Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 51

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 51
Hvfldar er þörf fyrir lögboðna lágmarkshvíld en gagnvart öðrum hópum sjómanna og landverkafólki. Þeir þyrftu að vinna lengur en aðrir og starl' þeirra væri erfiðara. Hann sagðist þó ekki vera á móti því að gengið yrði lengra og lög látin ná yfir aðra sjóntenn einnig ef nauðsyn þætti á því. Jörundur lagði sig fram um það í umræðunum að slá á áhyggjur bændahöfð- ingjana og sagði málið ekki snerta bændur á neinn hátt enda engin þörf til að lögbjóða lág- markshvíld í landbúnaði. Þar væri álag við vinnu allt annað og mikið minna en á togur- unum og þó að eitthvað væri um tarnir þegar heyskapur stæði sem liæst væru þær nijög tíniabundnar og yrði ekki jafnað saman við ástandið á botnvörpungunum.41 Tilraun til að fá samþykkta löggjöf á Al- þingi 1919 um lágmarkshvíld fyrir logarasjó- menn mistókst. Jafnframt fékkst ekki með lögum viðurkennt umboð samtaka háseta og útgerðarmanna til að semja um frekari út- færslu vinnu- og hvíldartíma þeirra fyrr- nefndu. Enn um sinn bjuggu togarasjómenn við fullkomið réttleysi varðandi skipulag vinnunnar um borð. Þegar á að skýra afdrif frumvarpsins 1919 er nærtækast að álykta sem svo að mikill meirihluti þingmanna hafi ekki verið tilbúinn til að setja löggjöf um efn- ið og jafnvel ekki litið á það sem hlutverk Al- þingis. Mikilvægt er að hafa í huga að ríkis- valdið var á þessum tíma mjög takmarkað á sviði félagsmála og efnahagsmála og því framandlegt fyrir alþingismenn að ræða lög- gjöf um hvíldartíma togarasjómanna. Því sjónarmiði var einnig haldið fram að ekki væri þörf á sérstökum reglum um hvíld- artíma sjómanna og að slíkar reglur gætu jafnvel verið andstæðar hagsmunum sjó- manna jafnt sem útgerðarmanna, þar sem þær tækju ekki tillit til náttúrulegra séraðstæðna hér á landi. Þá er ljóst að þau rök að sjómenn höfðu ekki látið reyna á hvfldartímamálin í samningum við atvinnurekendur sína, ólíkt þorra verkalýðsfélaga sem höfð sett styttingu vinnutíma á oddinn, auk launamálanna, var mikilvægt vopn í höndum andstæðinga frum- varpsins. Þó má ráða af umræðunum á Al- þingi að þegar upp var staðið hafi niðurstað- an ekki síður endurspeglað ólíka samfélags- sýn fylkinganna sem tókust á um frumvarpið. í þeim átökum hafði sá hópur sigur sem var andvígur og óttaðist jafnframt þá atvinnu- og samfélagsþróun sem var í gangi hér á landi sem á alþjóðavettvangi. Niðurstaðan endur- speglaði öðru fremur hagsmuni og samfélags- sýn bændasamfélagsins, sem studd var þröng- um sérhagsmunum útgerðarmanna. Skoðanir verkalýðshreyfingar um vinnuvernd, sem nutu samúðar og sluðnings frjálslyndra og umbótasinnaðra manna, báru lægri hlut. Lögleiðing reynd öðru sinni - og nú tókst það Ekki fer miklum sögum af réttindabaráttu háseta á togurum frá því frumvarpið var fellt, þar til 14. mars 1921 þegar útbýtt var á Alþingi frumvarpi til laga um hvíldartíma liáseta á íslenskum bolnvörpuskipum. Flutn- ingsmaður var Jón Baldvinsson, þingmaður Reykvíkinga, forseti Alþýðusambands ís- lands og formaður Alþýðuflokksins. Þann 11. maí var frumvarpið samþykkt nokkuð breytt sem lög frá Alþingi og fengu þau viður- nel'nið „vökulögin“. A þeim tæpu tveim árum sem liðin voru frá því að frumvarp Jörundar Brynjólfssonar var til umfjöllunar á Alþingi hafði margt breyst. Þingkosningar höfðu farið fram og Jörundur var farinn af þingi. Sama gilti um Jón Magn- ússon, helsta stuðningsmann frumvarpsins 1919 og fleiri. í stað Jörundar var Jón Bald- vinsson kominn á þing sem helsti fulllrúi verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna. Það voru einnig komnir nýir menn sem héldu Mynd 7. Togarinn Júpíter frá Hafnarfirði í ólgusjó. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.