Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 51
Hvfldar er þörf
fyrir lögboðna lágmarkshvíld en gagnvart
öðrum hópum sjómanna og landverkafólki.
Þeir þyrftu að vinna lengur en aðrir og starl'
þeirra væri erfiðara. Hann sagðist þó ekki
vera á móti því að gengið yrði lengra og lög
látin ná yfir aðra sjóntenn einnig ef nauðsyn
þætti á því. Jörundur lagði sig fram um það í
umræðunum að slá á áhyggjur bændahöfð-
ingjana og sagði málið ekki snerta bændur á
neinn hátt enda engin þörf til að lögbjóða lág-
markshvíld í landbúnaði. Þar væri álag við
vinnu allt annað og mikið minna en á togur-
unum og þó að eitthvað væri um tarnir þegar
heyskapur stæði sem liæst væru þær nijög
tíniabundnar og yrði ekki jafnað saman við
ástandið á botnvörpungunum.41
Tilraun til að fá samþykkta löggjöf á Al-
þingi 1919 um lágmarkshvíld fyrir logarasjó-
menn mistókst. Jafnframt fékkst ekki með
lögum viðurkennt umboð samtaka háseta og
útgerðarmanna til að semja um frekari út-
færslu vinnu- og hvíldartíma þeirra fyrr-
nefndu. Enn um sinn bjuggu togarasjómenn
við fullkomið réttleysi varðandi skipulag
vinnunnar um borð. Þegar á að skýra afdrif
frumvarpsins 1919 er nærtækast að álykta
sem svo að mikill meirihluti þingmanna hafi
ekki verið tilbúinn til að setja löggjöf um efn-
ið og jafnvel ekki litið á það sem hlutverk Al-
þingis. Mikilvægt er að hafa í huga að ríkis-
valdið var á þessum tíma mjög takmarkað á
sviði félagsmála og efnahagsmála og því
framandlegt fyrir alþingismenn að ræða lög-
gjöf um hvíldartíma togarasjómanna.
Því sjónarmiði var einnig haldið fram að
ekki væri þörf á sérstökum reglum um hvíld-
artíma sjómanna og að slíkar reglur gætu
jafnvel verið andstæðar hagsmunum sjó-
manna jafnt sem útgerðarmanna, þar sem þær
tækju ekki tillit til náttúrulegra séraðstæðna
hér á landi. Þá er ljóst að þau rök að sjómenn
höfðu ekki látið reyna á hvfldartímamálin í
samningum við atvinnurekendur sína, ólíkt
þorra verkalýðsfélaga sem höfð sett styttingu
vinnutíma á oddinn, auk launamálanna, var
mikilvægt vopn í höndum andstæðinga frum-
varpsins. Þó má ráða af umræðunum á Al-
þingi að þegar upp var staðið hafi niðurstað-
an ekki síður endurspeglað ólíka samfélags-
sýn fylkinganna sem tókust á um frumvarpið.
í þeim átökum hafði sá hópur sigur sem var
andvígur og óttaðist jafnframt þá atvinnu- og
samfélagsþróun sem var í gangi hér á landi
sem á alþjóðavettvangi. Niðurstaðan endur-
speglaði öðru fremur hagsmuni og samfélags-
sýn bændasamfélagsins, sem studd var þröng-
um sérhagsmunum útgerðarmanna. Skoðanir
verkalýðshreyfingar um vinnuvernd, sem
nutu samúðar og sluðnings frjálslyndra og
umbótasinnaðra manna, báru lægri hlut.
Lögleiðing reynd öðru sinni
- og nú tókst það
Ekki fer miklum sögum af réttindabaráttu
háseta á togurum frá því frumvarpið var fellt,
þar til 14. mars 1921 þegar útbýtt var á
Alþingi frumvarpi til laga um hvíldartíma
liáseta á íslenskum bolnvörpuskipum. Flutn-
ingsmaður var Jón Baldvinsson, þingmaður
Reykvíkinga, forseti Alþýðusambands ís-
lands og formaður Alþýðuflokksins. Þann
11. maí var frumvarpið samþykkt nokkuð
breytt sem lög frá Alþingi og fengu þau viður-
nel'nið „vökulögin“.
A þeim tæpu tveim árum sem liðin voru frá
því að frumvarp Jörundar Brynjólfssonar var
til umfjöllunar á Alþingi hafði margt breyst.
Þingkosningar höfðu farið fram og Jörundur
var farinn af þingi. Sama gilti um Jón Magn-
ússon, helsta stuðningsmann frumvarpsins
1919 og fleiri. í stað Jörundar var Jón Bald-
vinsson kominn á þing sem helsti fulllrúi
verkalýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna.
Það voru einnig komnir nýir menn sem héldu
Mynd 7.
Togarinn Júpíter
frá Hafnarfirði í
ólgusjó.
49