Ný saga - 01.01.2001, Page 85

Ný saga - 01.01.2001, Page 85
ungis sjö af þessum tólf útgáfum eða liðlega fjórðungur af öllum heimildaútgáfunum þan- nig að ætla má að mál og stíll standi nokkuð í almennum lesendunr, óvönum íslensku fyrri alda, og er það huglæga mat þó að sjálfsögðu umdeilanlegt.13 Þessi útkoma bendir til að stærstur hluti ritanna gegni því hlutverki prýðilega að miðla sínum smámyndum af sögunni til almennra lesenda. En hvernig skyldu heimildaútgáfurn- ar nýtast fræðimönnum? I langflestum tilvik- um voru þær þannig úr garði gerðar að sagn- fræðingar og aðrir fræðimenn geta haft af þeim góð eða full not í rannsóknum sínum. Ber því þó ekki að leyna að í sumum tilfellum hefði mátt hafa fleiri skrár. Fyrir sagnfræði- rannsóknir almennt skiptir þó mestu máli að sæmileg fjölbreytni sé í efni þeirra texta sem valdir eru til útgáfu og að þeir séu frá ýmsum tímum. Eins og áður er fram komið er efni bókanna allmargbreytilegt og erfitt að benda á einhver svið sem séu algjörlega vanrækt, að minnsta kosti þegar haft er í huga að hér er aðeins um afrakstur finnn ára útgáfu að ræða. Þá má benda á að höfundar eru bæði úr efri stéttum samfélagsins og úr alþýðustétt, og því er skrif- að um líf bæði hárra og lágra þótt án efa séu þar einhverjar eyður. Aftur á móti er veruleg slagsíða á útgáfu gamalla texla hvað liltekin tímaskeið varðar og gefur það til kynna að hér kunni að vera pottur brotinn í okkar heimildaútgáfu. Að vísu fækkar frekar en fjölgar þeim heimildaflokkum sem standa til boða þegar fjær dregur (fornbókmenntirnar Gestir úr fortíðinni - á nýjum fötum eru þá undanskildar) en það er ekki nægilega góð ástæða fyrir þessu tómlæti um heimilda- forða fyrri alda. Þetta ástand hlýtur óhjá- kvæmilega að sníða sagnfræðirannsóknum á sögu miðalda og upphafi nýaldar þrengri skorður en þegar saga síðari tíma á í hlut, og slíkt er að sjálfsögðu óæskilegt. Hér þyrfti að gera bragarbót á. Þegar rætt er um það sem betur mætti fara í heimildaútgáfu á Islandi, þá er eðlilegt að drepa á þá nýju möguleika sem tölvutækni eða rafræn miðlun gefur kost á. Þetta er svið sem útgefendur gamalla texta hafa gefið of lítinn gaum, því hægt væri að efla heimildaút- gáfu stórum ef þessi nýja tækni væri notuð markvisst. Geisladiskar með fræðilegu efni munu vera teljandi á fingrum annarrar hand- ar og eini íslenski útgefandinn sem hefur fikrað sig inn á svið netútgáfu er Heimilda- stofnun með vefnum heimildir.is en á bak við stofnunina standa ungir fræðimenn. Ennþá er tiltölulega lítið komið á þennan nýlega vef af heimildatextum en framtakið lofar góðu. Vegna þess hve tæknin er nýleg, hversu fátt hefur verið gefið úl með þessum hætti, og líl- il urnræða hefur farið fram um þetta á fræði- legum vettvangi er margt óljóst um fjárhags- hliðina, höfundarréttarmál, og hvers konar efni væri heppilegt fyrir rafræna heimildaúl- gáfu. Hér verður aðeins rætt um það síðast- talda og vafalaust eru skiptar skoðanir á því efni, en sennilegt er að rafræn útgáfa væri sérlega hentug þegar umfangsmiklar og tor- seljanlegar heimildaútgáfur eiga í hlut. Nefna mætti bréfabækur og bréfadagbækur, fundar- gerðabækur, dóma- og lagasöfn, hreppsbæk- ur, dánarbúsuppskriftir, dagbækur, bréf, yfir- litsskýrslur af hvers kyns tagi, kirkjubækur (prestþjónustubækur og sóknarmannatöl), aðalmanntöl, vísitasíubækur og annála. Þessi upptalning gefur hugmynd um hve margvíslegt efni mætti gefa út og sýnir von- andi að það er til mikils að vinna ef belur tæk- ist að nýta það fé sem veitl er til heimildaút- gáfu. Rafræn útgáfa hefur líka vissa kosti í för með sér sem bókarformið hefur ekki. Til dæmis getur notandi ákveðið að leita að hvaða orði sem er með tölvunni, en slíkt er ekki mögulegt þegar unt bók er að ræða og hann verður að láta sér nægja það sent útgef- L 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.