Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 17

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 17
Þór Whitehead HVERS VEGNA HERNÁMU BRETAR ÍSLAND? Ijúlí 1939, tæpum tveim mánuðum áður en síðari heimsstyrjöldin hófst, kannaði breska herráðið, hvort Bretum gæti verið gagn í herstöðvum á Islandi í ófriði. Niðurstaðan var ótvíræð: Sára- lítil þörf var talin á slíkri að- stöðu vegna þess, að breski flotinn og flugherinn réðu yfir nægum bækistöðvum á Bret- landseyjum norðanverðum.' Þaðan átti að vera unnt að verja samgönguleiðir á Norð- ur-Atlantshafi og halda þýska ofansjávarflotanum í skefjum með hafnbanni. Þetta hafði reynslan af ófriðnum 1914-18 kennt Bretum og þeir höguðu sjóhernaðaráætlunum sínum samkvæmt því. Hafnbannslín- an skyldi á ný dregin á milli Bretlandseyja og Noregs til að halda þýska flotanum í herkví í Norðursjó og Eystrasalti. Yfir þessum hluta hafnbannslín- unnar á mótum Norðursjávar og Atlantshafs mátti nú beita flugvélum til eftirlits, svo að ætla mátti, að Þjóðverjum mundi veitast enn erfiðara en í fyrra stríði að sleppa inn í út- hafið um þetta forhlið þess. Á Scapa Flow á Orkneyjum skyldi meginflotinn breski (Home Fleet) hafa aðsetur sitt og skerast umsvifalaust í leik- inn, ef sæist til þýskra skipa á siglingu út úr Norðursjó. Hafnbannslínan skyldi síðan dregin norður á bóginn um sundin á milli Hjaltlands, Fær- eyja, íslands og Grænlands. Slyppu þýsk árásarskip út um forhliðið á milli Bretlandeyja og Noregs, þá átti gæsluflot- inn (Northern Patrol) á sund- unum nyrðra að verða þeirra var og kveðja meginflotann sér til hjálpar. Norðurgæslan hafði og mikilvægu hlutverki að gegna við að stöðva sigl- ingar þýskra kaupskipa til og frá Þýskalandi. Þegar þörf krafðist, var unnt að styrkja hana með því að senda lang- drægar flugvélar til eftirlits allt undir suð-austurströnd ís- lands.2 Aðstaða í landinu sjálfu virtist með öllu óþörf, ef þess- ar áætlanir stóðust. í september 1939 skall styrj- öld á, breski flotinn hratt áætl- unum sínum í framkvæmd, en árangurinn varð ekki jafn- ágætur og menn höfðu ætlað í Lundúnum. Sjóhernaður tók ekki sömu stefnu og í fyrra stríði. Þá hafði þýski ofansjáv- arflotinn búist til að heyja eina úrslitaorrustu við hinn breska, en aldrei gefist tækifæri til þess. Eftir orrustuna við Jót- landssíðu 1916 hafði megin- flotinn þýski því að mestu leg- ið aðgerðalaus í höfn, en látið kafbátum eftir að herja á sam- gönguleiðir Bandamanna. Nú hafði þýski ofansjávarflotinn aðeins brot af herskipastyrk keisaraflotans, en þeim mun áræðnari var hann við hernað á Atlantshafi. Á fyrstu mánuð- um stríðsins tókst jafnvel stærstu herskipum þeirra að sigla óséðum út úr Norðursjó og snúa heim aftur úr víking. Mörgum þýskum kaupförum tókst einnig að smjúga fram hjá bresku Norðurgæslunni og komast til hafnar í Þýskalandi með því að þræða norska landhelgi suður á bóginn. Aðalleið þessara skipa lá um Grænlandshaf, enda voru veð- urskilyrði þeim jafnan hag- stæðust þar og engin leið fyrir Breta að kanna þetta hafsvæði úr lofti.3 SJÓNIRBREIA BEINASI AÐ ÍSLANDI Eftir tveggja mánaða reynslu af sjóhernaði haustið 1939 var Bretum ljóst, að þeir þurftu að styrkja Norðurgæslu sína bæði í lofti og á legi. Öfugt við það, sem herráðið hafði ætlað fyrir stríð, höfðu flota- og flug- bækistöðvar á norðanverðum Bretlandseyjum ekki komið að því gagni, sem menn höfðu vænst. Eftirlit flughersins á niilli Hjaltlands og Noregs hafði reynst ótryggt bæði vegna veðurs og skorts á langdrægum flugvélum. Sam- tímis hafði það komið niður á Bretum, hve langt bækistöðv- ar þeirra voru frá nyrsta hluta eftirlitssvæðisins á milli Fær- eyja, íslands og Grænlands. Til að auka úthald breska gæsluflotans og stunda reglu- legt eftirlit úr lofti á norður- slóðum, þurftu Bretar að koma sér þar upp bækistöð. í flotastjórninni í Lundúnum beindust sjónir manna því að landinu, sem herráðið hafði áður talið hafa næsta takmark- að hernaðargildi. Um þessar mundir, í nóvember 1939, var á sveimi orðrómur um það, að Þjóðverjar kynnu brátt að her- nema Danmörku. Hugsuðu breskir sjóliðsforingjar sér gott til glóðarinnar og vonuðust til að Bretar gætu notfært sér innrás í Danmörku til að verða sér úti um flug- og flotabækistöðvar á íslandi með samningnum eða her- valdi. Þannig mætti styrkja eft- irlit breska flotans í norður- höfum.'1 Þótt Bretum þætti nóg um athafnasemi þýskra herskipa á Atlantshafi, var flotastjórnin í Berlín ekki ánægð með sinn hlut. Allt frá lokum fyrri heimsstyrjaldar höfðu þýskir sjóliðsforingjar reynt að skýra og skilgreina, hvað valdið hefði óförum keisaraflotans 1914-18. Margt var þar tínt til, en mestu varðaði þó sú skýr- ing, að röng herstjórnarlist og landfræðilegar ástæður hefðu ráðið því hvernig fór. Ætti að sigrast á sjóveldi Breta og Frakka, þyrfti að halda uppi öflugum hernaði gegn sam- gönguleiðum þeirra á Atlants- Til aö auka úthald breska gæsluflotans og stunda reglulegt eftirlit úr lofti á norðurslóðum, þurftu Bretar að koma sér þar upp bækistöð. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.