Ný saga - 01.01.2001, Síða 58

Ný saga - 01.01.2001, Síða 58
Halldór Grönvold Mynd 13. Lengi hefur tíðkast á íslandi að börn og unglingar ynnu við hiið fullorðinna. Þessar ungu stúlkur eru að breiða saltfisk á stakkstæði. lágmarkshvíld. Það er þó misjafnt eftir starfs- greinum og árstíma, auk þess sem sérstakar aðstæður geta ráðið þar miklu. Hópar launa- fólks sem gjarnan hafa verið nefndir í þessu sambandi eru starfsmenn við mannvirkja- gerð, árstíðabundna framleiðslustarfsemi, verslunarfólk, aðilar sem veita sérhæfða við- gerðarþjónustu og aðstoð og heilbrigðis- starfsmenn.76 Vinnutímarannsóknir á íslandi eru enn sem komið er vanþróaðar og hafa einkum beinst að heildarlengd vinnutímá. Ekki eru til neinar rannsóknir hér á landi á því hvernig ákvæði laga og samninga um lágnrarkshvíld eru framkvæmd. Vakin var athygli á þessu í skýrslu samráðsnefndar aðila vinnumarkað- arins og stjórnvalda um reglur á sviði félags- mála á Evrópska efnahagssvæðinu til félags- málaráðherra árið 1996 um áhrif af gildistöku vinnutímatilskipunar ESB.77 Sú vinnumenning sem hér hefur lítillega verið lýst virðist eiga sér djúpar rætur í ís- lenskri þjóðarsál. Hún sækir uppruna sinn í bændasamfélagið sem einkenndist af baráttu við erfiðar aðstæður og óblíða náttúru. Hún hefur síðan mótast af sérstökum aðstæðunr í atvinnulífi: árstíðabundnum sveiflum í sjávar- útvegi og vinnslu sjávarafla og verklegum framkvæmdum. Þessi menning og sá hugsun- arháttur sem er henni samfara hefur endur- speglast með ýmsum hætti, meðal annars við skipulagningu vinnunnar og gerð kjarasamn- inga. Þar hefur verið boðið upp á vinnuskipu- lag sem gefur færi á að auka launatekjur verulega með mikilli yfirvinnu og löngum vinnulotum sem skerða hvíldartímann. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að breytingar séu að verða í þessum efnum, þótt þeirra sjái ekki ennþá stað í tölfræðiupp- lýsingum vegna meðal annars mikillar þenslu á vinnumarkaði síðustu misseri. í kjarasamn- ingum undanfarinna ára hefur aukin áhersla verið lögð á að hækka hlut dagvinnulauna. Þá hafa frítökuréttarákvæði komið inn í samn- inga í stað hárra launagreiðslna þegar nauð- synlegt reynist af öryggis- og rekstrarástæð- um að skerða hvíldartíma.78 Þessar breytingar eins og svo margt annað sem hefur verið að gerast á íslenskum vinnu- markaði síðustu árin má rekja til aðildar ís- lands að Evrópska efnahagssvæðinu. Áhrifin koma með evrópskri löggjöf sem taka ber upp hér á landi. En þau koma einnig með þeirri umræðu sem fram fer í Evrópu, og ís- lensk verkalýðshreyfing tekur vaxandi þátt í, sem skoðar réttindi launafólks og styttingu vinnutíma sem mikilvæga forsendu aukinna lífsgæða fyrir launafólk. í upphafi þessarar ritgerðar var gerð nokk- ur grein fyrir þeim alþjóðlega grunni sem ís- lensk verkalýðshreyfing byggði á í árdaga og þeirri alþjóðlegu lilvísun sem einkenndi hags- munabaráttu hennar, ekki síst þegar kom að baráttunni fyrir styttingu vinnutímans og rétt- inum til lágmarkshvíldar. Aðstæður í dag minna um margt á þessa tíma. Verkalýðs- hreyfingin hér á landi hefur á síðustu árum sótt viðmið sín og rök í vaxandi mæli til bar- áttu og reynslu evrópskrar samtaka launa- fólks. Og á grunni þess árangurs sem evrópsk verkalýðshreyfing hefur náð á Evrópuvísu hafa samtök launafólks hér á landi verið að 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.