Ný saga - 01.01.2000, Page 30

Ný saga - 01.01.2000, Page 30
Verkið sem tókst að vinna Kristnisögu- ritunin lenti í réttum hönd- um fólks sem reyndist kunna að vinna hratt og hiklaust um leið og fræði- leg vinnubrögð voru virt AF BÓKUM kirkju, svokölluðum þingum eða þingabrauð- um, var köllunarrétturinn í höndum kirkju- eiganda eða verndarmanns. Kirkjubóndi gat sjálfur útvalið prest lil kirkju sinnar og lagt fyrir biskup að vígja hann." Auk þess sem það er talsvert ómak að tengja þessi ummæli sam- an er enn að minnsta kosti tveimur spurning- um ósvarað: 1) Hvaða samband er milli þing- anna sem Hjalti og Loftur tala um? - 2) Ef kirkjubændur hættu að ráða presta til kirkna sinna um 1400 en gerðu það eflir siðaskipti, hvenær og hvernig í millitíðinni fengu þeir þann rétt? Ekki veit ég hvort svör við þessum spurningum liggja á lausu, en sé svo ekki þurfa höfundar að játa á sig óvissuna. Annars hangir saga þeirra ekki fyllilega saman. Hvers vegna tókst að vinna verkið? Ekki verður því neitað að þessa hnökra sem ég hef bent á má tvímælalaust telja meðal ástæðna þess að kristnisögunni var siglt í höfn svo fljótt og stóráfallalaust, ólíkt því sem við erum vön um þess konar rit. Ég þykist vita að ritstjórnin hafi lagfært aragrúa af minni hátt- ar ósamræmi milli höfunda, og ein af hinum réttu ákvörðunum hennar hefur verið sú að setja ekki fyrir sig þótt eitlhvað af slíku stæði eftir. Ekkert rit verður annmarkalaust hvort sem er, og kostir kristnisögunnar yfirgnæfa galla hennar margfalt. Kristnisöguritunin lenti í réttum höndum fólks sem reyndist kunna að vinna hratt og hiklaust um leið og fræðileg vinnubrögð voru virt. Þetta verk fór þannig af stað að Alþingi samþykkti, 26. mars 1990, að fela forsetum sínum að standa fyrir samningu kristnisög- unnar í samvinnu við þjóðkirkjuna og guð- fræðideild Háskólans. Um skeið leit út eins og halda ætti verkinu sem mest frá sagnfræð- ingum og rannsóknarstofnunum þeirra.7 En brátt var því stýrt í hendur fólks sem hafði umfram allt fræðilegan metnað, þó án þess að fulllrúum kirkju og guðfræðideildar væri skákað út. Sigurjón Einarsson prestur á Kirkjubæjarklaustri og Jónas Gíslason, þá- verandi kirkjusöguprófessor við guðfræði- deild, voru skipaðir í ritnefnd, ásamt Helga Skúla Kjartanssyni sagnfræðingi og dósent við Kennaraháskólann. Helgi Bernódusson starfaði með nefndinni fyrir hönd Alþingis og lók síðar sæti Jónasar í henni. En þá hal'ði Hjalti Hugason verið ráðinn ritstjóri, og svo heppilega vildi lil að hann tók við starfi Jónasar Gíslasonar árið 1992 og hélt þannig við tengslunum við guðfræðideild. Ég hef rök til að halda að það sé ekki síst að þakka Guðrúnu Helgadóttur, sem var for- seli sameinaðs Alþingis á árunum 1988-91, að kristnisagan tók þessa farsælu stefnu. Enn- fremur hafa hún og aðrir forsetar þingsins, þá og síðar, séð um að þingið veitti þeim fjár- munum til þessa verks sem þurfti til að það gæti gengið vel, og það hefur kannski skipl mestu máli fyrir franivindu þess. Ekki svo að skilja að ég haldi aö höfundar eða ritstjórnar- menn hal'i unnið verk sín í hagnaðarskyni; fólk sem kann svona vel til verka getur alltaf l'engið meira en nóg af freistandi verkefnum. Engu að síður er það líklega rétt að tryggur fjárhagslegur grunnur og svolítið örlæti, sem sýnir mönnum að verk þeirra séu metin nokk- urs, sé meðal þess sem helsl þarf með til þess að stórvirki í fræðimennsku komi út. Tilvísanir 1 Gunnar Karlsson, „Varnaðarorð um krislnisögu. Flutl á málþingi um ritun sögu kristni á íslandi í 1OCM) ár, 24. nóv- ember 1990“, Sagu XXIX (1991), bls. 143. 2 Krístniá fslandi I—IV. Ritstjóri: Hjalti Hugason. Ritstjórn: Sigurjón Einarsson, formaður, Helgi Bernódusson, Helgi Skúli Kjarlansson, Jónas Gíslasont (Reykjavík, 2000). Framvegis verður vísað í ritið innan sviga í meginmáli, bindistala skrifuð meö rómverskum en blaðsíðutala með arabískum tölustöfum. 3 Finnur Jónsson, Historía ecclesiastica Islandiœ I IV (Havniæ 1772-78). 4 Konur og kristsmenn. I’œttir tir kristnisögu íslands. Ritstjóri Inga Huld Hákonardóttir (Reykjavík, 1996). 5 E.H. Carr, Wluit is History? The George Macaulay Trevelyan Lectures delivered in the University of Cam- bridgeJanuary-March 1961 (Harmondsworth, 1964), bls. 9. 6 Gunnar Finnbogason, „Var bróðir Eysteinn í Þykkvabæ liöfundur Lilju?“ Á góðu dœgri (1951), bls. 83-93. 7 Fréttabréf Sagnfrœðingafélags íslands nr. 44 (8. árg., 4. tbl„ apríl 1990), bls. 2. 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.