Ný saga - 01.01.2001, Síða 82

Ný saga - 01.01.2001, Síða 82
Halldór Bjarnason Prjár heimildaútgáfur voru um hlutstæðari efni þar sem boðskapur er lítt áberandi eða alls ekki finnanlegur, enda verið að fjalla um ríki náttúrunnar að verulegu leyti. Hér má fyrst telja almenna bók af því tagi, Um upp- runa dýrategunda og jurta eftir Þorvald Thoroddsen. Þá er að nefna tvær lýsingar á landi og þjóð á þeim tíma þegar höfundar festu orð sín á blað. Þar er innræting ekki höf- uðtilgangur textasamningarinnar og skoðanir höfundar eru ekki í fyrirrúmi þótt þær komi stundum fram. Önnur bókin af þessu tagi var sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bók- menntafélags frá miðbiki 19. aldar en lýsing- arnar úr Skaftafellsýslu komu út 1997. Hafa þær að geyma bæði lýsingu á náttúru og lifn- aðarháttum. Hreina land- eða náttúrulýsingu er hins vegar að finna í litlu kveri þar sem birtar eru tvær frásagnir um ferð prestanna Helga Grímssonar og Björns Stefánssonar í Þórisdal árið 1664. Að lokum ber svo að telja persónuheimild- ir, heimildaútgáfur þar sem textarnir hverfast allir um líf skrásetjara. Efni textanna eru fá takmörk sett en það binst kannski aðallega við einka- eða fjölskyldulíf þeirra, samskipti við samferðafólk og yfirvöld, afskipli af þjóð- félagsmálum, og ferðalög. Frásögnin í þessum textum er alltaf í formi bréfa, dagbóka, eða sjálfsævisögubrota eins og vænta má, og því er boðskapur ekki áberandi eins og í svo mörg- um hinna heimildaútgáfnanna, heldur er frekar að finna skýringar og réttlætingu á gerðum og hugsunum skrásetjara. Helmingur þessara persónuheimilda eða þrjár bækur fjalla meira og minna almennt um líf skrásetj- ara, en aðrar þrjár persónuheimildir hafa hins vegar dálitla sérstöðu því þar er aðallega fjall- að um tiltekin málefni. Ein bókanna inniheld- ur bréfaskipti Valtýs Guðmundssonar og Jó- hannesar Jóhannessonar um stjórnmáladeilur í kringum aldamólin 1900. Önnur bókin er bréf Gunnars Pálssonar rektors og skálds og fjalla mörg þeirra um fræðileg viðfangsefni því hann var lærdómsmaður og mikill forn- fræðaunnandi. Þriðja bókin er svo ferðabók erlends manns, Konrads von Maurers, um ís- land um miðja 19. öld og stendur býsna nærri þeim lýsingum á landi og þjóð sem fyrr voru nefndar. í framhaldi af þessu tali um efni bókanna er við hæfi að víkja stuttlega að því hvort greina megi einhverja nýja strauma í vali gamalla texta til útgáfu um þessar rnundir og benda þá á dæmi um þetta. Augljóst er að fjölmargar bókanna styðjast við hefðir í út- gáfu og því eru ekki nýrnæli að útgáfu þeirra. Til dæmis eru býsna langar hefðir hér á landi fyrir útgáfu annála, fornrita og bóka um forn- ritin, sem og þjóðlegs fróðleiks, og teygja þær sig aftur til upphafs 20. aldar. Svipað má segja um útgáfu ýmiss konar almennra lýsinga á landi og lýð í samtíð höfundanna. Þá má ekki gleyma persónuheimildum en ritun þeirra stendur á ævagömlum merg þótt sterk hefð fyrir útgáfu sjálfsævisagna hafi kannski ekki myndast fyrr en á öðrum fjórðungi 20. aldar.5 Aðrar bækur eiga sér styttri hefðir sem rekja má kannski einkum til miðbiks 20. aldar. Dæmi um það er útgáfa sýslu- og sóknalýs- inga Bókmenntafélagsins. Ekki verður samt betur séð en að útgáfa sumra bókanna sé merki um aukinn áhuga eða nýjan áhuga á vissum efnum um þessar mundir. Gleggst kemur þetta kannski fram í bókunum um þjóðfélagsmál, en þar er athygl- isvert að í flestum þeirra bóka, þar sem fjall- að var um samtímamálefni, er iðulega að finna sterkan siðferðislegan eða þjóðfélags- legan boðskap í bland við greiningu eða lýs- ingu, enda voru þær samdar á sínum tíma í innrætingarskyni. Bendir þetta til að tölu- verður áhugi sé í samtíðinni á lífssýn fyrri alda manna, siðferðisgildum þeirra og fræðsluviðhorfum. Kemur þessi áhugi heim og saman við strauma og stefnur á Islandi í þeim fræðum sem varða manninn, hinum mannlegu fræðum, og þar á meðal í félags- sögu. Og rifji maður upp efni heimildaút- gáfna, annarra en skáldskaparrita, frá miðbiki og seinni helmingi 20. aldar, þá virðist fljótt á Iitið um einhverja viðhorfsbreytingu að ræða fremur en greinilegt framhald eldri útgáfu- hefða. Þá verður ekki betur séð en að áhugi á ís- lenskri málsögu sé vaxandi. Þótt aðeins tvær heimildaútgáfur kæmu út um það efni á árun- um 1995-99, þá sýnist greinilegt að útgáfa gamalla bóka um íslensku tungu hefur vaxið þó nokkuð frá því sem var fyrir nokkrum ára- 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.