Ný saga - 01.01.2001, Side 40

Ný saga - 01.01.2001, Side 40
Átakaárið 1968 Mynd 6. Sjóliðar reyna að þurrka slagorðin af skipshliðinni. En það var þá: Þegar Solla las ljóðið, þeg- ar Grikkirnir komu, þegar Natófundurinn var, sumarið 68, þegar landinn bauð Dean Rusk og Pipenelis að spígspora á aumingja- skap sínum, einsog Jóhannes úr Kötlum orð- aði það. Þegar ég hitti Sigurð A - áður en hann var handtekinn af löggunni í desember, seinna, núna, í fyrradag, fyrir utan Tjarnar- búð. Þegar ég hitti Ragnar Stefáns fyrst, fyrir utan Hótel Borg að selja ballmiða og hafði ekki glóruhugmynd að vináttan yrði þétt & ævarandi & hann svaramaðurinn minn og ég hans; en það var árum seinna, hvernig gat mig órað fyrir því, þá, þarna, þegar eina sem ég vissi - um mig - var að ég ætlaði aldrei, aldrei, aldrei að binda mig, annarri manneskju. Sumarið 68 og ég varla komin í bæinn, á puttanum úr Mosfellsbæ til að komast í Keflavíkurgöngu. Fékk að gista hjá Systu Odds á Reykjalundi. Eins gott að veðrið var gott, ég í stuttu pilsi og tréklossum, nestislaus. Þekkti varla kjaft nema Lobba og Rabba. Það var áður. Það var á undan Auslurstræti. Eftir að við vorum í MA, en áður, löngu áður en Lobbi varð hagfræðingur Háskólans og Rabbi tæknifræðingur. Austurstrætið - Þorláksmessan - löggan. Hvað verður? Þeir losa kylfurnar, festa hjálm- ana, þéttir saman, óhugnanlegt, alveg einsog löggan í Frankfurt á 1. maí. En það var árið eftir, ég gat ekki vitað það þarna, þá. í Frank- furt hafði Iöggan byssur - og andlitshlífar. í Austurstræti sem betur fer, ekki byssur. Ég er orðin hrædd, við nálgumst, kylfunum er lyft. Allt í einu fatta ég að þeir eru líka hræddir, skílhræddir. Kannski við að berja. Kannski við að lenda í einhverju sem ekki verður aft- ur tekið. Ég sé það í augunum. Hvernig stendur á þessu! Styðja þeir napalmsprengjur Kanans? Styðja þeir ríkis- stjórnina? Finnst þeim þetta rétt? Á þessari stundu vissi ég það eitt að ég myndi aldrei, aldrei vinna fyrir kaupinu mínu á þennan hátt. Mér er illt í höfðinu. Ég er með hausverk síðan ég var lamin í fyrrakvöld. Frakkinn hans Dags dugir ekki lengur. Útundan mér sé ég kylfuna koma, aflur í höfuðið, hökuna núna. Ég gefst upp, reyni að komast burt. Dagur, hjálpaðu mér! Hann skilur. Ég þoli ekki að gefast upp! Það var 21. desember sem allt gerðist; dag- urinn sem ég var slegin útúr hinu meðvitaða, borgarlega, íslenska samfélagi - slegin út í orðsins fyllstu merkingu. Og þá voru einung- is tvær leiðir færar: standa með mér eða þeim - ég valdi mig. 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.