Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 77

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 77
Fjötrar þjóðernishyggjunnar og draumurinn um upprisu Títós það versta sem gat komið fyrir sjálfstæðisvon- ir Kosovo-Albana. Hér hangir hins vegar margt á spýtunni. Yfirlýsing Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því í júní 1999 segir svo til um að endur- reisa skuli sjálfstjórnarréttindi Kosovo en að héraðið tilheyri áfram Júgóslavíu. Ekki er þar talað um Serbíu þó að Kosovo hafi jafnan tal- ist hluti hennar. Óljóst er hvaða áhrif það hefði á stöðu Kosovo ef Júgóslavía væri ei meir, þ.e. ef Svartfellingar lýstu yfir sjálfstæði, segðu skilið við sambandslýðveldið og yllu því þannig að Júgóslavía liði endanlega undir lok. Efni yfirlýsingar Öryggisráðsins er enn- fremur nokkuð þversagnarkennt því erfitt er að sjá hvernig hægt er að veita Albönum sjálf- stjórnarréttindi en halda þeim jafnframt í spennitreyju málamyndasambands við Serbíu sem þeir vilja ekkert með hafa og engar blik- ur eru á lofti að þeir muni geta sætt sig við í framtíðinni. Hitt er Ijóst að sterk andstaða er við það í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að Kosovo hljóti sjálfstæði - bæði Kína og Rússland, sem hafa neitunarvald í ráðinu, eru því mótfallin. Og raunar hefur framferði Albana gagnvart minnihlutahópunum í Kosovo mjög dregið úr samúð með málstað þeirra meðal leiðtoga Vesturveldanna. Sömuleiðis tilraunir al- banskra skæruliða til að valda óskunda í Pres- evo-dal í Suður-Serbíu, þar sem Albanar eru í meirihluta íbúa, og í Makedóníu þar sem um þriðjungur íbúa er af albönsku bergi brotinn. Er svo komið nú að ljóst er að menn hyggjast beita sér með öllum ráðum gegn frekari fjölg- un sjálfstæðra ríkja á þessu svæði.28 Serbar í Kosovo bíða þess sem verða vill, e.t.v. vongóðir um að þeir muni á ný ná yfir- ráðunum. Þeir telja sig fórnarlömb í þessum mikla hildarleik og kvarta sáran. Albanar þreylast hins vegar aldrei á að minna um- heiminn á að það voru þeir sem máttu þola harðræði Serba í stríðinu 1999, og að það séu því þeir - og alls ekki Serbar - sem eigi skilið samúð og aðstoð umheimsins. Að svo stöddu eru engar forsendur fyrir því að menn virði og viðurkenni þjáningar hvers annars. Þrátt fyrir viðleitni alþjóðastofn- ana og góðgerðarsamtaka eru fá teikn á lofti Mynd 11. Zahir Pajaziti féll í átökum við serb- neskar öryggissveitir snemma árs 1997. Stytta af Pajaziti reis i Pristina i nóvember 2000 og sýnir hún afskaplega krafta- legan mann sem heldur á Kalaznikov- riffli og geymir skammbyssu í hlið- arhulstri sínu. Slikir minnisvarðar geta vart talist varða leið- ina að friðsamlegri framtíð Kosovo. um að Serbar og Albanir muni í framtíðinni búa saman í sátt og samlyndi í Kosovo. Fyrir vikið má telja öruggt að draumar um upprisu Títós, bræðralags og samstöðu rætast ekki í bráð. Mynd 12. Kosovo-Albanar hafa litið á Banda- rikjamenn sem bjargvætti sína vegna forystu þeirra í aðgerðum NATO 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.