Ný saga - 01.01.1990, Page 46
EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON
Algengt var aö kórar störfuðu í átthagatélögunum og af og til
heimsóttu þeir fomar slóöir.
að svipuðu markmiði: að
rækta tengslin við átthagana.
Mismunandi leiðir voru þó
þræddar í þá átt. Sum félög
stóðu aðallega fyrir samkom-
um í Reykjavík og ferðalögum
í heimabyggð. Önnur færðust
meira í fang og tóku upp á
sína arma velferðarmál hérað-
anna með ýmsu móti, í orði
og verki. í félagslögum þeirra
var yfirleitt kveðið á um að til-
gangurinn væri að efla og
halda við kynningu milli
þeirra sem dveldu á félags-
svæðinu og hinna sem búsett-
ir væru heima í héruöum.
Einnig vildu félögin reyna að
varðveita frá gleymsku sögu-
legar minjar frá viðkomandi
stöðum og allt sem varðaði
lifnaðarhætti í átthögunum,
sagnir um einstaka menn og
atburði, lýsingar athafnalífs og
menningar, staða og örnefna
og annað sem snerti sögu hér-
aðsins og íbúa þess. Auk þess
höfðu þau oft á stefnuskrá
sinni að styðja eftir megni öll
mál sem talin voru horfa til
menningar og hagsbóta fyrir
þau héruð sem hlut áttu að
máli.26 í samræmi við ákvæði
af þessu tagi lögðu félögin
gjörva hönd á margt heima í
héraði.
Krafturinn í starfi átthagafé-
laganna í heimabyggð félags-
manna var oft með ólíkindum.
Húnvetningafélagið stóð t.d.
að uppbyggingu „Borgarvirk-
is“ á árunum 1949-50 undir
umsjón þjóðminjavarðar. Þá
lét félagið sig skógrækt í
Húnaþingi miklu varða.27
Önnur félög gróðursettu
einnig í heimabyggö eða áttu
reiti í Heiðmörk. I þeim efn-
um voru Árnesingar atkvæða-
miklir og gróðursettu m.a.
þúsundir plantna á Þingvöll-
um.28 Minnismerki um merka
menn eða atburði voru reist
víða um land að tilhlutan átt-
hagafélaga. Barðstrendingafé-
lagiö réðst í stórframkvæmdir
í Reykhólasveit í Austur-
Barðastrandarsýslu en þar
reisti það sumargistiskálann
og veitingahúsið Bjarkarlund,
sem telja má með fyrstu veit-
ingastöðum strjálbýlisins þeg-
ar sleppt er einkaheimilum
við langleiðir og vegamót.29
Sum félög stóðu í stórræðum í
bókaútgáfu, oft í samstarfi við
sögufélög heima í héraði.
Austfirðingar og Árnesingar
voru t.d. atkvæðamiklir í þeim
efnum. Héraðasögur, ættfræði
og sagnaþættir skipuðu veg-
legan sess í útgáfu þessara fé-
laga. Eitt félag, Breiðfirðinga-
félagið, hélt úti tímariti nánast
ingar, Súgfirðingar og Önfirð-
ingar. Félag Biskupstungna-
manna í Reykjavík starfaði,
einnig Félag Suðurnesja-
manna. Undir lok fimmta ára-
tugar og á þeim sjötta stofn-
uðu Austfirðingar nokkur
smærri félög. Eskfirðingar og
Reyðfirðingar voru saman um
félag en Borgfirðingar eystri,
Norðfirðingar, Seyðfirðingar
og Vopnfirðingar voru í sérfé-
lögum. Strandamenn eignuð-
ust átthagafélag, Átthagafélag
Kjósverja var til og einnig Fé-
lag Djúpmanna í Reykjavík.
Fleiri félög voru sett á laggirn-
ar á fimmta og sjötta áratugn-
um, en þessi dæmi nægja til
að gefa hugmynd um fjöld-
ann. Öll stefndu héraðafélögin
Ferðalög í heimahaga voru mikilvægur liður í starfsemi átthagafélaganna. Hér er Breiðfirðingakórinn
á leið i langferðabílum á átt aö Flatey í söngferðalag 1945.
44