Ný saga - 01.01.2001, Page 25

Ný saga - 01.01.2001, Page 25
Björgvin Sigurðsson Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins AGNFRÆÐI er fremur íhaldssöm fræði- grein þegar kemur að hagnýtingu nýrr- 'ar tækni á borð við veraldarvefinn. Alltént fer ekki mikið fyrir sagnfræðingum á verald- arvefnum og svo virðist sem a.ni.k. íslenskir sagnfræðingar hafi ekki haft mikinn áhuga á að vinna með nettækni lil þessa. En nú virðisl sem breyting sé að verða á og sagnfræðingar hér á landi ætli að slást í hópinn með þeim sem þjóta um hraðbraut veraldarvefsins. Internetið - eða einfaldlega Netið - er í raun aðferð eða tækni til að flytja gögn á ntilli tölva, óháð gerð þeirra og stýrikerfi. Til þess er notaður svokallaður IP-staðall (Internet Protocol) sem segir til um hvernig gögn skulu flutt og á hvaða formi. En það er hinn svo- kallaði veraldarvefur sem hefur verið inest áberandi hluti Netsins ásamt tölvupósli þótt fjölmargar aðrar samskiptaleiðir séu notaðar á Netinu. Veraldarvefurinn, eða vefsíðurnar svokölluðu, byggir á samskiptastaðli sem skammstafaður er http (Hyper Text Transfer Protocol) en hann gerir vöfrum eða vefskoð- uruni kleift að óska eftir og taka við upplýs- ingum urn vefsíðurnar. I þessari grein er kannað hvernig sagnfræð- in hefur hagnýtt sér Netið og þá sérstaklega hvernig íslenskir fræðimenn nota þennan miðil. Eins og flestir vita er Netið ungt fyrir- bæri og þótt það hafi verið til í nokkra áratugi var það ekki fyrr en í upphafi þess tíunda sem það varð almenningseign. Óþarft er að taka frant að tölvur og stafræn vinnsla hafa upp á næstum ótakmarkaða kosti að bjóða. Tölvur geta leitað, reiknað og teiknað á Inaða sem okkur mennina getur ekki dreymt um að ná. Með þeim er auövelt að geyma gögn og endurnýta þau án mikillar fyrirhafnar. Samt hafa sagnfræðingar ekki verið duglegir við að nýta sér þessa kosti lil að skapa þekkingu úr upplýsingum. Skipta má rafrænum upplýsingum á Netinu sem koma sagnfræðingum að gagni í fjóra flokka. I fyrsta lagi eru listar og skrár af ýmsu tagi. Hér er átt við ýmsar upplýsingar, t.d. úr bóka- og skjalasöfnum, sem snúa að safnkosti viðkontandi safna. Gegnir, bókfræðigrunnur Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns er einn slíkra grunna sem hægt er að nálgast á Netinu. I öðru lagi er hvers konar heimildaút- gáfa, eins og t.d. Sagnanet Arnastofnunnar og Landsbókasafnsins, og í þriðja lagi fullbúnar sagnfræðirannsóknir sem gefnar eru úl í raf- rænu formi, t.d. rafbækur um sagnfræði. I fjórða lagi er svo hægt að tala um efni sem er sérstaklega unnið fyrir vefinn. Þar má nefna söguvefi eða vefgáttir uin sagnfræðileg efni eins og t.d. H-Net sem er eins konar santfélag sagnfræðinga á Netinu. Þrír fyrsttöldu flokkarnir endurspegla ferl- ið sem sagnfræðingar fara í gegnum þegar þeir stunda rannsóknir. Fyrst þarf að leita heimilda í bóka- og skjalasöfnunt. Því næst þarf að nálgast og vinna ineð þær heimildir sent kunna að finnast. Að lokum er það svo afurðin, niðurstöður rannsóknarinnar, sem gefnar eru út með einum eða öðrum hætti. Allt frá því stafræn tækni og notkun einka- tölvunnar varð almenn hafa ýmsir spáð fyrir um endalok pappírsins og bókarinnar. Eins og flestum er kunnugt lifir bókin góðu lífi og færa má rök fyrir því að tölvutæknin hafi styrkt bókaútgáfu um allan heim. Að minnsta kosti er útgáfa bóka um tölvur og tækni blóm- legur iðnaður og titlarnir skipta hundruðum þúsunda í heiminum ár hvert. íslensk sagn- fræði virðist heldur ekki hafa orðið fyrir telj- andi áhrifum því samkvæmt skráningu Lands- í þessari grein er kannað hvernig sagn- fræðin hefur hagnýtt sér Netið og þá sérstaklega hvernig íslenskir fræðimenn nota þennan miðil 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.