Ný saga - 01.01.2001, Page 34
Sagnfræðin á hraðbraut veraldarvefsins
Ef rafrænir
miðlar eiga að
ná fótfestu og
verða fullgildir í
samfélagi sagn-
fræðinga þarf
að safna efninu,
varðveita það
og miðla, rétt
eins og þóka-
og skjalasöfn
gera við þrent-
aðar útgáfur
og ábyggilegar heimildir og menn ætla. Þau
hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að
þekking í þessu formi glatist, og tryggja að
hver sem er geti flett upp í bókum, blöðum og
tímaritum sem gefin hafa verið út. Það er
styrkur hins prentaða orðs í vísindaheimin-
um. Gunner Lind lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla lýsir þessu vandamáli í afar
fróðlegu viðtali við Nýja sögu, en þar segir
hann: „En ef það á að tryggja að heimildirnar
séu til varanlega, er varlegt að treysta bara á
Netið. ... Einhver verður að bera ábyrgð á að
uppfæra og tryggja aðgang.“10
Ef rafrænir miðlar eiga að ná fótfestu og
verða fullgildir í samfélagi sagnfræðinga þarf
að safna efninu, varðveita það og miðla, rétt
eins og bóka- og skjalasöfn gera við prentað-
ar útgáfur. Mikil umræða er nú meðal bóka-
safna og bókasafnsfræðinga um hvernig eigi
að varðveita rafrænt efni á vefnum. Margar
þjóðir hafa stigið fyrstu skrefin og til dæmis
hafa Danir lögleitt skilaskyldu á rafbókum
(ebooks), eins og áður hefur komið fram, og
þar er unnið að því að koma lögum yfir varð-
veislu vefsíðna. Rafbækur eru fyrsta skrefið
og það einfaldasta. Hvernig ráðið verður við
ringulreið vefsins er önnur og stærri spurning.
Niðurlag
Heimildaútgáfa og efni er tengist bóka- og
skjalasöfnum eru tilvalin til útgáfu á vefnum.
Leitarmöguleikar tölvanna nýtast til fulls, að-
gengið gjörbreytist og varðveisla skjala verð-
ur betri. Það kostar hins vegar mikla vinnu að
koma skjölum á stafrænt form og vinna kost-
ar peninga. Mikilvægt er að helstu stofnanir
gefi þessum málaflokki gaum sem allra fyrst,
safnafólk og fræðimenn verða að leggjast á
eitt að finna góð verkefni og afla fjár til að
hrinda þeim í framkvæmd.
Rafrænir miðlar hafa verið í sviðsljósi fjöl-
miðla og í raun samfélagsins alls síðustu ár.
Það er ljóst að tæknilega eru möguleikarnir
óþrjótandi en takmarkanirnar liggja annars
staðar. Það er dýrt að halda úti netmiðlum
enda eru flestir eða allir vefir og vefsetur urn
sagnfræði kostuð af stofnunum eða stærri fyr-
irtækjum sem hafa aðra kjarnastarfsemi. Hi-
story Today, H-Net og Söguvefur Nýja bóka-
félagsins eru dæmi um það. Tekjur af netstarf-
semi hafa reynst ótryggar nema í hefðbundn-
urn greinunr eins og t.d. bóksölu. Netið er því
alls ekki sú gróðalind sem margir spáðu. Það
er aftur á móti að verða sífellt stærri þáttur í
verslun, viðskiptum, kynningu og markaðs-
setningu fyrirtækja, svo ekki sé minnst á líf
almennings.
Netið var engin bóla og þessi samskipta- og
miðlunarmáti mun að öllum líkindum halda
áfram að stækka og þróast með ógnarhraða
eins og hann hefur gert síðustu tíu árin.
Möguleikarnir eru miklir og þeir sem ekki
ætla að kanna þá sitja eftir. Það er því mikil-
vægt að sagnfræðingar geri tilraunir með raf-
rænar útgáfur og vefinn almennt. Það er fag-
inu mikilvægt að velta fyrir sér kostum og
göllum, finna lausnir á vandamálunum og
setja sér vinnureglur um vefútgáfur. Annars er
hætt við að tæknimennirnir verði útgefendur
framtíðarinnar, en ekki þeir sem hafa þjáll'un
og þekkingu á efninu sem verið er að gefa út.
Enn fremur er brýnt að koma elstu skjöl-
um okkar á rafrænt form. Það er mikilvægt,
ekki aðeins til að tryggja varðveislu skjal-
anna, heldur tengjast þau þannig vinnulagi og
þekkingarheimi sagnfræðinga framtíðarinnar
sem munu gera auknar kröfur um stafræn
gögn og tölvutæka leitarmöguleika.
Tilvísanir
1 Landshagir 2000. Hagstofa Islands. Hagskýrslur Islands
III, 77 (Reykjavík, 2000), bls. 278.
2 http://www.sapnanct.is. Forsíöa vefsins.
3 Agripið kom fyrst út árið 1982 í bókinni Kortasafn Há-
skóla ístands og var titill greinarinnar „fsland á landa-
bréfum. Nokkrir drættir“. A vefnum er stytt og breytt út-
gáfa.
4 A vefnum www.memoware.com/palm er að finna hug-
búnað og bækur fyrir Palm.
5 Heimasíða forritsins er www.microsoft.com/reader.
6 lan Simpson, „E-Books Barcly a Blip on Publishing
Radar", www.vahoo.com. 8. febrúar 2001.
7 Bókmenntavefur strik.is hýsir bókina
(www.strik.is/menning/bokmenntir/tenglasida.ehtm).
8 /www.indiana.edu/~ahr/report.htm. Skýrsla frá ráðstefnu
ritstjóra sagnfræðitímarita í Bandaríkjunum sem haldin
var í Indiana University í ágúst 1997. History Journals
and Electronic Future
9 GeoCities er þjónusta rekin af Yahoo.com þar sem hver
sem er getur skráð sig og setl upp sína eigin heimasíðu.
Undir þessu léni er því að finna allskyns efni frá öllum
heimshornum. Það er ekki einu sinni mögulegt að vita
hvort nöfnin sem höfundarnir gefa upp séu hin réttu.
10 Ragnheiður Mósesdóttir, „Island var stöðutákn fyrir hinn
einvalda konung", Ný saga 12 (2000), bls. 61-66.