Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 14

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 14
EGILL ÓLAFSSON Eins og gefur að skilja gat verið erfitt að uppræta upp- nefnin þegar einu sinni var búið að búa þau til. Af tilraun- um valdsmanna til að uppræta og hegna fyrir uppnefni má sjá að stundum komust þeir ekki lengra en að fá það fram að þessi eða hinn hefði „af fólki“ verið nefndur þetta eða hitt. Það var því mikilvægt að kveða uppnefnin niður strax í upphafi og finna upphafs- mann eða menn þeirra. Út á það gengu þau dómsmál sem höfðuð voru vegna uppnefna. BÖLBÆNIR OG ÆRUMEIÐINGAR Álykta má sem svo að upp- nefni hafi verið nokkuð al- geng en ekki er víst að þau hafi verið algengasta aðferðin við að móðga fólk. Algengari virðast hafa verið alls kyns ill- yrði eða bölbænir. Jón Snorra- son úr Árnessýslu reiddist heldur betur við prestssoninn Guðmund Jónsson á heimili Jóns 2. janúar 1704. Faðir Guðmundar séra Jón Gíslason á Torfastöðum kærði fyrir hönd sonar síns. Orðin voru líka þess eðlis að þau vógu ekki síður að æru hans en æru Guðmundar. Samkvæmt framburði vinnukvennanna Hallgerðar Jónsdóttur, Ólafar Jónsdóttur og Guðlaugar Guð- mundsdóttur voru orðin þessi: Helvítskur þjófssonur, hel- vítskur útburðarson, hel- vítskur útburðarungi, hel- vítskur hundur, helvítskur kartnaglarson, farðu suður í Garðahraun og findu þá helvítska útburðina bræður þína og systur þína, sæktu þá og láttu þá hjálpa þér. Ég skyldi hafa brotið í þér eitthvert bölvað beinið hefði mér ekki hamlað ver- ið. Ég ætlaði að finna þig í morgun, en það dugir ég fann þig núna. Þú ert skömm og svívirðing bæði í guðs augliti og manna. Það er illa talað í guös augliti, en í mannanna augliti ertu skömm og sví- virðing.38 Jón Snorrason sagðist hafa mælt þessi orð í drykkjuskap. Ennfremur óskaði hann eftir því að sér yrði gefinn sannur vitnisburður. Vissi enginn ann- að en að hann væri frómur og ærlegur maður. Séra Jón Gísla- son sótti málið fast og sakaði Jón um að hafa gripið í hárið á syni sínum, varpaö honum til jarðar og dregið hann á hárinu. Við yfirheyrslur um vorið yfir kvenpersónunum þremur sem vitnað höfðu um formælingar Jóns, þóttu þær ekki gefa nógu skýr svör og vitnisburöurinn því ekki mjög traustur. Var talið með öllu ó- fært að láta þær sverja eið í svo alvarlegu máli. Niðurstað- an var að vísa málinu til al- þingis.39 Þar voru vitnin yfirheyrði að nýju og bar þeim ekki saman um hversu drukkinn Jón hefði verið. Einnig kom fram að nokkrir dagar liðu milli jiess sem orðin voru töluö og þess er þau voru skrifuð upp. Jón Snorrason kvaðst sjá eftir orð- um sínum sem hann sagðist hafa talaö í ölæði. Aljiingi vís- aöi málinu heim i hérað og þar var það tekið fyrir 18. maí 1705. Jón var dæmdur til að greiða allnokkra sekt.40 Jón Jónsson úr Árnessýslu las svipaða bölbæn yfir Guð- mundi West bónda frá Stokks- eyri árið 1702. Jón sagði viö Guðmund: „Þú ert helvítskur narri. Svei þér og skammi. Þú ert helvískur skelmir. Þú ert helvískur hórujagari. Jettu úr helvískum rassi.“ Jón sakaöi Guðmund aftur á móti um að hafa sagt: „Þú ert skálkur og skelmir. Far þú til hórunnar jíinnar." Þar eð vitni þóttu ó- skýr og ekki fyllilega samstíga í framburöi sínum var málinu vísað til lögmanna." I þessum dæmum er um að ræða mjög grófar bölbænir / manntalinu 1703 var Björn aftur á móti skil- greindur óður því þar er hann skráöur „málóður. “ Það var því mikilvægt að kveða uppnefnin niður strax í upphafi og finna upphafs- mann eöa menn þeirra. þar sem menn nota óspart orð eins og „helvíti" og „helvísk- ur.“ Það þarf því ekki að undra þó að menn hafi verið kærðir fyrir þessi orð. Þau hlutu að hneyksla hverja kristna manneskju. Það er reyndar athyglisvert að kirkjan haföi ekki afskipti af þessum málum þrátt fyrir að orðin hljóti að hafa komið við hana. Það þurfti ekki alltaf illdeil- ur tveggja einstaklinga til að mál kæmu fyrir dóm. Það nægði ef einhver hagaöi sér hneykslanlega á almannafæri og skipti þar litlu máli þó við- komandi væri á einhvern hátt vanþroska eða geðbilaður. Björn Jónsson frá Garði í Þingeyjarsýslu hneykslaði menn með „málæði“ og „ann- arlegu framferði.“ Vildu margir meina það vera „mikinn part í ósjálfræði, en sumir kalla að vera mundi mikið í hans valdi til öftrunar.“ Björn kom fyrir rétt 18. september 1702 því húsbónda hans þótti við hæfi að þingmönnum gæfist tæki- færi til að meta framkomu hans. Þeim sýndist Björn helst til málglaður en „meinlaus." Greinilegt er af dómsskjölum að Björn hafði ekki fullan andlegan þroska. Honum var gefinn sá vitnisburður að hann væri „skikkanlegur í verkum en mjög óstöðugur í orðum sínum.“ Eitthvað reyndu menn að þagga niður í Birni en það bar ekki árang- ur því hann talaði þá bara enn meir en áður. Björn var dæmdur til líkamlegrar refs- ingar í von um að hann „leið- réttist so sem oft og tíðum dæmi hafa tilgefist á viðlíka mönnum." Ekki þótti rétt að sleppa honum við refsingu þar eð þingmenn töldu hann ekki „óðan.“ Því til stuðnings nefndu þeir að hann hefði ekki brotist um þó að hann væri bundinn.42 í manntalinu 1703 var Björn aftur á móti skilgreindur óður því þar er hann skráður „málóður.“'t3 Egill Jónsson, kallaður Æri- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.