Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 68
ÓLAFUR ÁSGEIRSSON
ólfs Bjarnasonar á þingi 1940
þar sem hann fór höróum
orðum um meinta einokun
Síldarverksmiðja ríkisins og
Kveldúlfs í síldarbræðslu.
Sagði hann að verksmiðjurnar
hefðu knúið fram óeðlilega
lágt verð á síldinni til útgerð-
armanna og sjómanna, en
hindra hefði mátt þessa „fé-
flettingu" með því að koma á
fót „óháðri verksmiðju"20. Ein-
ar Olgeirsson tók í sama
streng og kvartaði yfir því að
sjálfstæðis- og framsóknar-
menn notuðu aðstöðu sína í
gjaldeyris- og innflutnings-
nefndunum til að bola öðrum
frá úthlutun leyfa,
því að þó einhverjir menn
vilji koma sér upp sjálf-
stæðri atvinnu á þann hátt
að slá sér saman um fyrir-
tæki, þá fá þeir það ekki. Ef
t.d. sjómenn vilja fá að
kaupa bát í þessu skyni, þá
kemur gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnd til skjalanna
og Sjálfstflokkurinn og neita
um leyfi til þess að flytja
slíka báta inn, eða efni til
þeirra. Ef menn vilja koma
sér upp atvinnu við iðnað,
þá er sama svarið: „Nei
góði, þú færð ekki þetta,
því það standa ákveðnir
framsóknar- og sjálfstæðis-
menn nær því að fá þetta
heldur en þið.“21
Hér lofuðu þeir félagar gildi
samkeppninnar og lýstu sig
andvíga hömlum á athafna-
frelsi einstaklinganna. En þótt
lesendum kunni að koma
þetta spánskt fyrir sjónir þá
var þessi afstaða í fullu sam-
ræmi við kenningar þeirra
Marx og Leníns, því þeir litu á
kapítalismann sem framsækið
afl svo fremi að hann hefði
ekki þróast í átt til einokunar.
Á hinn bóginn hefði kannski
verið rökrétt að álykta sem
svo, að úr því að efnahags-
kerfið á íslandi hefði þróast til
einokunar, þá væri bylting
tímabær. En sósíalistarnir ís-
lensku voru ekki svo grænir
að þeir teldu byltingu á næsta
leiti, enda alþjóðasinnar og
gerðu sér mæta vel ljóst að ís-
land væri ekki eyland nema i
landfræðilegum skilningi og
alþjóðleg þróun myndi ráða
því hvert mál stefndu. Þá voru
þeir sem kunnugt er í nánum
tengslum við Moskvu og línan
úr austri var sú allt frá árinu
1935 að kommúnistar á Vest-
urlöndum skyldu fylkja liði
með öllum andfasískum öflum
og Sósíalistaflokkurinn var
skilgetið afkvæmi þeirrar
stefnu22. Það er engu að síður
athyglisvert að sósíalistar töldu
það nærtækast við ríkjandi að-
stæður að blása nýju lífi í kap-
ítalismann. En það ber einnig
að athuga að íslenskir sósí-
alistar voru einnig börn hins
vestræna iðnaðarsamfélags og
gildismat þeirra bar sterkan
keim af þeirri „neysluhyggju“
sem var afurð þess. Þannig
sagði Þjóðviljinn í júlí 1944 að
það væru kröfur fólksins um
fleiri þvottavélar, ísskápa og
hverskyns neysluvörur sem
væri drifkrafturinn að baki
framförunum. „Eitt það
hörmulegasta, sem oss gæti
hent, væri að þessi þörf
minnkaði, að fólkið yrði svo
dautt úr öllum æðum að það
hætti að gera auknar kröfur til
lífsþæginda."23 Af þessu sést
að það var styttra á milli þess
„verömætamats" sem sósíalist-
ar og frjálshyggjumenn höfðu,
en margur hyggur.
SJÁVARÚTVEGUR
Sósíalistaflokkurinn hvatti til
stórfelldra atvinnuframkvæmda
þegar árið 1941 á svipuðum
grundvelli og raun varð á með
nýsköpunarstjórninni. Lögðu
þeir til að nýjar hafnir yrðu
gerðar, sementsverksmiðja og
áburðaverksmiðja risu og
skipasmíöar stórefldar.24 En
megináherslan var lögð á efl-
ingu sjávarútvegs. Helstu rök-
in fyrir því voru þau að sjávar-
útvegurinn væri sérlega af-
kastamikill og bent á að með-
an 6000 bændur og búalið
þeirra þræluðu við að fram-
leiða 7000 tonn af kjöti, þá
veiddu 5-6000 sjómenn
500.000 tonn af fiski. Deildi
Þjóðviljinn á „Hriflungana“ í
framsókn sem vildu hamla
gegn vexti Reykjavíkur og
sjávaútvegsins og gera verka-
lýð bæjarins að hjúum í sveit
á nýjan leik.25
En sósíalistar beindu sjónum
sínum víðar en að höfuð-
Boöberi nýja tímans og vaxandi velmegunar.
Nýsköpunartogarinn Mars kemur til Reykjavíkur 26. apríl
1948.
staðnum og sáu fyrir sér mikla
uppbyggingu sjávarútvegs
víða um landiö. Ólíkt stefn-
unni í innflutningsmálum þá
byggðist sjávarútvegsstefna
þeirra á skipulagshyggju, þ.e.
að þróunin ætti ekki að ráðast
af tilviljunum, henni ætti að
stýra með skipulögðum hætti.
í því sambandi mætti nefna
grein sem birtist í Þjóðviljan-
um og bar heitið „Dreifloýlið
við sjávarsíðuna" en í henni
var varað við of mikilli dreif-
ingu byggðarinnar við sjóinn.
Var því haldið fram að sjávar-
þorp yrðu oftsinnis til vegna
geðþóttákvarðana einstakra
athafnamanna sem ákvæðu að
reisa fiskvinnslustöðvar á við-
komandi stöðum. Síðan kæmu
þingmenn viðkomandi kjör-
dæma til skjalanna og færu að
þrýsta á fjárveitingarvaldið um
hafnarbætur og almenna þjón-
ustu þannig að nokkur fjöldi
fólks settist að í viðkomandi
þorpum sem hefðu engin skil-
Þannig sagöi Þjóövilj-
inn /' júlí 1944 aö það
væru kröfur fólksins
um fleiri þvottavélar,
ísskápa og hverskyns
neysluvörur sem væri
drifkrafturinn aö baki
framförunum.
66