Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 89
Aðalgeir Kristjánsson
Finnur Magnússon
og endurreisn alþingis
Isamskiptum danskra einvaldskonunga
og íslendinga er úrskurður Kristjáns
konungs VIII 20. maí 1840 um endur-
reisn alþingis einstæður atburður fyrir margra
hluta sakir. Konungur gekk þar gegn tillögum
kansellísins frá 11. s. m., þar sem lagt var til að
konungur tilnefndi framvegis fulllrúa íslands
á stéttaþingið í Hróarskeldu eins og kveðið
var á í tilskipuninni um stéttaþingin 15. maí
1834. Hér á eftir verður tekið til athugunar
hvað olli því að konungur brást við með þess-
uni hætti og hver afskipti Finnur Magnússon
hafði af alþingismálinu.
Kristján konungur VIII kom til valda í
byrjun desember 1839. Friðrik VI hafði varla
tekið síðustu andvörpin þegar fundahöld og
bænarskrár um breytingu á stjórnarfarinu í
Danmörku fóru að berast í hendur hins nýja
konungs. Þau orð sem hann lét falla í sam-
bandi við bænarskrárnar vöktu lítinn fögnuð í
röðum hinna frjálslyndu afla í Danmörku.
Islendingar í Kaupmannahöfn efndu einnig
til fundar 11. desember 1839. Fundarboðið er
varðveitt dagsett degi fyrr og undirritað af
Finni Magnússyni, en ekki með rithönd hans:
Það er svohljóðandi:
Mynd 7.
Fundarboð
ístendinga í
Kaupmannahöfn
7 7. desember 1839
með áritunum þeirra
sem það fengu í
hendur.
Eftir tilmælum nokkurra landa vorra, leyfi
eg mér að óska þess, að hérverandi
stúderaðir og stúderandi íslendingar komi
saman á sérlegum fundi til samtals og
ráðagjörðar, viðvíkjandi þessara tíða
mikilvægu tilfellum, á morgun miðviku-
daginn þann llta þessa mánaðar kl. 6 eftir
miðdegi í No 225 í Boldhusgaden hjá
Resteurateur Bang.
Þeir, er þetta skjal sýnt verður og koma
vilja, umbiðjast að skrifa þar á nöfn sín.
Kaupmannahöfn þann lOda desember 1839.
FMagnússon
Þeir sem fengu fundarboðið í hendur og
skrifuðu nöfn sín á það voru 31 að tölu. Nöfn
þeirra eru í tveimur dálkum. Nafn Kristjáns
Kristjánssonar, síðar amtmanns, er efst í
aftari dálknunt, einni línu ofar en nöfnin í
fremri dálknum og rithöndin á fundarboðinu
gæti verið hans. Að auki eru þar allmörg nöfn
nreð hendi Finns.1
Það er athyglisvert að fundarefnið er ekki
skilgreint í fundarboðinu, heldur einungis talað
urn samtal og ráðagerðir „viðvíkjandi þessara
tíða mikilvægu tilfellum“. Eftir því að dæma
virðist sú ákvörðun að semja ávarp og senda
87