Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 4

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 4
NÝ SAGA. Tímarit Sögufélags, 4.árg. 1990 Útgefandi Sögufélag Garðastræti 13 b 101 Reykjavík s: 14620 Pósthólf 1078 R 121 Prentað á íslandi 1990 ISSN 1010-8351 Ritstjórn: Gunnar Þór Bjarnason Umbrot og forsíða: GIH-Auglýsingateiknistofa Filmuvinna og setning: Offsetþjónustan Prentun og bókband: Oddi Letur: Meginmál: Garamond 9° á 10° fæti. Fyrirsagnir: Garamond 27°. Millifyrirsagnir: Garamond: 12°. Heiti höfunda: Helvetica 14°. Myndatextar: Helvetica 8° á 9° fæti. Áhugavakar: Helvetica 8° á 9° fæti. Pappír: Ikonofix, matt, 115 gr. Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í ritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi höfundar. Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu Islands, heimildarrit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritin Sögu og Nýja sögu. Félagsmenn eru þeir sem greiða áskriftarverð tímaritanna, og þeir fá bækur Sögufélags með 10-20% afslætti af útsöluverði. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn eða hafa efni fram að færa í tímaritin geta snúið sér til skrifstofu og afgeiðslu Sögufélags að Garðastræti 13b. UV'T: ■ 414410 TIL LESENDA Hafa sagnfræðingar sofnað á verðinum? Hafa þeir vanrækt sjónvarp og kvikmyndir og eftirlátið fjölmiðlafólki og fúskurum aðalhlutverkið við að móta viðhorf fólks til fortíðarinnar? í þættinum Sjón og saga er rætt við danska sagnfræðinginn Karsten Fledelius um kvikmyndir og sagnfræði og þar fullyrðir hann að ekkert eigi eins stóran þátt í að móta söguskoðun fólks og sjónvarpið. Með því að sniðganga þennan áhrifamikla miðil séu sagnfræðingar að skorast undan þeirri „ábyrgð sem þeir bera á því að fortíðin sé meðhöndluð af heiðarleika og skynsemi." Margt fleira athyglisvert kemur fram í viðtalinu við Fledelius sem ætti að vekja til umhugsunar alla þá senr láta sig sögu og samtíð einhverju varða. Sama mætti reyndar segja um fleiri greinar því almennar hugleiðingar um sögu og sagnfræði setja töluverðan svip á þetta hefti. Margrét Guðmundsdóttir tekur til umfjöllunar gagnrýni um sagnfræðirit í fjölmiölum og Magnús Þorkelsson veltir fyrir sér hvernig komið sé fyrir sögunni sem kennslugrein og hvernig auka megi veg hennar og virðingu í skólum landsins. í þættinum Skiplar skoðanir leitast fjórir höfundar við að svara þeirri spurningu hversu mikið sagnfræðin á sammerkt með listum og sýnist þar sitt hverjum. Loks ber að nefna hugvekju Gunnars Harðarsonar um tungutal íslenskra bókmennta þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi latínu og dönsku í íslenskri menningarsögu. Hér verður ekki minnst sérstaklega á aðrar greinar en allt er efni þessa árgangs vonandi til marks um þá viðleitni útgefanda Nýrrar sögu að færa sögu og sagnfræði nær almenningi. Áhugi á sögu blundar í öllum og það er mest undir þeim komið sem sinna sagnfræðilegum rannsóknum og miðlun sögulegs efnis hvort tekst að glæða þann áhuga. Síöastliðinn janúar lést í Reykjavik Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingur, aðeins 33 ára að aldri. Þar sér íslensk sagnfræði á eftir frábærum liðsmanni. Kostir Ólafs sem fræðimanns birtast skýrast í riti hans Iðnbylting hugarfarsins, átök um atvinnuþróun á íslandi 1900- 1940 sem kom út árið 1988. Ólafur var eldhugi mikill og í rannsóknum sínum knúinn áfram af þeirri sannfæringu að sagan ætti brýnt erindi við samtímann. Um það geta lesendur sannfærst við lestur ófullgerðrar greinar hans, „Sósíalismi í anda frjálshyggju?", sem birtist í þessu hefti. Hann var einn þeirra sem átti Joátt í að hleypa Nýrri sögu af stokkunum fyrir þremur árum. Þessi árgangur Nýrrar sögu er helgaður minningu Ólafs Ásgeirssonar sagnfræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.