Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 78

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 78
GÍSLI GUNNARSSON Tafla 3 Fjöldi vinnuhjúa á íslandi sem hundraöshluti heildarmannfjöldans. 1703: 18,4 1860: 25,7 1729: 17,7 1870: 25.2 1801: 23,0 1880: 26,7 1840: 21,7 1890: 24,4 1850: 26,5 (1729 aöeins þrjár skýrslur). Heimildir: Fyrir 1703: Hagskýrslur íslands, II, 21. Fyrir 1729: Hagskýrslur ístands, II, 59. Fyrir 1801: Manntal á íslandi 1801. Norður- og austuramt, Rv. 1980, bls.XV. Fyrir 1840-1890: Guömundur Jónsson: Vinnuhjú á 19. öld, Rv. 1981, bls.12. vinnu fleira fólk en áöur var. Áriðl703 var mikill fjöldi vinnufærs fólks ómagar, eink- um þó konur. Slíkt atvinnu- leysi varð sjaldgæfara að mikl- um mun á 19. öld. Ógift vinnuhjú voru þannig nokkurs konar hópur mitt á milli hús- ráðenda og ómaga. Bæði nýir húsráðendur og nýir ómagar komu gjarnan úr vinnuhjúa- stéttinni. Giftingarhlutfallið er raunar góður mælikvarði á efnahagsá- standið í samfélaginu. Það var alltaf lágt á íslandi fyrir árið 1900, einkum hjá konum. Lægst var það auðvitað kreppuárið 1703, en næstlægst árið 1880 og hafði farið stöðugt lækkandi tímabilið 1850-1880. Þetta var afleiðing vaxandi jarðnæðisþrengsla samtímis því sem lítil aukning var á atvinnumöguleikum í sjávarútvegi. Eins og oft áður hér á landi voru yfirráð jarð- næðis forsenda heimilisstofn- unar og þar með giftinga. Eft- ir 1880 fóru giftingar að aukast og ollu því Ameríkuferðir og nýir atvinnumöguleikar í sjáv- arútvegi. Athyglisvert er að samtímis því að giftingarhlut- fallið lækkaði á seinni hluta 19- aldar fjölgaði bæði vinnu- fólki og þurfalingum að tiltölu. 5. ÞURFALINGAR Þurfalingum má skipta í þrjá hópa. í fyrsta lagi eru það nið- ursetningar, fjöldi þeirra á mis- munandi tímum er auðfundinn og sést í töflu 4. í öðru lagi eru það svonefndir þurfa- bændur. Hér var um aö ræða heimili, sem ekki voru leyst upp vegna fátæktar en þáðu sveitastyrk til að mæta hluta framfærslukostnaðarins, en meginhluta hans útveguðu fjölskyldurnar sjálfar. Að öðr- um kosti hefðu þær verið leystar upp. Sveitastyrkur af þessari gerð virðist hafa verið fremur sjaldgæfur ef trúa má oröum Hannesar Finnssonar biskups árið 1796.6 Þannig var sveitastyrkur til heimila veittur um 600 einstaklingum sam- kvæmt manntalinu 1703, sem var 1,2% þjóðarinnar. Þessi styrkur varð algengari á 19. öld en áður og náði til 6-12% íslendinga á seinni hluta aldar- innar.7 í þriðja hópnum voru einka- ómagar og fósturbörn. Erfitt er að sýna tölfræðilegt yfirlit um stærö þessa hóps á löngu tímabili en árið 1703 voru þessir hópar ásamt „ættingj- um“ á framfærslu ættmenna (og þá stundum barna sinna) alls 6,2% heildarmannfjöldans." Því miður hefur ekki verið unnin eins ítarleg tölfræði úr manntölum 19. aldar og gert hefur verið úr manntalinu 1703 og því eru ekki til staðar heimildir eins og sakir standa um fjölda tökubarna og skylduómaga á 19. öld. Skráðar ekkjur voru all miklu fleiri í 19. aldar manntölunum en í manntölum 18. aldar og börn voru þáhlutfallslega fleiri. Það er því ágiskun mín að á 19. öld hafi einkaómagar og fósturbörn alls ekki verið færri en þeir voru 1703, sennilegast er að þeir hafi þá verið eitt- hvað fleiri. 6. SAMANTEKT: HVERJIR VORU FÁTÆKIR? Samkvæmt því sem hér hefur veriö lýst, bæði í texta hér að framan og í töflu 4, var fjöldi þeirra sem þurfti á sveitastyrk að halda sér til lífsframfæris 13-16% heildarmannfjöldans í Tafla 4 Fjöldi niöursetninga sem hundraðshluti heildarmannfjöldans. 1703 14,3 1870: 5,6 1769 11,8 1875: 5,3 1785 11,7 1882: 4,3 1801 4,6 1890: 3,9 1850 1,9 1900: 2,7 1860 2,7 í tölum ársins 1703 hefur verið bætt við flökkurum sem þá voru 0,8% þjóöarinnar. Tölurnar fyrir 1785 gilda aðeins fyrir Skálholtsbiskupsdæmi. Heimildir: Fyrir 1703: Hagskýrslur íslands, 11,21. Fyrir 1769: Gísli Ágúst Gunnlaugsson: „Fattigvárden pá Island under 1700-talet“, í: Oppdaginga av fattigdomen. Sosial lovgivning i Norden pá 1700-talet, Oslo ... Trömsö 1983, bls.200. Fyrir 1785: Hannes Finnsson: Mannfækkun af hallærum, 1796/1970, grein 31-266. Fyrir 1801: Manntal á íslandi 1801. Noröur- og austuramt, Rv. 1980, bls. xv. Fyrir 1850-1870: Skýrslur um landshagi á Islandi, bindi 5, Kh. 1875, bls.340-342. Fyrir 1875-1900: Gísli Ágúst Gunnlaugsson: „Milliþinganefndin í fátækramálum 1902-1905", Saga 1978. Eins og oft áöur hér á landi voru yfirráö jarö- næöis forsenda heim- ilisstofnunar og þar meö giftinga. Þaö er því ágiskun mín aöá 19. öld hafi einkaómagar og fóst- urbörn alls ekki verið færri en þeir voru 1703, sennilegast er aö þeir hafi þá veriö eitthvaö fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.