Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 26

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 26
Björgvin Sigurðsson Eins og flestum er kunnugt lifir bókin góðu lífi og færa má rök fyrir því að tölvutæknin hafi styrkt bóka- útgáfu um allan heim Það má því Ijóst vera að ekki er um auðugan garð að gresja fyrir þá sem vilja leita heimilda í íslenskum söfn- um, þótt nokkuð hafi ræst úr að undanförnu bókasafns hefur útgefnum bókum um sagn- fræði fjölgað jafnt og þélt síðasta áratuginn.1 Bóka- og skjalasöfn A flestum bókasöfnum eru safnkosturinn skráður með rafrænum hætti og geta safngest- ir leitað og skoðað það sem til er. Því miður hafa íslensk bókasöfn ekki verið nógu dugleg að bjóða leitarmöguleika á Netinu. Undan- tekningin er þó stærsta og mikilvægasta bóka- safnið, Landsbókasafn fslands - Háskólabóka- safn, sem hefur sett bókfræðigrunna safnsins, GEGNI og GREINI, á Netið. Þar er hægt að leita með sama hætti og í tölvum safnsins. Það verður þó að segjast að GEGNIR er kominn til ára sinna og leitarmöguleikar hans eru lítt þróaðir. Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að nota nema einn leitarmöguleika í einu. Þetta stendur þó til bóta, enda hefur Lands- bókasafnið ákveðið að taka nýtt kerfi í notk- un sem mun stórbæta þjónustuna. Landsbókasafnið stendur sig þó betur en almenningsbókasöfn, það er a.m.k. hægt að leita í gegnum Netið og spara þannig notend- um og starfsfólki vinnu og fyrirhöfn. Safnið hefur einnig staðið myndarlega að kynningu og framkvæmd samninga um landsaðgang að tímaritum og gagnasöfnum sem er verkefni á vegum menntamálaráðuneytisins. Um skjalasöfnin gegnir hins vegar öðru máli. Þau hafa farið sér hægt í að birla skrár yfir safnkost sinn á Netinu þannig að notend- ur geti leitað í þeim. Nokkur skjalasöfn eru að koma upp vísi að slíkri þjónustu. A vefsíðu Héraðsskjalasafns Austur-Húnvetninga má t.d. finna vísi að efnisflokkun skjalanna og er það vel. Vefurinn virðist aftur á móti gamall, ef marka má forsíðuna. Rétt er að benda á að héraðsskjalasöfnin hafa úr litlu að moða og flest hafa einungis einn starfsmann sem oft er ekki einu sinni í fullu starfi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur hefur einnig búið til lista yfir þau skjalasöfn sem til eru í safninu og þótt þeirri vinnu sé ekki lokið stefnir safnið í rétta átt. Það sama á við um Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöð- um. Þjóðskjalasafnið hefur einnig sett upp lista yfir einkaskjalasöfn í safninu á heima- síðu sinni auk þess sem þar er hægt að sjá lista yfir geymsluskrár safnsins. Þjóðskjalasöfn annarra landa hafa rnörg hver sett upp leitarhæfa gagnabanka á heima- síðum sínum og er sá bandaríski einn sá glæsi- legasti. Þjóðskjalasöfn Norðurlandanna hafa flest sett upp leitarmöguleika í eitthvert efni. Breska þjóðskjalasafnið, Public Record Office, hefur sett upp vandaðan vef þar sem hægt er að leita í PROVAC kerfi þeirra en það inniheldur meira en 9 milljón færslur um skjöl. Miklar upplýsingar er að finna um skjölin og skráðir notendur geta jafnvel skoð- að sum þeirra. Leitarmöguleikar á vefjum skjalasafna eru mikið hjálpartæki fyrir notendur og geta um leið létt mjög vinnu starfsmanna viðkomandi safna þar sem notendur geta afgreitt sig sjálf- ir og þeir sem þurfa aðstoð eru líklegir til að konta nteð fastmótaðar hugmyndir um hvað þeir vilja. Þjóðskjalasafnið stofnaði nýverið útgáfu- og upplýsingasvið og hóf Eiríkur G. Guðmunds- son þar störf sem sviðsstjóri í ársbyrjun 2001. Stærsta verkefni safnsins í þessum málaflokki snýr að nýju kerfi sem gerir safninu kleift að taka á móti rafrænum gögnum frá stjórnsýsl- unni. Safnið hefur á undanförnum árum unn- ið mikið starf í samvinnu við Hugvit og RANNÍS við þróun kerfisins og áformað er að á árinu verði gefnar út leiðbeiningar og regiur sem opinberar stofnanir eiga að styðj- ast við. I framtíðinni verður svo hægt að leita í gögnunum með rafrænum hætti og þannig munu sagnfræðingar framtíðarinnar fá í hendur afkastamikið tól til að flokka, finna og velja heimildir. Vinna safnsins við þetta verkefni hefur verið mjög tímafrek en safnið áformar að uppfæra og breyta heimasíðu sinni á árinu. Ætlunin er að slá inn í gagnagrunn upplýsing- ar um efni í safninu og gera það aðgengilegt á Netinu. I fyrstu atrennu verður safnið ekki stórt en vonir standa til að hægt verði að auka við eftir því sem efni og ástæða þykir. Það má því ljóst vera að ekki er um auðug- an garð að gresja fyrir þá sem vilja leita heim- ilda í íslenskum söfnum, þótt nokkuð hafi ræst úr að undanförnu. Forvitnilegasta nýj- ungin kemur þó ekki úr þeim ranni. Gunnar Karlsson prófessor hefur, ásamt aðstoðar- mönnum, unnið að miklum bókfræðigrunni í 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.