Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 90

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 90
Aðalgeir Kristjánsson Engar bænar- skrár bárust úr Vesturamtinu þar sem Bjarni Þorsteinsson amtmaður réð ríkjum, enda var hann mótfallinn þinghaldi konungi hafa orðið til á fundinum og það er Finnur Magnússon sem semur uppkastið og gengur frá hreinritinu sem dagsett er sama dag. Avarpið sjálft er varðveitt í skjalasafni konungs í Ríkisskjalasafninu.2 Þar var óskað eftir auknu verslunarfrelsi, endurbótum á skólamálum, betri menntun presta og fjölgun lækna, og að síðustu: „að reyndir og skyn- samir íslendingar ætti á landinu sjálfu að taka hlutdeild í að ráðgast um málefni þjóðar- innar og í stjórn þeirra.“ Þannig greinir Jón Sigurðsson frá í Nýjum félagsritum 1841.3 Hér á eftir verður reynt að glöggva sig betur á því hver hlutur Finns Magnússonar var í þessu máli. Meðan Kristján VIII var krónprins var hann æðsti maður - præces - í stjórn listaháskólans í Höfn. Þegar Finnur Magnússon hóf þar fyrirlestrahald komst hann í kynni við krónprinsinn. í bréfasafni konungs í ríkisskjalasafninu er að finna á annan tug bréfa frá Finni til hans. Flest snúast þau um kennslu við listaháskólann og þann mótbyr sem Finnur mætti þar. Fleira ber þar samt á góma sem brátt verður að vikið. Kristján VIII getur Finns nokkrum sinnum í dagbókum sínum og ekki er annað að sjá en vel hafi farið á með þeim. í upphafi árs 1831 óskaði konungur eftir því við kansellíið að það myndaði sér skoðun á hvort eða hvernig þátttöku íslands yrði háttað í hinni nýju þingskipan. Sú skoðun varð ofan á að Island yrði þar þátttakandi og sú tillaga samþykkt 27. maí 1831 að það ætti sameiginlegt þing með Eydönum. íslendingar fylgdust með þegar stéttaþing- in og skipulag þeirra var lil umræðu í Dan- mörku upp úr 1830. Baldvin Einarsson varð fyrstur til að koma skoðunum sínum á fram- færi með sérstökum bæklingi og í Ármcmni á Alþingi, þar sem hann mælti eindregið með þingi í landinu sjálfu. Til að kynna sér afstöðu íslendinga mælti konungur svo fyrir að kans- ellíið skyldi afla sér vitneskju um viðhorf æðstu embættismanna á íslandi til þingsetu í Danmörku og hvernig henni skyldi haga. Bréf þessa efnis var sent til íslands 1. október 1830 og kansellíinu bárust 24 álitsgerðir frá emb- ættismönum á íslandi. Þeir skiptust í önd- verðar fylkingar með og móti þingsetu í Dan- mörku og sumir vildu ekkert þing. Margir nefndu þing á Islandi sem möguleika, án þess að um það væri spurt í bréfinu. Mikill kostn- aður var mönnum þyrnir í augum vegna þing- setunnar sem þeir álitu að yrði til lítils gagns. Finnur Magnússon var í sveit „hinna upp- lýstu“ sem kvaddir voru til að ræða skipulag stéttaþinganna í Danmörku 23. mars 1832. Þar lagði hann til „að ísland ætli aö hafa full- trúaþing sér í landinu sjálfu.“ Á það var ekki hlustað. í staðinn var ákveðið að konungur veldi þrjá fulltrúa til þingsetu fyrir fslands hönd og kostnaðurinn yrði greiddur úr kon- ungssjóði þar lil annað yrði ákveðið. Endan- lega var gengið frá stéttaþingunum og skipu- lagi þeirra með konungstilskipun 15. maí 1834. Síðar sama ár voru Finnur Magnússon og L. A. Krieger stiftamtmaður kjörnir full- trúar íslands á Hróarskelduþing. Það kom í fyrsta skipti saman 1. október 1835. Finnur sat á Hróarskelduþingi fyrir hönd íslands þar til þátttöku íslands lauk árið 1842. Árið 1837 samdi Krieger stiftamtmaður til- lögur um innlenda stjórn á Islandi. Seta hans á Hróarskelduþingi hafði fært honurn heim sanninn um gagnsleysi þátttöku íslendinga þar og hann hafði skipt um skoðun hvað áhrærði „provindialstöndin fyrir ísland“ eftir því sem Tómas Sæmundsson hermir. Sumarið 1837 hófst söfnun undirskrifta á Suðurlandi þar sem óskað var eftir sérstöku ráðgjafarþingi á íslandi: „at forunde Island en særlig Forsamling af raadgivende Provind- sial-Stænder, der maatte forsamles i Landet selv“. Forvígismenn hennar voru Þórður Sveinbjörnsson, Páll Þ. Melsteð og Bjarni Thorarensen. Þar kom skýrt fram að menn höfðu lítinn áhuga á þátttöku Islendinga í dönsku stéttaþingi. Engar bænarskrár bárust úr Vesturamtinu þar sem Bjarni Þorsteinsson amtmaður réð ríkjum, enda var hann mótfallinn þinghaldi. Bænarskrárnar úr Suðuramtinu og Norður- og Austuramtinu fóru hins vegar rétta boð- leið til danskra stjórnvalda ásamt bréfi frá Bardenfleth stiftamtmanni sem reifaði þá hugmynd að efnt yrði til samkomu íslenskra embættismanna á Islandi til að sitja á rökstól- um um íslensk mál. Bænarskrárnar og bréf Bardenfleths urðu til þess að ákveðið var með konungsúrskurði 22. ágúst 1838 að koma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.