Ný saga - 01.01.2001, Side 72

Ný saga - 01.01.2001, Side 72
Davíð Logi Sigurðsson Mynd 5. Vegvísirinn til þorpsins Brezo- vica í suðurhluta Kosovo þar sem viðtalið við Plaka fór fram. Tító um margt af því sem aflaga fór síðar því þrátt fyrir allt tal um lýðræði og samstöðu hafi Tító ætíð verið efst í huga að varðveita eigin völd. Umbælur og lýðræðisþróun hafi orðið að víkja þegar til kastanna kom.7 Á hitt hefur verið bent að ekki var óum- flýjanlegt að Júgóslavía liðaðist í sundur og að blóðugt stríð brytist þar út. Múslimar, Serbar og Króatar bjuggu í bærilegri sátt allt fram á hin síðari ár, þ.e. allt þar til þeir tóku að berast á banaspjót, óspart eggjaðir áfram af þjóðernissinnuðum leiðtogum sínum. Var fjölmiðlum beitt mjög í þeirri orrahríð.8 Sambúð Albana og Serba í Kosovo hafði hins vegar alltaf verið fremur erfið og ein- kunnarorð Títós, „bræðralag og samstaða“, giltu þar aldrei að sama marki og til dæmis í Bosníu. Blönduð hjónabönd eru þar nánast alveg óþekkt, þjóðabrotin eru af ólíkum upp- runa og tungumál þeirra allsendis óskyld. Hefðu menn vitað að óhjákvæmilegt væri að átök brytust út í gömlu Júgóslavíu er ekki úti- lokað að þeir hefðu spáð því að það yrði í Kosovo, á sömu sléttum og Serbar háðu hina fornfrægu orrustu við Tyrki 1389.9 Ekki allt sem sýndist í sæluríki Títós Það er óneitanlega munur á því að fjalla um þjóðernisstefnu á fræðilegum vettvangi, líkt og höfundur þessara orða hefur gert í nokkrum ritgerðum, og síðan því að eyða tæpu ári við störf í Kosovo, í héraði þar sem albönsk þjóðernishyggja ræður nú lögum og lofum en sem hefur jafnframt lengi verið álit- ið vagga serbneskrar þjóðar. Þótti greinarhöfundi áhugavert að fá tæki- færi til að bera aðstæður í Kosovo saman við aðstæður á Norður-írlandi þar sem kaþólskir og mótmælendur hafa veifað ólíkum þjóð- fánum hvorir framan í aðra undanfarin þrjá- tíu ár með þeim afleiðingum að hátt á fjórða þúsund manns hefur látist. Hins vegar þurfti ekki að dvelja lengi í Kosovo til að sjá að al- bönsk þjóðernishyggja er frumstæðari og að lýðræðishefðin er of veik til að halda henni í skefjum. Ekkert annað kemst að en hin ofsa- kennda andúð á Serbum og pólitískt sjálf- stæði til handa Kosovo. Hefur reynst erfitt að fá menn til að einbeita sér að úrlausn þeirra brýnu vandamála sem steðja að samfélag- inu.10 Kosovo var hluti Tyrkjaveldis til 1912 en eftir 1918 var héraðið óumdeilanlega komið undir stjórn Serba. Sambúðin reyndist erfið enda höfðu Serbar og Albanar staðið sitt hvoru megin víglínunnar í Balkanstríðinu 1912-13. Hið sama var uppi á teningnum í síðari heimsstyrjöldinni þegar Kosovo- Albanar voru hallir undir öxulveldin. Eftir myndun hinnar nýju Júgóslavíu í stríðslok 1945 höfðu Serbar sína hentisemi í Kosovo. Albanar kvörtuðu hins vegar sáran og á sjöunda áratugnum brást Tító við með því að gera tilraun til að „innlima“ eða „að- laga“ þá að sambandslýðveldinu, gera þá að „Júgóslövum“. Umbæturnar fólu í sér nýja stjórnarskrá árið 1974 þar sem Kosovo hlaut ásamt Vojvodina sjálfstjórnarréttindi. Jafn- framt skyldi albönsku nú gert jafnhátt undir höfði og serbó-króatísku, og háskóla var komið á fót í höfuðstaðnum Pristina. Pólitískar umbætur Títós breytlu engu um þjóðfélagslegar aðstæður í Kosovo. Fátækt var þar áfram mikil, landbúnaður vanþróaður og atvinnuleysi landlægt. Mörgum Kosovo- búanum þótti sem heldur lítið væri gert til að bæta hag þeirra og ári eftir fráfall Títós kom til átaka þegar námsmenn í Pristina efndu til mótmælaaðgerða. Nýir stjórnarherr- ar í Belgrad brugðust harkalega við, lýstu yfir 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.