Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 59
Snorri og bræður hans
hai'a verið eins konar „æðri“ list, þ.e. list sem
var stunduð og rnetin af yfirstéttinni, og þjón-
aði því svipuðum tilgangi og t.d. óperan í
Frakklandi á 18. og 19. öld. Það var merki um
að maður tilheyrði þjóðfélagshópi höfðingja
að bera skynbragð á þessa list og kunna eitt-
hvað fyrir sér í henni. Skáldskapur var þáttur
í virðingu manna og kemur það berlega fram
í viðbrögðum Snorra þegar óvinur hans einn
lætur yrkja spott urn kveðskap hans.61
Það gat því einnig komið sér vel fyrir ein-
hvern sem vildi klifra í þjóðfélagsstiganum
að vera skáld gott, ekki ósvipað því þegar
metnaðarfullir einstaklingar af lægri stigum,
t.d. í Vestur-Evrópu á síðustu öld, tileinkuðu
sér liegðun yfirstéttarinnar í sama tilgangi.
Reyndar má vera að slík eftiröpun hafi ált sér
stað á íslandi á 12. og 13. öld, en í heimildum
eru rnörg dæmi um að l'ólki sé lýst sem „kurt-
eisu“.62. Þetta franskættaða orð er dregið af
orðinu „cour“ sem merkir hirð. Þeir sem voru
kurteisir kunnu að hegða sér við hirðina og
voru að því leyti gjaldgengir sem höl'ðingjar
eða sem fylgdarmenn þeirra.
Hefð var fyrir því að skáldskapur í bundnu
máli tengdist höfðingsskap, þcir sem íslend-
ingar höfðu löngum komið sér í mjúkinn hjá
fyrirmönnum Noregs með því að yrkja um
þá lof. Þella stunduðu fleiri Sturlungar en
Snorri, enda áttu þeir ættir að rekja til nafn-
kenndra hirðskálda frá fyxstu öldum Islands-
byggðar. Það er þó ekki l'yrr en eftir miðja 12.
öld sem ritun sagna um Noregskonunga hefst
og eru l'yrstu höfundar þeirra klerkar sem
einkum rita um kristniboðskonungana Ólaf
Tryggvason og Ólal' Haraldsson. Reyndar er
ekkert vitað um Eirík Oddsson sem ritaði um
miðbik 12. aldar „fyrstu söguna“ sem menn
telja sig hafa vissu fyrir að Islendingur setti
sarnan. Hún fjallaði um Sigurð konung
slembidjákn, en ekki er ólíklegt að Eiríkur
þessi hafi verið klerkur.63
Leikmenn sem vitað er að setlu slíkar sög-
ur saman á 13. öld eru þeir frændur Snorri
Sturluson, sem ritaði Heimskringlu, og Sturla
Þórðarson, sem ritaði Hákonar sögu Hákon-
arsonar. Auk þess er líklegt að Ólafur hvíta-
skáld, bróðir Sturlu, hafi samið Knýtlinga
sögu um Danakonunga.64 Við þennan lista má
bæta höfundi Morkinskinnu, því fræðimenn
sem hana hafa rannsakað telja að þar hafi
leikmaður stýrt penna l'remur en klerkur.65
Sögur þessar voru að líkindunx settar saman
fyrir konungana sjálfa, eins og þátturinn af
Slurlu Þórðarsyni sýnir, en þar segir frá til-
drögurn þess að Magnús konungur lagabælir
fól honum að rita sögu föður síns.66 Þannig
eru Snorri, Slurla og Ólafur allir dæmi urn
skáld sein verða sagnaritarar, urn leikmenn
senx hafa tekið ritlistina, menningartæki
kirkjunnar, í sína eigin þágu.
En hvers vegna lagði Sturla Sighvatsson
slíkan hug á að láta skrifa upp bækur Snoira?
Ællaði hann sjálfur að færa þær Noregshöfð-
ingjum? Það kann að vera, en þó er líklegra
að tilgangurinn hafi eini'aldlega verið sá að
eiga þær til að þær yrðu lesnar upp t'yrir hann
og hcimilisfólk hans. Ekki bara vegna þess að
það var kurteisleg skemmtun og Sturla því
getað sýnt höfðingsskap sinn nxeð slíkunx
upplestri, heldur líka vegna þess að sjáll't inni-
hald þeirra var menningarauðmagn. Kon-
ungasögur eins og Morkinskinna og Heirns-
kringla juku ekki aðeins þekkingu njótenda
þeirra á sögu Noregs og Islands, heldur hafa
þær einnig skerpt skilning þeirra á stríðs-
rekstri, höfðingjavaldi, konungsvaldi og hirð-
mennsku.67 Þær liafa verið tæki sem gerðu
mönnum kleil't að skilja veruleikann sem í
kringum þá var og hafa áhrif á hann, hluti af
því sem myndaði habitus íslenskrar höfð-
ingjastéttar á síðustu áratugum þjóðveldisins.
Eitl af því sem Bourdieu segir að keppt sé
um í hinu l'élagslega rými er valdið til að gæða
félagslegan veruleika merkingu.68 Hér korna
saman annars vegar táknrænt auðmagn, því
samfélagið viðurkennir að handhafi þess sé til
þess bær að gefa því merkingu, og hins vegar
menningarlegt auðmagn sem er nauðsynlegt
senx tæki til að búa merkinguna til. I kristnu
samfélagi miðalda er kirkjan öl'Iugasta og við-
urkenndasta uppspretta slíkra skilgreininga,
en líta má svo á að konungsvaldið hal'i smám
saman orðið það líka, m.a. með því að eigna
sér menningarleg tæki kirkjunnar, þ.ám.
söguskoðun hennar og sagnaritun.
Samkvæmt Bourdieu er barátta þjóðfélags-
hópa að verulegu leyti átök um skilgreining-
ar.69 Nýir hópar geta því lileinkað sér tæki
eldri hópanna í því skyni að „endurskilgreina"
Það gat því
einnig komið
sér vel fyrír
einhvern sem
vildi klifra í
þjóðfélags-
stiganum að
vera skáld gott