Ný saga - 01.01.2001, Side 42

Ný saga - 01.01.2001, Side 42
Átakaárið 1968 Stúlka sem var í hópnum fyrir framan hann tók milli fóta honum og handiék karl- mennsku hans góða stund án þess hann kæmi vörnum við regluyfirvöld alltaf ferðinni varðandi skipulag löggæslu þegar erlendir aðilar eiga hlut að máli. Ég var á mótorhjóli við mót Hringbraut- ar og Njarðargötu og sá því úr nokkurri fjar- lægð þegar hópurinn komst að skólanum. Ég fór þegar á vettvang því að ég sá að fáir lög- reglumenn voru á staðnum. Þarna brutust út harðvítug átök þegar gefin hafði verið skipun um að ryðja svæðið en flestir úr hópnum neit- uðu að yfirgefa svæðið. Ekki man ég í dag ná- kvæmlega hvernig hlutirnir gerðust þarna á tröppum Háskólans enda gekk talsvert á. Kylfum var beitt og slösuðust nokkrir við það, einnig meiddust einhverjir við það að detta í tröppunum. Ég fór fljótt af staðnum á mína fyrri varðstöðu og sá því ekki hvað gerðist síðustu mínúturnar á tröppum skól- ans. Ef til vill hefði mátt komast hjá þessum átökum með meiri löggæslu en taka verður tillit til þess að mikill hiti var í göngumönnum og eins og oft áður beindist öll reiðin að lög- reglunni. Þorláksmessuslagurinn Á Þorláksmessu urðu átökin vegna þess að Fylkingunni hafði verið synjað um leyfi til að ganga upp Bankastræti og Laugaveg. Þessu vildu hún ekki una og reyndi í trássi við neit- un yfirvalda að ganga fyrirhugaða leið. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglunnar vegna þessa máls en það lá í loftinu að neitun lög- reglu við göngunni yrði virt að vettugi. Þar sem mjög margir eru ævinlega á vakt á Þor- láksmessu gekk nokkuð greiðlega að hóa saman fjölmennu liði lögreglumanna. Ég starfaði á þessum tíma í Umferðardeild lög- reglunnar og vorum við hafðir í biðstöðu bak við Stjórnarráðið og vorum ekki kallaðir til fyrr en gangan var komin neðst í Bankastræt- ið. Aðgerðir gengu út á það að meina göngu- mönnum að ganga upp götuna. Það var gert þannig að lögreglumenn stóðu hlið við hlið og kræktu saman handleggjum og girtu þannig fyrir leiðina upp götuna. Þetta var vægast sagt mjög óþægileg aðstaða sem menn voru þarna í því ekki mátti sleppa tökum og nær ómögu- legt að verjast höggum og öðrum pústrum sem menn urðu fyrir í hita leiksins. Eins og venja er á Þorláksmessu var talsverður mann- fjöldi á Laugavegi og í miðborginni og dreif fólk að þegar átökin hófust. Ekki varð þessi fólksfjöldi til að létta okkur störfin og læddist að manni sá grunur að ýmsir æringjar úr hópnum hafi notað tækifærið og lætt sér í hóp göngumanna og ýtt á móti lögreglunni. í þess- um átökuni urðu margir lögreglumenn fyrir nokkrum meiðslum sérstaklega þeir sem voru fastir í hinni mannlegu girðingu því þar eins og áður sagði áttu menn erfitt með að verja sig. Urðu menn fyrir höggum og spörkum, einnig var hrækt á menn og sýnir það ef til vill vel þá heift sem hljóp í göngumenn er á leið. Eitthvað var um það að kylfur væru teknar upp og gerðu það lögreglumenn sem ekki voru fastir í röðinni. Reynt var að ógna með kylfunum yfir mennina sem voru í röðinni og á milli þeirra. I þessum atgangi gerðist það að lögreglumaður fékk kylfuhögg í höfuðið en hann hafði nokkru áður misst húfuna. Eitt- hvað vankaðist hann við höggið og var að vonum heldur óhress með atburðarásina. Hann sagði síðan eftirá að nógu erfitt hefði verið að verjast þeim sem sóttu framan að honum þó ekki bættist við árás aftan frá og það frá eigin félögum! Ekki var reynsla allra lögreglumanna þó á þennan neikvæða veg því ungur lögreglumað- ur sem stóð fastur í röðinni varð fyrir því að stúlka sem var í hópnum fyrir framan hann tók milli fóta honum og handlék karl- mennsku hans góða stund án þess hann kæmi vörnum við. Ekki man ég í dag hvað þessi átök stöðu lengi en að lokum leystist hópur- inn upp og ró komst á. Ég velti því ekki mikið fyrir mér á þessum tíma hvers vegna öll þessi ólga var í þjóðfé- laginu. Maður skaut sér ef til vill aftur fyrir þessa hlutleysislínu sem varð að ráða öllu starfi manns. Þegar frá leið þá reyndu menn að sjá þetta á léttari nótunum eða eins og einn lögreglumaður sagði einhverju sinni: „Hvað er eiginlega að fólki það má ekki hundur reka við svo einhver komi ekki til að mótmæla.“ Eitt situr þó enn í mér og hef ég talsvert velt vöngum yfir að hversu háleitar sem þær hug- sjónir voru sem Fylkingin hafði á þessum tíma þá virtust þær ævinlega gleymast þegar kom að viðskiptum við lögreglu. Ef til vill voru skemmtanir fólks fábreyttari þá en nú. 40
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.