Ný saga - 01.01.2001, Síða 19
Jón Páll Halldórsson
Við aldamót
1) egar LANDSMENN fögnuðu nýrri öld,
hófst mikið kapphlaup meðal fjöl-
miðla að útnefna mann aldarinnar og ekki
síður að skera úr um það, hvaða atburður
hefði sett mestan svip á öldina sem leið. Sitt
sýndist hverjum eins og gengur. Oneitanlega
bar öll þessi umræða svip af því, að hlutirnir
voru sjaldnast skoðaðir í sögulegu samhengi.
Fólki hættir mjög lil þess að meta menn og
málefni með hliðsjón af seinustu áratugum
aldarinnar. Því láðist að taka mið af þeirri
frantþróun, sem varð fyrr á öldinni. Þær stór-
stígu framfarir, sem hér urðu á ýmsum sviðum
í upphafi aldarinnar, hurfu þar af leiðandi al-
gjörlega í skuggann í þessari umræðu. Annað
vakti ekki síður athygli. Þeir, sem tóku þátt í
umræðunni, litu fyrst og síðast til stjórnmála-
manna, skálda og rithöfunda. Ég held, að
enginn hafi komið auga á neinn þeirra
manna, sem Matthías Johannessen nefndi á
sínum tíma athafnaskáld. Margir þeirra ollu
þó gagngerri breytingu á atvinnuháttum þjóð-
arinnar og höfðu miklu meiri áhrif á líf henn-
ar og störf heldur en meginþorri þeirra stjórn-
málamanna, skálda og listamanna, sem settu
svip sinn á öldina með fullri virðingu fyrir
þeim öllum.
í upphafi síðustu aldar urðu hér stórkost-
legar breytingar, sem áttu eftir að hai'a áhrif á
búselu og mannlíf í landinu alla öldina Allt
frant undir næstseinustu aldamót var ísland
nær lneinræktað bændaþjóðfélag og hér bjó
dreifbýlisþjóð. Af um það bil 78 þúsund í-
búuni landsins bjuggu þá um 17 þúsund
manns í því, sem kalla má þéttbýli. I höfuð-
staðnuin Reykjavík bjó rösklega þriðjungur
þéttbýlisbúa, 6.800 manns, og rúmlega eitt
þúsund manns í stærstu bæjunum, Akureyri
og Isafirði. Tíu árum síðar voru íbúar landsins
orðnir 85 þúsund. Þeim hafði þá fjölgað unt
sjö þúsund, en þá bjuggu um 30 þúsund
manns í þéttbýlinu - þar af 11.600 í höfuð-
staðnum.1 Þessi búsetuþróun hélt svo áfram
alla öldina, þéttbýlisbúum fjölgaði, en að
sama skapi fækkaði í strjálbýlinu.
Mynd 1.
Fyrsta bátavélin
kom til landsins
haustið 1902, og
var sett í sexæring-
inn Stanley, sem
þeir áttu i félagi
Ámi Gislason, for-
maður og Sophus
J. Nielsen verslunar-
stjóri á Isafirði.
17