Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 46

Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 46
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON Algengt var aö kórar störfuðu í átthagatélögunum og af og til heimsóttu þeir fomar slóöir. að svipuðu markmiði: að rækta tengslin við átthagana. Mismunandi leiðir voru þó þræddar í þá átt. Sum félög stóðu aðallega fyrir samkom- um í Reykjavík og ferðalögum í heimabyggð. Önnur færðust meira í fang og tóku upp á sína arma velferðarmál hérað- anna með ýmsu móti, í orði og verki. í félagslögum þeirra var yfirleitt kveðið á um að til- gangurinn væri að efla og halda við kynningu milli þeirra sem dveldu á félags- svæðinu og hinna sem búsett- ir væru heima í héruöum. Einnig vildu félögin reyna að varðveita frá gleymsku sögu- legar minjar frá viðkomandi stöðum og allt sem varðaði lifnaðarhætti í átthögunum, sagnir um einstaka menn og atburði, lýsingar athafnalífs og menningar, staða og örnefna og annað sem snerti sögu hér- aðsins og íbúa þess. Auk þess höfðu þau oft á stefnuskrá sinni að styðja eftir megni öll mál sem talin voru horfa til menningar og hagsbóta fyrir þau héruð sem hlut áttu að máli.26 í samræmi við ákvæði af þessu tagi lögðu félögin gjörva hönd á margt heima í héraði. Krafturinn í starfi átthagafé- laganna í heimabyggð félags- manna var oft með ólíkindum. Húnvetningafélagið stóð t.d. að uppbyggingu „Borgarvirk- is“ á árunum 1949-50 undir umsjón þjóðminjavarðar. Þá lét félagið sig skógrækt í Húnaþingi miklu varða.27 Önnur félög gróðursettu einnig í heimabyggö eða áttu reiti í Heiðmörk. I þeim efn- um voru Árnesingar atkvæða- miklir og gróðursettu m.a. þúsundir plantna á Þingvöll- um.28 Minnismerki um merka menn eða atburði voru reist víða um land að tilhlutan átt- hagafélaga. Barðstrendingafé- lagiö réðst í stórframkvæmdir í Reykhólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu en þar reisti það sumargistiskálann og veitingahúsið Bjarkarlund, sem telja má með fyrstu veit- ingastöðum strjálbýlisins þeg- ar sleppt er einkaheimilum við langleiðir og vegamót.29 Sum félög stóðu í stórræðum í bókaútgáfu, oft í samstarfi við sögufélög heima í héraði. Austfirðingar og Árnesingar voru t.d. atkvæðamiklir í þeim efnum. Héraðasögur, ættfræði og sagnaþættir skipuðu veg- legan sess í útgáfu þessara fé- laga. Eitt félag, Breiðfirðinga- félagið, hélt úti tímariti nánast ingar, Súgfirðingar og Önfirð- ingar. Félag Biskupstungna- manna í Reykjavík starfaði, einnig Félag Suðurnesja- manna. Undir lok fimmta ára- tugar og á þeim sjötta stofn- uðu Austfirðingar nokkur smærri félög. Eskfirðingar og Reyðfirðingar voru saman um félag en Borgfirðingar eystri, Norðfirðingar, Seyðfirðingar og Vopnfirðingar voru í sérfé- lögum. Strandamenn eignuð- ust átthagafélag, Átthagafélag Kjósverja var til og einnig Fé- lag Djúpmanna í Reykjavík. Fleiri félög voru sett á laggirn- ar á fimmta og sjötta áratugn- um, en þessi dæmi nægja til að gefa hugmynd um fjöld- ann. Öll stefndu héraðafélögin Ferðalög í heimahaga voru mikilvægur liður í starfsemi átthagafélaganna. Hér er Breiðfirðingakórinn á leið i langferðabílum á átt aö Flatey í söngferðalag 1945. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.