Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 77
Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós
það versta sem gat komið fyrir sjálfstæðisvon-
ir Kosovo-Albana.
Hér hangir hins vegar margt á spýtunni.
Yfirlýsing Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
frá því í júní 1999 segir svo til um að endur-
reisa skuli sjálfstjórnarréttindi Kosovo en að
héraðið tilheyri áfram Júgóslavíu. Ekki er þar
talað um Serbíu þó að Kosovo hafi jafnan tal-
ist hluti hennar. Óljóst er hvaða áhrif það
hefði á stöðu Kosovo ef Júgóslavía væri ei
meir, þ.e. ef Svartfellingar lýstu yfir sjálfstæði,
segðu skilið við sambandslýðveldið og yllu
því þannig að Júgóslavía liði endanlega undir
lok.
Efni yfirlýsingar Öryggisráðsins er enn-
fremur nokkuð þversagnarkennt því erfitt er
að sjá hvernig hægt er að veita Albönum sjálf-
stjórnarréttindi en halda þeim jafnframt í
spennitreyju málamyndasambands við Serbíu
sem þeir vilja ekkert með hafa og engar blik-
ur eru á lofti að þeir muni geta sætt sig við í
framtíðinni.
Hitt er Ijóst að sterk andstaða er við það í
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að Kosovo
hljóti sjálfstæði - bæði Kína og Rússland, sem
hafa neitunarvald í ráðinu, eru því mótfallin.
Og raunar hefur framferði Albana gagnvart
minnihlutahópunum í Kosovo mjög dregið úr
samúð með málstað þeirra meðal leiðtoga
Vesturveldanna. Sömuleiðis tilraunir al-
banskra skæruliða til að valda óskunda í Pres-
evo-dal í Suður-Serbíu, þar sem Albanar eru í
meirihluta íbúa, og í Makedóníu þar sem um
þriðjungur íbúa er af albönsku bergi brotinn.
Er svo komið nú að ljóst er að menn hyggjast
beita sér með öllum ráðum gegn frekari fjölg-
un sjálfstæðra ríkja á þessu svæði.28
Serbar í Kosovo bíða þess sem verða vill,
e.t.v. vongóðir um að þeir muni á ný ná yfir-
ráðunum. Þeir telja sig fórnarlömb í þessum
mikla hildarleik og kvarta sáran. Albanar
þreylast hins vegar aldrei á að minna um-
heiminn á að það voru þeir sem máttu þola
harðræði Serba í stríðinu 1999, og að það séu
því þeir - og alls ekki Serbar - sem eigi skilið
samúð og aðstoð umheimsins.
Að svo stöddu eru engar forsendur fyrir
því að menn virði og viðurkenni þjáningar
hvers annars. Þrátt fyrir viðleitni alþjóðastofn-
ana og góðgerðarsamtaka eru fá teikn á lofti
Mynd 11.
Zahir Pajaziti féll í
átökum við serb-
neskar öryggissveitir
snemma árs 1997.
Stytta af Pajaziti reis
i Pristina i nóvember
2000 og sýnir hún
afskaplega krafta-
legan mann sem
heldur á Kalaznikov-
riffli og geymir
skammbyssu í hlið-
arhulstri sínu. Slikir
minnisvarðar geta
vart talist varða leið-
ina að friðsamlegri
framtíð Kosovo.
um að Serbar og Albanir muni í framtíðinni
búa saman í sátt og samlyndi í Kosovo. Fyrir
vikið má telja öruggt að draumar um upprisu
Títós, bræðralags og samstöðu rætast ekki í
bráð.
Mynd 12.
Kosovo-Albanar
hafa litið á Banda-
rikjamenn sem
bjargvætti sína
vegna forystu
þeirra í aðgerðum
NATO 1999.