Ný saga - 01.01.2000, Síða 52

Ný saga - 01.01.2000, Síða 52
Torfi H. Tulinius Mynd 1. Pierre Bourdieu (f. 1930) varð fyrst þekktur fyrir bókina La Reproduction sem hann skrifaði með Jean-Claude Passeron og fjallar um það hvernig franska mennta- kerfið viðheldur stéttaskiptingunni þótt yfirlýstur tilgangur þess sé að jafna félags- legan mun. ljóst er að í huga sagnaritarans liggja þræðir milli bókmenntaiðju og þjóðfélagsstöðu sem forvitnilegt er að athuga nánar. Það verður gert með stuðningi af hugtökum sem franskur félagsfræðingur, Pierre Bourdieu (f. 1930), hefur verið að þróa undanfarna áratugi. Fyrst verða þessi hugtök kynnt áður en komið verður aftur að Snorra og bræðrum hans. Félagslegt rými og þrjár tegundir auðs Lýsa má ævistarfi Pierres Bourdieus sem til- raun til að skýra drotlnun og valdatogstreitu í mannlegum samfélögum. Hann er dæmigert afsprengi þeirrar gerjunar sent átti sér stað í hug- og félagsvísindum í Frakklandi um mið- bik 20. aldar. Grunnmenntun hans er í heim- speki og hann er mótaður af fyrirbærafræði þýska heimspekingsins Edmunds Husserls (1859-1938), en hún hefur verið ríkjandi í franskri heimspekihefð frá því á fimmla ára- tugnum. I henni er Iögð áhersla á að mannleg vitund vinnur skapandi úr því sem fyrir hana ber. Því er það mikilvægur þáttur í aðferð Bourdieus að líta á það hvernig einstaklingar og hópar smíða sér mynd, kort, eða skýringu á veruleikanum. Við þetta bætist að kenning- ar Bourdieus eru að mótast þegar formgerð- arstefnan er ríkjandi í hugvísindum og er hann því einkar næmur fyrir venslum og mengjum þeirra í mannlegu samfélagi.5 Þótt hann sé töluvert gagnrýninn á form- gerðarstefnuna, má samt segja að eitt þekkt- asta hugtak hans, habitus, eigi rælur að rekja til þeirrar áherslu sem formgerðarsinnar leggja á vensl fyrirbæra sem sameiginlega mynda heild. Bourdieu gengur þó skrefinu lengra en formgerðarsinnarnir því sam- kvæmt honum er habitus ekki aðeins form- gerð, heldur það sem hann kallar á l'rönsku „une structure structurante“ sem mælli þýða „formgerð sem formgerir“.6 Habitus er form- gerð að því leyti að það er sal'n tengdra hug- mynda, gilda, viðhorfa sem hver einstaklingur tileinkar sér í uppvexti sínum og gerir að sínum. En þessi formgerð býr lil aðrar form- gerðir því hún mótar það hvernig einstakling- arnir vinna úr því sem fyrir þá ber á ferli þeirra: afstöðu þeirra til trúmála, þjóðfélags- mála og stjórnmála, lífsstíl þeirra, smekk og menningarneyslu, möguleika þeirra á að sam- lagast ríkjandi þjóðfélagshópi. Þannig sameinar Bourdieu á frjóan hátt tvo meginstrauma í nútímahugsun (fyrirbæra- fræði og formgerðarstefnu), en það hefur gert honum kleift að setja fram kenningu um þátt menntunar og menningar í því hvernig vald dreifist í samfélaginu og hvernig það flyst frá einni kynslóð til annarrar. í því sem hann kallar félagslegt rýnti (l'r. espace social) keppa einstaklingar um stöðu og völd og nota til þess auðmagn (fr. capital) sem þeir hafa mis- jafnan aðgang að í upphafi og eru í misgóðri aðstöðu til að beita og ávaxta. Það sem gerir hugmyndir Bourdieus einkar gagnlegar lil dýpri skilnings á mannlegum samfélög- um er að hann einblínir ekki á efnahagslegt auðmagn, heldur sýnir samspil þess við það sem hann kallar táknrænt auðmagn (fr. capital symbolique) og menningarlegl (fr.capital culturel). Táknrænt auðmagn er yfirráð yfir þeim virðingarstöðum sem gildakerfi sam- félagsins skapar, án þess að efni eða gáfur búi nauðsynlega að baki. Dæmi um þetta eru aðall í eldri samfélögum og kvikmyndaleikar- ar, rokkstjörnur eða annað „fólk í fréttum" í fjölmiðlavæddum nútímanum. Menningar- auðmagn er þekking á og hæfni lil að vinna með ýmiss konar efnivið menningarinnar (tungumálið, listform, orðræðu valdsins, t.d. lög, trú, tækni, o.s.frv.) en í því felst líka það að deila sama smekk og ríkjandi valdhafar og bera skynbragð á það sem þeir telja að hafi gildi. Þessi tegund auðmagns er nátengd fyrrnefndu habitusi, því mikilvæg l'orsenda fyrir því að einstakiingi vegni vel í samfélag- inu er að hann hugsi eins og valdastéttirnar, formgeri reynslu sína af heiminum á svipaðan hátt og þær og lagi sig að háttum þeirra. Þannig sýnir hann með hátterni sínu hvaða stétt hann tilheyrir.7 Þetta kallar Bourdieu „fágun“ (fr. distinction) og er mikilvæg hlið á menningarauðmagninu.8 Samspil þrenns konar auðmagns skýrir hvernig einstakling- um vegnar, hvernig þeir haga sér í hinu lelags- lega rými og auk þess hvernig valdakerfið bæði viðheldur sér og endurnýjar sig.y Sú hugmynd Bourdieus að menntun og önnur menningariðja séu í eðli sínu nátengd 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.