Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 49

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 49
ROMM ER SU TAUG til og gerðu hin bestu skil. Og það var mikilsvert en dugði þó oft á tíðum skammt. Jafn- vel þótt vel væri vandað til skemmtikvölda, bestu skemmti- kraftar borgarinnar fengnir til starfa og tækist að fá skemmtiefni úr röðum félags- manna sjálfra, þá var sjaldnast þétt setinn bekkurinn. Söngur, kaþpræður, mælskukeppni, kveðskapur, hljómsveitir, leik- arar og trúðar megnuðu ekki að draga að sér fólk í stríðum straumum. Átthagafélögin máttu sín lítils í samkeppninni við hið ört vaxandi skemmt- ana- og félagslíf í Reykjavík á sjöunda og þó einkum á átt- unda og níunda áratugnum. Tímarnir höfðu breyst. Fjöl- breytni borgarlífsins dró til sín fólk. Hörgull skemmtana var enginn. Átthagafélögin höfðu vissulega auðveldað mörgum innflytjendum umskiptin sem gátu fylgt flutningnum til Reykjavíkur, en þegar þeir höfðu búið í bænum nokkurn tíma, komist yfir erfiðasta hjallann í þéttbýlinu, stofnuðu þeir gjarnan til vinakynna á öðrum vettvangi, kynntust nýju fólki og tóku þátt í fé- lagslífi af ólíku tagi. Úr nógu var að moða. Jafnvel ferðalög á heima- slóðir misstu aðdráttarafl sitt. Undir lok sjötta áratugar, en þó einkum eftir 1960, sóttust sífellt færri eftir að fara í slíkar hópferðir. Og oftar en ekki brá svo við að farið væri á staði fjarlæga bernskuslóðum, t.d. í Þórsmörk eða Þingvalla- hringinn. Yfirleitt var reynt að fara eina ferð árlega en stund- um tókst það ekki sökum dræmrar þátttöku. Þröngt var um vik í samkeppninni um ferðalög fólks og grundvöllur ferðalaga raskaðist mjög er á leið öldina. Sérstakar ferða- skrifstofur tóku við forystu átt- hagafélaganna á sviði sumar- ferðalaga og fólk var því miklu síður háð hópferðum félaganna en áður. Þá breytt- ust aðstæður verulega með al- mennari og aukinni bifreiða- eign Reykvíkinga eftir 1960. Fólk gat þessvegna farið á eig- in vegum heim í hérað ef jxið vildi, en á móti kom að íbúum sveitanna fór fækkandi og því minni möguleikar að heim- sækja ættingja en áður. Sumar- leyfi fólks voru skipulögð á annan hátt en áður og ferðir til útlanda færðust í aukana. Á árum síðari heimsstyrjaldar- innar var ekki hlaupið að því að fara til annarra landa og fram á sjöunda áratuginn var það ekki á hvers manns færi að ferðast erlendis. Með bætt- um flugsamgöngum, auknum fjárráðum og þjónustu ferða- skrifstofa flykktist fólk utan. Allt þetta stuðlaði að því að gera átthagafélögum erfiðara fyrir um hópferðir. Og vafa- laust hefur treginn við að sjá hrörnunina, sem oft fór hörð- um höndum um allt það sem fólk hafði byggt upp heima í héraði áður en það flutti, átt sinn þátt í því að ánægjan af að heimsækja fornar slóðir minnkaði hjá sumum.46 Samstarf átthagafélaganna í Reykjavík var oft ekki upp á marga fiska. Hugmynd um stofnun átthagasambands kom fram fljótlega á fimmta ára- tugnum og þá vakti fyrir mönnum að treysta tengslin milli félaga og gera smærri fé- lögum kleift að stunda ýmis konar starfsemi sem þau réðu ekki viö sökum kostnaðar, m.a. með því að eiga hlut í húsi átthagasambandsins. En tómlæti og samtakaleysi hinna einstöku átthagafélaga og ótti við kostnað og yfirdrottnun sem slíkt allsherjarsamband gæti haft í för með sér haml- aði framkvæmdum. Einnig ótti smærri félaga við þau stærri. Annaö sem átti hlut í því hversu átthagafélögum hnign- aði var metingur milli félaga í bænum. Fólk lét oft ekki af héraðs- og hrepparíg þegar það flutti til bæjarins og „það hefur þótt við brenna um hér- aðafélögin að hvert og eitt þættist af sínum átthögum og sínum fyrri mönnum, og full- mikið væri af þessum metingi Jafnvel þótt vel væri vandað til skemmti- kvölda, bestu skemmti- kraftar borgarinnar fengnir til starfa og tækist að fá skemmti- efni úr röðum félags- manna sjálfra, þá var sjaldnast þétt setinn bekkurinn. Þegar komið var að Flateyjarkirkju stilltu kórfélagarnir sér upp til myndatöku, en þeim var vel fagnað í eynni og góður rómur gerður að söngnum. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.