Teningur - 01.04.1986, Page 58
Ódipus konungur í sviðsetningu Max Reinhardt.
Það var við þetta tækifæri sem Haupt-
mann gat ekki tára bundist við lok Vanja
frænda og virðingarfull þögn var mesta
lof hans til handa þessum höfundi sem
hann var þarna að uppgötva. Sama leik-
ferð opinberaði Tsékhov fyrir pólsku
leikhúsi sem hefur síðan verið haldið
töfrum hans. Oftast kynnir leikferðin
nýtt leikform fyrri milligöngu mikils höf-
undar frá heimalandi leikflokksins: ^
Shakespeare hjá Brook, Goldoni hjá
Strehler og Moliere hjá Plachon.
Leikferðir frá Austurlöndum hafa sett
greinilegt mark á verk leikstjóra eins og
Meyerholds og innblásið nokkrar helstu
fræðiritgerðir tuttugustu aldar: Fjöl-
margar ritgerðir Gordons Craigs sem
birtust í The Mask (Grímunni), Fjar-
læginingaráhrifin í list kínverska leikar-
ans eftir Brecht, Um baliniskt leikhús og
Austrænt leikhús og vestrœnt leikhús eft-
ir Antonin Artraud og Ófyrirsjáanlegt
mál eftir Eisenstein. Þessar leikferðir frá
Asíu hafa borið hvað mestan færðilegan
ávöxt.
Pessi ávöxtur er minna háður lýðhylli
- margir samverkandi þættir geta valdið >
henni - heldur en þeim hljómgrunni sem
hún finnur í fræðilegri og verklegri vit-
und leikhúsfólks: leikstjóra, leikara og
gagnrýnenda. Heimsókn Brechts til Par-
ísar árið 1954 hafði grundvallarþýðingu,
ekki vegna þess að áhorfendur streymdu
á sýningarnar, - það voru bara fjórar
sýningar og salurinn var langt frá því að
vera fullur17 - heldur vegna þess hvað
hún hafði djúp áhrif á stóran hóp at-
vinnufólks. Georges Dandin í sviðssetn-
ingu Planchons átti sömu örlög í Austur-
Evrópu: hann setti spor sín á leikstjór-
ana þrátt fyrir dræma aðsókn. Það er
einkennilegt að sýningar Brooks sem
slógu óviðjafnanlega í gegn í Austur-
Evrópu höfðu minni áhrif á leikhús þar
en Tveggja þjónn í sviðssetningu
Strehlers.
Leikferðir Piccolo-leikhússins syndu t
möguleika leikhússins sem frjálsrar list-
greinar, án allrar eftirhermu, listgreinar
sem hefur yfir að ráða líkamsmáli sem er
fært um að tjá fögnuð sviðsins sjálfs.
Strehler hefur fært evrópubúum aftur
kraftaverk hins leikhúslega. Kraftaverk
56