Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 41

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 41
Eggert Þór Ðernharðsson RÖMM ER SÚ TAUG Aðlögun innflytjenda í Reykjavík aö lífinu „á mölinniw Mig dreymdi í nótt að ég væri dauður og kominn í himnaríki en ekki var margt af mínu sóknarfólki þar,“ sagði sr. Jónmundur Halldórsson eitt sinn, prestur á Stað í Grunna- vík vestur á árunum 1918-54. „Nú, hvernig stóð á því?“ var spurt. Og ekki stóð á svari prests: „Það var allt komið til Reykjavíkur."1 Jónmundur var ekki eini presturinn sem horfði á eftir sóknarbörnum sínum streyma til höfuðstaðar- ins um miðja 20. öld. Víða um land lá við að heilar kirkju- sóknir tæmdust á skammri stundu. Fólk þyrptist til Reykjavíkur í þúsundatali, ekki síst í leit að betra lífi og auknum afkomumöguleikum; yfirgaf sveitir, þorp og aðra kaupstaði. Margir vildu taka þátt í Öskubuskuævintýrinu sem þar var að gerast, taka þátt í uppbyggingunni í bæn- um. Gömul „lumma“ segir að fólk sem fæddist í kringum aldamótin 1900 og liföi fram á áttunda áratug aldarinnar hafi orðið vitni að meiri breyting- um í íslensku þjóðlífi en nokkur önnur kynslóð til þess tíma. Gamlar „lummur" geta verið góðar. Á fáeinum áratug- um umbyltist íslenskt samfé- lag. Á u.þ.b. þremur manns- öldrum festi ný samfélagsgerð sig í sessi, þéttbýlið. Höfuð- staður þjóðarinnar fór þar í broddi fylkingar. í upphafi 20. aldar bjó innan við tíundi hluti þjóðarinnar í Reykjavík en um 80% í sveitum landsins. Árið 1940 var hins vegar nærri þriðjungur landsmanna sestur að í höfuðstaðnum, tæplega fjörutíu þúsund manns. Enn átti eftir að fjölga og árið 1960 höfðu um 2/5 hlutar íslend- inga komið sér fyrir í Reykja- vík. Höfuðborgarsvæðið í heild óx verulega er á leið öldina. Á síðari helmingi hennar bjó ríflega helmingur þjóðarinnar þar og á 200 ára afmæli kaupstaðarréttinda Reykjavíkur sumarið 1986 voru innan við 10% lands- manna búsettir í sveit. Vöxtur og viðgangur þétt- býlis ógnaði þeirri samfélags- skipan sem ráðið hafði ríkjum á íslandi um aldir. Á síðari hluta 19. aldar og fyrstu ára- tugum þeirrar 20. fylktu stuðningsmenn sveitasamfé- lagsins liði gegn þéttbýlisstöð- um sem voru að skjóta rótum víða um land. Einkum beindu þeir spjótum sínum þó gegn Reykjavík. Hún þótti storka „gamla samfélaginu" svo um munaði. Bærinn var skuggsjá þess þjóðfélagsumróts sem einkenndi íslenskt samfélag þegar þéttbýlið var að ná und- irtökunum á Islandi, borgar- menningin að taka við af menningu sveitanna sem hið ráðandi afl. Sérkenni íslenskr- ar þéttbýlisþróunar fólst eink- um í því hve hratt borgin byggðist, hve fólki fjölgaði þar ört, að einungis ein borg myndaðist í landinu, sem jafn- framt varö höfuðstaður þjóð- arinnar, og hversu hátt hlutfall landsmanna kaus að búa í henni eða í grennd við hana. Þetta varð þess valdandi að á íslandi röskuðust þjóðfélags- hættir skyndilegar en víðast hvar annars staðar og íslend- ingar urðu að takast á hendur viðamikil og vandasöm verk- efni við mótun borgarinnar á sama tíma og þeir þurftu að semja sig að hinum nýju hátt- um þéttbýlisins og glíma við afleiðingar byggðarröskunar- innar í víðfeðmu en fámennu landi. Samstiga borgarmynd- uninni komst landið í alfara- leið með bættum samgöngum og almenningur komst í nán- ari snertingu við alþjóðlega menningarstrauma en nokkru sinni fyrr. Reykjavík var glugg- inn að umheiminum og þar gætti erlendra áhrifa í ríkari mæli en annars staðar á land- inu. í fjölmenninu toguðust á innlend reynsla og erlendar nýjungar. Eftir síðari heims- styrjöld stóð Reykjavík á tíma- mótum. Þéttbýlið hafði styrkt stöðu sína á stríðsárunum en Reykvíkinga vantaði traustan menningarlegan grunn til aö standa á. Þeir þurftu að temja sér hina nýju hætti fjölbýlisins og móta eigin þéttbýlismenn- ingu. En slíkt gat tekið tíma og var oft ekki þrautalaust. „FÓLKSFLÓTTINN“ Reykjavík var bær tækifær- anna, bær innflytjenda. Árið 1950 var um helmingur lands- manna fæddur í sveitum en aðeins rúmur fjórðungur þeirra bjó þar. Aðdráttarafl Reykjavíkur togaði í fólk í öll- um byggðarlögum landsins. Sveitafólk kom flest af Suður- og Vesturlandi en flutningar þaðan náðu hámarki undir lok fimmta áratugarins. Eftir því sem lengra var til Reykjavíkur fluttust hlutfallslega færri úr sveitunum til höfuðstaðarins en úr nágrenni hans. Hið sama átti ekki við um kauptún og kaupstaði. Straumur inn- flytjenda þaðan þyngdist á Vöxtur og viðgangur þéttbýlis ógnaði þeirri samfélagsskipan sem ráðið hafði ríkjum á Islandi um aldir. Þetta varð þess vald- andi að á íslandi rösk- uðust þjóðfélagshættir skyndilegar en víðast hvar annars staðar og íslendingar urðu að takast á hendur viða- mikil og vandasöm verkefni við mótun borgarinnar á sama tíma og þeir þurftu að semja sig að hinum nýju háttum þéttbýlis- ins og glíma við afleið- ingar byggöarröskun- arinnar í víðfeðmu en fámennu landi. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.