Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 10

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 10
Svanur Kristjánsson Mynd 5. Lagt af stað í Bandaríkjaförina. T.v. Alfred Dreyfus sendiherra, Sveinn Björnsson forseti, Georgía Björnsson forsetafrú, Generai Key, Vilhjálmur Þór, frú Rannveig Þór og Bjami Guðmunds- son. Á myndina vantar Jakob Jóns- son og Pétur Eggerz. Myndir 6 og 7. T.v. Forseti Islands í Washington. T.h. Islensk stúlka færir forseta blóm við komuna til New York að viðstödd- um La Guardia borgarstjóra. að styrjöldinni lokinni. „Forseti Islands mun ef til vill leggja fram ákveðnar tillögur í vænt- anlegri heimsókn sinni.“21 23. ágúst 1944 lagði Sveinn Björnsson af stað í Bandaríkjaför. í föruneyti hans voru fjór- ir menn: Vilhjálmur Þór, Bjarni Guðmunds- son, blaðafulltrúi, Pétur Eggerz, forsetaritari og Jakob Jónsson, öryggisvörður og aðstoð- armaður forsetans. Daginn eftir var haldið til höfuðborgarinnar, Washington. Á flugvellin- um mætti þeim fjölmenn sendinefnd. I Hvíta húsinu tók Roosevelt á móti þeim. Eftir nokkrar viðræður var sest að te- drykkju á svölum Hvíta hússins. Anna Boettiger, dóttir Roosevelts, gegndi hlut- verki húsmóður í fjarveru Eleanor, móður sinn- ar. Að tedrykkjunni lokinni leiddi hún íslensku gestina til herbergja sem þeim voru ætluð. Um kvöldið hélt Bandaríkjaforseti opin- bera veislu í Hvíta húsinu, þar sem margir tignustu menn landsins voru saman komnir, flestir ráðherranna, hæstaréttardómarar og forsetar þingdeilda Bandaríkjaþings. í fylgd með Thor Thors, sendiherra, var sonur Sveins, Henrik Sv. Björnsson, sem gegndi embætti sendiráðsritara um þessar mundir og bjó í Washington ásamt konu sinni, Gróu Torf- hildi. Síðar hitti Sveinn einnig yngstu dóttur sína, ungfrú Elísabetu Sv. Björnsson, sem stundaði nám í New York. Klukkan tíu um kvöldið hurfu gestirnir á brott, en Roosevelt ræddi einslega við þá Svein Björnsson og Vilhjálm Þór til miðnættis.22 I veislunni hélt forseti Bandaríkjanna ræðu til heiðurs gestunum og fer meginefni hennar hér á eftir:23 1) Island tilheyrir tveimur heimsálfum, Evr- ópu og Vesturálfu. I framtíðinni mun landið eiga vinsamleg samskipti bæði til vesturs og austurs. 2) ísland er mikilvægt fyrir varnir Banda- ríkjanna. Hætta var á innrás Þjóðverja. Banda- ríska utanríkisráðuneytið hafði samband við ríkisstjórn fslands um hervernd til að forða Vesturheimi frá hugsanlegum innrásum frá þýskum herstöðvum á Islandi. 3) Bandaríkin munu vinna að fullu sjálf- stæði Islands eftir stríð. íslendingar hafa í raun verið sjálfstæð þjóð í þúsund ár. íslend- ingar eru elsta menningarþjóð heimsins og hafa ætíð búið við frelsi til orðs og æðis. 4) Fyrir stuttu síðan var lítil verslun á rnilli landanna, tæplega 2% af innflutningi íslend- inga kom frá Bandaríkjunum. Hlutfallið er nú 58%. Þessi breyting hefur orðið vegna styrj- aldarinnar en Bandaríkin vilja viðhalda nánu sambandi við ísland eftir stríð. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.