Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 29

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 29
DIGBYBAGALUNN, ÍSLENSK USTASMÍÐ þeirra sem vitað er að ferðað- ist hingað á þessum árum hafi tengst Digby fjölskyldunni.2' Sir Joseph Banks kemst næst því að tengjast Digbyunum því báðar fjölskyldurnar eru ættaðar frá Dorset. Þetta segir að sjálfsögðu ekki alla söguna því aðeins fáir þeirra sem hingað ferðuð- ust skrifuðu endurminningar sínar og enn færri gáfu þær út. Það er því ekki útilokað að einhver Digbyanna eða fólk þeim tengt hafi slæðst hingað á áðurnefndu tímabili þó ekki finnist um það ritaðar heimildir. Ekki er heldur ó- hugsandi að bagallinn hafi borist til Englands i gegnum önnur lönd því næsta lítil tengsl voru rnilli íslands og Englands eftir að ensku öld- inni lauk og þar til Sir Joseþh Banks og félagar komu til landsins, ef frá er talið versl- unarævintýri þeirra Bjarna Hallgrímssonar, Sigurður Ingi- mundarsonar og nokkurra annara á 17. öld. Hvernig sem það nú var þá verður ferill Digbybagalsins á- fram óráðin gáta þar til eitt- hvað nýtt kemur fram sem bregður ljósi á málið. Senni- legast er að biskupinn sem prýðir bagalskrókinn ásamt Olafi helga sé annað hvort heilagur Þorlákur eða Jón Ögmundarson höfuðdýrlingur Norðlendinga. Auðvitað kem- ur Guðmundur góði einnig til greina en þó finnst mér lík- legra að Jóni hafi verið skip- aður þessi virðingarsess sé bagallinn frá Hólakirkju kom- inn. Það má líka ímynda sér, ef biskupinn á að vera heilagur Þorlákur, að þetta sé andlits- mynd sem ber nokkurt svip- mót af honunt. Við skulum ekki gleyma því að helgi Þor- láks biskups kom upp skömmu eftir að hann dó þannig að ekkert mælir á móti því að gerðar hafi verið helgi- myndir sem báru svipmót af honum og að þessar myndir Það erþví ekki úti- iokaö að einhver Dig- byanna eða fóik þeim tengt hafi slæöst hingað á áðurnefndu tímabili þó ekki finnist um það ritaðar heimildir. Hvernig sem það nú var þá verður ferill Digbybagaisins áfram óráðin gáta þar til eitt- hvað nýtt kemur fram sem bregður Ijósi á málið. hafi varðveist í þau rúm 150 ár sem liðu frá því að Þorlák- ur var tekinn í heilagra manna tölu og þar til bagallinn var gerður og þær síðan verið notaðar sem fyrirmyndir að öðrum helgimyndum af hon- um. En nú er sagnfræðingur- inn kominn á hálan ís svo lik- lega er best að linni. LOKAORÐ í þessu greinarkorni þykist ég hafa sýnt framá að Digbyba- gallinn sé að öllum líkindum íslensk smíð en ekki norsk og trúlega verið í eigu annars hvors íslenska biskupsstólsins. Ef að líkum lætur er bisk- upinn á baglinum annað hvort Þorlákur Þórhallsson eða Jón Ögmundarson. Bagallinn hef- ur sennilega flækst til Bret- landseyja á tímabilinu frá því um siðbreytingu og fram á 19. öld. Niðurstaða j^essarar athug- unar hlýtur vekja upp þá spurningu hvort fleiri gripir í erlendum söfnum sem hingað til hafa verið taldir af skandinavískum uppruna séu í raun íslenskir. TILVÍSANIR 1. „Head of a Pastoral Staff. On one side St. Olaf, King of Norway, and on the other a bishop, variously identified as St. Thorlak of Iceland, Bishop of Skálholt, St, Eskill of Strángnas, St. Henry of Uppsala, or St. Willehad of Bremen. Walrus ivory with traces of gilding and restored with bone. Norwegian or Danish, middle of the 14. th century. The bone restoration is of later date. Lent By Mr. S. Wingfield Digby.“ 2. Bréf frá Paul Williamson safnveröi í Victoríu- og Albertssafninu til höf- undardagsett 1. september 1989. 3. Björn Th. Björnsson: íslenzka teikni- bókiti t Ártiasafni. Rv. 1954. bls. 97. 4. Sama rit: bls. 36. 5. Sama rit: bls. 23, 90 og 128. 6. Selma Jónsdóttir: Lýsitigar Helga- staðabókar. Helgastaðabók Perg. 4to Nr. 16 Reykjavík 1982 bls. 107. 7 Sama rit: bls. 108. 8. Selma Jónsdóttir: Lýsingar í Stjórn- arhandriti. Reykjavík 1971. bls 67 9. Middelalderkunst fra Norge i atidre latide. Oslo 1972. bls. 46. 10. Knut Berg: Digby-staven. Norsk benskurd fra middelalderen? Kunst og kultur Oslo 1957 bls. 224. 11. Biskupasögur 1. Kaupmannahöfn 1856. bls. 143. 12. Biskupar voru ekki einir um aö bera bagla. Ábótar og abbadísir báru þá einnig sem embættistákn og eru til heimildir um aö klaustrin hafi átt þó nokkra bagla. Sjá nánar. D.I. II. bls. 738. D.l. III. bls. 213 og 718. DI. IV. bls. 170. og 238. D.I. IX. bls. 190, 305 °g 313. 13. D.I. III. bls. 612. 14. D.I. IX. bls. 296 - 97. 15. D.l. XI. bls. 850. 16. D.I. XV. bls. 214. 17. Bréf frá Símoni Wingfield Digby til höfundar dagsett 25. maí 1989. 18. Tveir bæir á Englandi bera petta nafn. Annars vegar borgin Great Yar- mouth í Norfolk og svo hins vegar lítill hafnarbær á Isle of Wight. Ekki er ljóst af heimildum um hvorn bæ- inn er aö ræöa. 19. Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Safn Frceðafélagsins um ísland og íslendinga XII. Kaup- mannahöfn 1942. bls. 227 20. Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Safti Frœðafélagsitis uttt íslattd og íslendittga XII. Kaup- mannahöfn 1942. bls. 209 - 213 21. Bréf frá Símoni Wingfield Digby til höfundar dagsett 17. ágúst 1989. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.