Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 42

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 42
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON sjötta áratugnum og í hópi þeirra var margt sveitafólk sem flutti til Reykjavíkur í á- föngum, hafði sest að í nær- liggjandi kaupstað eða kaup- túni og síðan flutt búferlum.2 Fram undir 1900 einkenndust flutningarnir til bæjarins þó af aðstreymi fólks úr öllum byggðarlögum, margir komu úr sveit. A sjöunda áratugnum flutti fólk enn til borgarinnar, en flestir komu nú úr kaup- stöðum og kauptúnum. Um miðjan áttunda áratuginn tóku fólksflutningar í landinu hins vegar nýja stefnu. Frá 1973 fluttust fleiri úr borginni út á land en komu af landsbyggð- inni til hennar á sama tíma. Svo stóð til 1980. Höfuðborg- arsvæðið í heild missti að- dráttarafl sitt á aðra lands- menn og tapaði íbúum í fólks- flutningum til landsbyggðar- innar. „Flóttinn" til Reykjavíkur hafði stöðvast eftir um eitt hundrað ára einstefnu. Árið 1976 markaði tímamót í mannfjöldaþróun Reykjavíkur á 20. öld en þá fækkaði íbú- um höfuðstaðarins í fyrsta sinn á öldinni. Næstu ár hélt Reykvíkingum áfram að fækka vegna brottflutnings frá borg- inni og minnkandi náttúru- legrar fjölgunar, þ.e. lækkunar fæðingartíðni og hækkunar dánartíðni. Vöxtur kaupstaða víða um land var ör á sama tíma. Brottflutningur fólks úr borginni út í hinar dreifðari byggðir og stöðvun „fólksflótt- ans“ utan af landi til Reykja- víkur stóð þó stutt yfir. Raunar aðeins síðari hluta áttunda áratugar. Á þeim níunda sner- ist dæmið við á nýjan leik og fólk flykktist til höfuðborgar- innar annars staðar af landinu í þúsundatali.3 Þannig náði Reykjavík skjótt aftur þeirri stöðu sem hún hafði haft nán- ast alla öldina og varð á ný sá öxull sem fólksflutningar í landinu snerust um. íbúar Reykjavíkur báru vita- skuld glögg merki fólksflutn- inganna í landinu og um miðja öldina var bærinn að miklu leyti byggður fólki sem flutt hafði úr sveit og beinum afkomendum þess. Árið 1940 var meirihluti Reykvíkinga fæddur utan höfuðstaðarins en ríflega 40% innan bæjar- markanna. Tuttugu árum fyrr var hins vegar aðeins rúmur þriðjungur bæjarbúa fæddur í bænum en árið 1950 var nærri helmingur íbúa borinn og barnfæddur þar.1 Á síðari hluta sjötta áratugar náðu síð- an innfæddir Reykvíkingar yf- irhöndinni yfir aðflutta bæjar- búa, enda fjölgaði þar börnum og ungmennum innan tvítugs snarlega fyrstu tvo áratugina eftir stofnun lýðveldis á Is- landi. Árið 1960 töldust t.d. til þessa aldurshóps liðlega 40% bæjarbúa.5 Hlutur krakkanna í íbúafjöldanum átti stærstan þátt í því að innfæddir Reyk- víkingar voru orðnir fleiri en innflytjendur undir lok sjötta áratugar. Krakkarnir uxu úr grasi á sama tíma og bærinn tók á sig ýmis svipmót borgar, ólust upp með borgarmynd- uninni. Aldursskipting innflytj- enda til Reykjavíkur var nokk- íbúar Reykjavíkur báru vitaskuld glögg merki fólksflutning- anna I landinu og um miöja ötdina var bær- inn aö miklu leyti byggöur fólki sem flutt haföi úr sveit og bein- um afkomendum þess. uð ólík aldursskiptingunni í bænum yfirleitt. Það var eink- um fólk á besta starfsaldri sem leitaði til Reykjavíkur utan af landi og settist þar að, eignað- ist börn og buru. Stundum gekk fólki hins vegar heldur erfiðlega að laga sig að nýjum aðstæðum. Reykjavík orkaði á marga innflytjendur sem stór- borg, þeir skynjuðu hana stærri en hún var í raun. Reykjavík var svo gjörólík því sem fólk þekkti úr sveitinni og þorpun- um. Borgarsamfélagið, sem tók að ryðja sér til rúms eftir síðari heimsstyrjöld var í flestu tilliti andstæða sveitasamfélagsins sem svo margir aðfluttir bæjar- búar höfðu drukkið í sig með móðurmjólkinni og kynnst náið. Innflytjendurnir breyttust ekki allir í borgara í einni svip- an. Manneskjan breyttist ekki jafn hratt og umhverfið. Og í huga margra innflytjenda laust í raun tveimur heimum saman um og upp úr miðri öldinni og toguðust þar á, annars vegar var heimur sveitanna, á hinn bóginn heimur höfuðstaðarins. Skilin milli þeirra voru ekki ætíð ljós. Lækjargata skömmu fyrir 1960. Reykjavík dró til sín fólk hvaöanæva af landinu og margir héldu til höfuöstaöarins í von um betra líf. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.