Ný saga - 01.01.2001, Side 54

Ný saga - 01.01.2001, Side 54
Halldór Grönvold Mynd 10. Héðinn Valdimars- son þingmaður Alþýðuflokksins lagði fram breytingu á vökuiögunum 1927 og var einn þriggja þingmanna Alþýðu- ftokksins sem fluttu frumvarp sem sam- þykkt var 1928. Mynd 11. Sigurjón Ólafsson formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur og þingmaður Alþýðu- flokksins var einn ftutningsmanna. Þann 1. janúar 1922 tóku vökulögin gildi fyrir háseta á íslenskum botnvörpuskipum. Vökulögin - bætt um betur Lög þessi eru mesti sigur, sem hefur verið unninn í pólitískri baráttu íslenzkra verka- manna, og um leið ein með merkustu lög- um í íslenzkri löggjöf.52 Þessi ummæli Péturs G. Guðmundssonar frá árinu 1925 eru lýsandi fyrir viðhorf verkalýðs- hreyfingarinnar og forystumanna hennar til vökulaganna á þeim tíma. Þótt sjómenn hefðu þurft að slá af ítrustu kröfum um lág- markshvíld fyrir togarasjómenn hafði tekist að fá samþykkta löggjöf um þetta efni sem miklu skipti fyrir sjómenn og verndaði þá l'yr- ir ótakmörkuðum vökum og þrældómi. Ekki var minna um vert að þingmönnum verka- lýðshreyfingarinnar og jafnaðarmanna hafði tekist að fá samþykkta löggjöf á Alþingi sem varðaði beint hagsmuni verkafólks. Tekist hafði að hafa sigur á íhaldssömum talsmönn- um bændasamfélagsins og helstu hagsmuna- gæslumönnum stórútgerðarinnar. Verkalýðs- hreyfingin og jafnaðarmenn voru búnir að setja mark sitt á löggjafarsamkomuna með eftirminnilegum hætti og nú var bara að fylgja þessum sigri eftir. Af nógu var að taka. Vökulögin urðu þannig strax táknræn fyrir hina nýju hreyfingu verkamanna og jafnaðar- manna og mögulegt afl hennar. Þessi tákn- ræna þýðing vökulaganna lifði lengi í umræð- unni og gerir að einhverju leyti enn í dag. Þótt raunveruleg þýðing vökulaganna fyrir sjómenn hafi ekki verið dregin í efa var lítið fjallað um lögin og áhrif þeirra. Árið 1927 komst aftur hreyfing á málið þegar Héðinn Valdimarsson, þingmaður Reykvíkinga og einn helsti forystumaður jafnaðarntanna, lagði fram frumvarp um breylingu á vökulög- unum. Breytingin fólst í því að teknar yrðu upp þrískiptar vaktir við veiðar þannig að há- setar fengju átta klst. samfellda hvíld á sólar- hring. I greinargerð með frumvarpinu sagði að reynslan af vökulögunum sýndi að þau hefðu verið mjög hagkvæm fyrir útgerðina, jafn- framt því að tryggja hásetum ákveðna hvíld á sólarhring. Þótt reynslan af lögunum væri góð þyrfti engu að síður að lengja hvíldartímann enn frekar til að tryggja að hásetar fengju 6-7 tíma svefn á sólarhring, en ekki 4-5 klukku- stundir eins og væri samkvæmt gildandi lög- um, þegar tillit hefði verið tekið til matartíma háseta, fataskipta og þvotta. Sem fyrr var vinnuvernd helsta röksemdin fyrir lagasetn- ingu, auk þess sem fullyrt var að afköst myndu síst minnka. Vísað var til þess að nokkur ríki hefðu þegar lögboðið 8 tíma vinnudag og að siglinganefnd Þjóðarbanda- lagsins ynni kappsamlega að því að fá aðild- arríkin til að samþykkja slíkar reglur. Loks var greinl frá því að frumvarpið væri fram komið að beiðni Sjómannafélags Reykjavíkur og því fylgdi áskorun á l'immta hundrað sjó- manna.53 Þegar Héðinn mælti fyrir frumvarpinu sagði hann að með vökulögunum hafi lífið á togurunum breyst stórkostlega til batnaðar „svo skoðast má nú sem mönnum sé líft á þeim skipum“.54 Héðinn sagði síðan að 6 tíma lögboðin vinnuhlé væru þó fjarri því að nægja til að menn gætu haldið vinnuorku sinni og því þyrfti að gera enn betur. Mikilir hagsmun- ir væru í húfi fyrir hásetana 700 sem ynnu á þeim 39 togurum sem gerðir væru út frá land- inu. Andstæðingar frumvarpsins töldu gildandi lög um hvíld á togurum fullnægjandi og efni frumvarpsins því með öllu óþarft. Bent var á að útgerðin stæði höllum fæti. Aukinni hvíld yrði ekki mætt með auknum afköstum og því mundi hún verða baggi á útgerðinni og sjó- mönnum sjálfum sem þyrl'tu að greiða aukna hvíld með kauplækkun.55 Fáir þingmenn tóku til rnáls um frumvarp- ið. Af hálfu stuðningsmanna var Héðinn sá eini, ef frá er talinn Sveinn Olafsson, þing- maður Suður-Múlasýslu, sem skilyrti stuðn- ing sinn því að laun sjómanna lækkuðu hlut- fallslega að teknu lilliti til styttri vinnutíma.56 Af háll'u andstæðinga frumvarpsins töluðu Ólafur Thors, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu og útgerðarmaður og Jón Ólafs- son, þingmaður Reykvíkinga.57 Að lokinni umræðu var frumvarpið fellt í neðri deild með 14 atkvæðum gegn 13. Þótt málið tapaðist endurspegluðu úrslitin vel þær breytingar sem voru að verða á valdahlutföll- 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.