti og hinir, og borin von að frásögnum sjónarvotta beri saman nema í einstökum meira eða minna þungvægum atrið- um. Og það sem meira er: hver frásögn eðlisbreytir því sem gerðist; það verður saga, ann- arskonar fyrirbæri mennskrar reynsiu en sjálfur atburðurinn. Mannkynssöguna og ís- landssöguna er látlaust verið að endursemja samkvæmt þeim viðteknu sannindum, aö hver tími útheimti sína sér- stöku túlkun á sögulegum við- burðum og samhengi þeirra. Sumir haida þaö stafa af því, að sífellt séu að koma framí dagsljósið nýjar og haldbetri heimildir. Það er ekki nema mjög óverulegur þáttur í rit- gleði sagnfræðinga. Hitt er sönnu nær, að sagan sjálf sé alltaf að breytast afþví veröld- in breytist og við lítum liðinn tíma öðrum augum en áar okkar. Sögulegar „staðreyndir“ geta aldrei orðið annað en túlkunaratriði, og vísast eru þeir sagnfræðingar endingar- bestir sem mest eiga hugar- flugið og sköpunargáfuna. Snorri Sturluson er viður- kenndur afðurðasagnfræðing- ur af því hann leyfði sér að skálda í skörðin að eigin geð- þótta og ljá sundurlausu kraðaki sögunnar röklegt sam- hengi, enda er Heimskringla ekki síður stórbrotið skáldverk en söguleg heimild. Þúkýdídes þykir traustari sagnfræðingur en Heródótos, sem lét gamm- inn geisa og allt fljóta með, en bók Þúkídídesar um Peóps- skagastríðið er ekki síður merkilegt skáldlegt afrek en rit Heródótosar, þó hann haldi sér meir við „staðreyndir" en starfsbróðir hans. Með þessum orðum má virðast sem ég leggi skáldskap og sagnfræði að jöfnu, og hef- ur einhvern tíma meiru verið logið. Ég er semsé þeirrar skoðunar, að skáldlegt innsæi, dirfska og sköpunargáfa séu eigindir sem séu sagnfræðing- um engu síður nauðsynlegar en þeim sem skáldverk semja, afþví hinn sögulegi „veruleiki“, sem er hráefni sagnfræðinnar, verði því aðeins merkingar- bær, að hann sé endurskapað- ur og túlkaður samkvæmt lög- málum bókmenntanna. Þau eru, þegar öll kurl koma til grafar, einu lögmálin sem gera ritað mál læsilegt og Ijá því al- menna skírskotun. Sú firra, að þurr upptalning „staðreynda" fari nær söguleg- um sannleika og geri sagn- fræðirit traustara og trúverð- ugra en andrík og persónuleg frásögn, á vonandi ekki lengur uppá pallborðið hjá sagnfræð- ingum. Sögulegur sannleikur er ákaflega afstætt hugtak og verður naumast skilinn frá per- sónulegri túlkun á því sem á að hafa gerst. íslandsklukkan er áreiðanlega betri sagnfræði en flest eða allt sem fært hefur verið í letur um íslenskt mann- líf kringum aldamótin 1700, einfaldlega vegna þess að hverskyns túlkun á liðnum tíma er í eðli sínu skáldskapur, og af því leiðir að innblásinn og fjörlegur skáldskapur er betri en andlítill eða dauflegur skáldskapur, sem hefur á sér yfirskin sannfræðinnar. Því vildi ég sagt hafa við ís- lenska sagnfræðinga: Skáldið bara hver sem betur getur í þeirri vissu, trú eða tálvon, að sannindin sem þið hafið fram að færa eigi erindi við samtím- ann, en verði endurmetin og trúlega hrakin af næstu kyn- slóð - nema svo giftusamlega takist til, að þið náið flugi Snorra eða Halldórs Laxness! 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.