Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 59
Hvíldar er þörf
sækja margvíslegar réttarbætur félagsmönn-
um sínurn til handa. Hér nægir að nefna
vinnutímatilskipunina, vinnuvernd barna og
unglinga, réttarstöðu launafólks gagnvart
hópuppsögnum og aðilaskiptunr af fyrirtækj-
um, réttindi hlutavinnustarfsmanna og tíma-
bundið ráðinna, réttindi þungaðra kvenna og
foreldraorlof, ábyrgð á launum við gjaldþrot
og réttindi starfsmanna fjölþjóðafyrirtækja til
upplýsinga og samráðs. Eru þá ótaldar fjöl-
margar vinnuverndarreglur af ýmsu tagi.
Líkl og áður hafa ýrnsir brugðist við þess-
ari þróun með því að véfengja ágæti ávinn-
inga alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar fyrir ís-
lenskt samfélag og reynt að draga úr áhrifum
þeirra hér á landi. Þegar umræðan um vinnu-
tímatilskipun Evrópusambandsins hófst hér á
landi á árunum 1994 og 1995 voru fyrstu við-
brögð stjórnvalda og samtaka atvinnurek-
enda að kanna hvort komast mætti hjá inn-
leiðingu hennar hér á landi. Þegar fyrir lá að
stjórnvöld voru skuldbundin í þessurn efnurn
með EES samningnum voru viðbrögðin þau
að reyna að draga eins og kostur var úr áhrif-
um tilskipunarinnar. Eins og stundum áður
var vísað til sérstöðu íslands. Þannig var það
skoðun Vinnuveitendasambands Islands að
efni tilskipunarinnar ætti mjög illa við að-
stæður á íslenskunr vinnumarkaði. Hún tæki
ekki nrið af einhæfni íslensks atvinnulífs og
smæð vinnumarkaðar og fæli í sér óþarfa
skriffinnsku. VSÍ taldi engu að síður að nreð
lilliti til hagsnruna íslands af góðri l'ram-
kvæmd EES sanrningsins yrði að taka tilskip-
unina upp hér á landi. í bréfi, senr samtökin
ásamt starfsmannaskrifstofu fjármálaráðu-
neytisins sendu utanríkisráðuneytinu 23.
rnars 1995, var síðan áréltuð „sú afslaða að
nauðsynlegt sé að reglur tilskipunarinnar
verði aðlagaðar íslenskunr aðstæðunr, heinr-
ildir til undanþágu nýttar og viðnriðunartíma-
bil og aðlögunartími verði senr lengstur.“79
Svipuö afstaða og hér var lýst hefur ítrek-
að konrið franr af hálfu félagsmálaráðherra,
Páls Péturssonar, til nrargra þeirra réttinda
sem Iögfest hafa verið á Evrópuvísu fyrir til-
stuðlan evrópskrar verkalýðshreyfingar og
laka ber upp hér á landi. Þetta gildir unr
vinnutímatilskipunina og sama er að segja um
tilskipunina unr vinnuvernd barna og ung-
linga. í unrræðununr unr breytingarnar á
vinnuverndarlögununr árið 1997 var nokkuð
fjallað um þá staðreynd að breytingarnar
væru komnar til vegna skyldu íslenskra
stjórnvalda að tryggja að reglur Evrópusanr-
bandsins á sviði vinnunrarkaðsmála tækju
gildi lrér á landi. Félagsnrálaráðherra, Páll
Pétursson, sagði við það tækifæri:
Það er alveg rétt og það er viljandi gert að
túlkun á þessari tilskipun er rúm. Mér
linnst eðlilegt að leita eftir því að reyna að
túlka hana senr rýmst þó án þess að gerast
brotlegur við stóru nrönrnru í Brussel og
reyna að konrast þannig frá nrálinu að ekki
hefði í för nreð sér stórkostlegar breytingar
á þjóðfélaginu eða röskun á högunr fjöl-
skyldna vegna þess að við verðunr að at-
huga að þeir unglingar sem vinna, vinna
fyrir kaupi.80
Tilvísanir
1 Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, ístraumkastinu. Frásagnir 33
sjómtuma og útvegsmannu (Reykjavík, 1963), bls. 45.
2 Heimir Þorlcifsson, Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram
til 1917. Sagnfræðirannsóknir 3 (Reykjavík, 1974), bls.
185.
3 Gunnar M. Magnúss, Ár og tlagar- Upptök ogþróun Al-
þýðusamtaka á íslandi 1875-1934 (Reykjavík, 1967), bls.
105-107.
4 Sama heimild, bls. 81.
5 Frásagnir af miklum vökum og þrældómi sem hásetar á
togurum máttu þola er einkunt að finna í Verkmanna-
blaði sem Verkamannafélagið Dagsbrún hóf að gefa út
árið 1913 og síðan í Dagsbrún, blaði jafnaðarmanna sem
hóf göngu sína 1915 undir ritstjórn Olafs Friörikssonar.
Þessari ritgerö fylgir m.a frásögn háseta á botnvörpuskipi
sem birtist í Verkmannablað 1. 30 (8. tbl. 12. júní 1913).
6 Sjá t.d. Olafur Einarsson, Uppliaf íslenskrar verkalýðs-
lireyfingar - 1887-1901 (Reykjavík, 1970). Sjá einnig
Verkmannablað 1. (1. til 9. tbl. 1913). Sjómannafélag
Reykjavíkur, áður Hásetafélagið, gerðist aðili að Nor-
ræna sambandinu (Skandinavisk samorganisasjon) og
þar með Alþjóðasambandi sjómanna (International
Seafarer Federation) árið 1920.
7 Gunnar M. Magnúss. Ár og dagar, bls. 78.
8 AIþingistíðindi 1919 B, 173.
9 Verkmannablað I. 1 (23. tbl. 22. nóv. 1913). Sjá einnig
Pjetur G. Guðmundsson, Tíu ára starfssaga Sjómanna-
fjelags Reykjavlkur (Reykjavík, 1925), bls. 29.
10 Ragnar H. Óskarsson, „Vökulögin”, BA-rilgerð í sagn-
fræði við Háskóla íslands 1972, Landsbókasafni íslands -
Háskólabókasafni, bls. 3.
11 Gunnar M. Magnúss, Ár og dagar, bls. 90.
12 Pjctur G. Guömundsson, Tíu ára starfssaga, bls. 34-35.
13 Heintir Þorleifsson, Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram
til 1917, bls. 172.
14 Gunnar M. Magnúss, Ár og dagar, bls. 90.
15 Sama heimild. bls. 99.
57