Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 10
Svanur Kristjánsson
Mynd 5.
Lagt af stað í
Bandaríkjaförina.
T.v. Alfred Dreyfus
sendiherra, Sveinn
Björnsson forseti,
Georgía Björnsson
forsetafrú, Generai
Key, Vilhjálmur Þór,
frú Rannveig Þór
og Bjami Guðmunds-
son. Á myndina
vantar Jakob Jóns-
son og Pétur Eggerz.
Myndir 6 og 7.
T.v. Forseti Islands
í Washington.
T.h. Islensk stúlka
færir forseta blóm
við komuna til New
York að viðstödd-
um La Guardia
borgarstjóra.
að styrjöldinni lokinni. „Forseti Islands mun
ef til vill leggja fram ákveðnar tillögur í vænt-
anlegri heimsókn sinni.“21
23. ágúst 1944 lagði Sveinn Björnsson af
stað í Bandaríkjaför. í föruneyti hans voru fjór-
ir menn: Vilhjálmur Þór, Bjarni Guðmunds-
son, blaðafulltrúi, Pétur Eggerz, forsetaritari
og Jakob Jónsson, öryggisvörður og aðstoð-
armaður forsetans. Daginn eftir var haldið til
höfuðborgarinnar, Washington. Á flugvellin-
um mætti þeim fjölmenn sendinefnd. I Hvíta
húsinu tók Roosevelt á móti þeim.
Eftir nokkrar viðræður var sest að te-
drykkju á svölum Hvíta hússins.
Anna Boettiger, dóttir Roosevelts, gegndi hlut-
verki húsmóður í fjarveru Eleanor, móður sinn-
ar. Að tedrykkjunni lokinni leiddi hún íslensku
gestina til herbergja sem þeim voru ætluð.
Um kvöldið hélt Bandaríkjaforseti opin-
bera veislu í Hvíta húsinu, þar sem margir
tignustu menn landsins voru saman komnir,
flestir ráðherranna, hæstaréttardómarar og
forsetar þingdeilda Bandaríkjaþings. í fylgd
með Thor Thors, sendiherra, var sonur Sveins,
Henrik Sv. Björnsson, sem gegndi embætti
sendiráðsritara um þessar mundir og bjó í
Washington ásamt konu sinni, Gróu Torf-
hildi. Síðar hitti Sveinn einnig yngstu dóttur
sína, ungfrú Elísabetu Sv. Björnsson, sem
stundaði nám í New York. Klukkan tíu um
kvöldið hurfu gestirnir á brott, en Roosevelt
ræddi einslega við þá Svein Björnsson og
Vilhjálm Þór til miðnættis.22
I veislunni hélt forseti Bandaríkjanna ræðu
til heiðurs gestunum og fer meginefni hennar
hér á eftir:23
1) Island tilheyrir tveimur heimsálfum, Evr-
ópu og Vesturálfu. I framtíðinni mun landið eiga
vinsamleg samskipti bæði til vesturs og austurs.
2) ísland er mikilvægt fyrir varnir Banda-
ríkjanna. Hætta var á innrás Þjóðverja. Banda-
ríska utanríkisráðuneytið hafði samband við
ríkisstjórn fslands um hervernd til að forða
Vesturheimi frá hugsanlegum innrásum frá
þýskum herstöðvum á Islandi.
3) Bandaríkin munu vinna að fullu sjálf-
stæði Islands eftir stríð. íslendingar hafa í
raun verið sjálfstæð þjóð í þúsund ár. íslend-
ingar eru elsta menningarþjóð heimsins og
hafa ætíð búið við frelsi til orðs og æðis.
4) Fyrir stuttu síðan var lítil verslun á rnilli
landanna, tæplega 2% af innflutningi íslend-
inga kom frá Bandaríkjunum. Hlutfallið er nú
58%. Þessi breyting hefur orðið vegna styrj-
aldarinnar en Bandaríkin vilja viðhalda nánu
sambandi við ísland eftir stríð.
8