Teningur - 01.10.1991, Blaðsíða 6
VIÐTAL
svona genetískt minni svo við hljót-
um að hafa það líka. Ef skuggi í lag-
inu eins og ránfuglinn haukur er lát-
inn fara yfir íkorna sem aldrei hefur
verið úti í náttúrunni brjálast íkorn-
inn af hræðslu. Hans genetíska minni
gerir hann ofsalega eðlishræddan við
skugga af hauki. Eins er fólk á valdi
líffræðinnar, á valdi genanna, á valdi
eðlisóttans og hins yfirnáttúrulega
tímadýpis sem gefur okkur allan
okkar svip. Auk þess liggur grunur á
að búið sé að kynbæta konur eins og
kýr. Apakonur eru miklu líkari apa-
körlum. Æskilegt væri fyrir rolulegar
konur að komast á skóla þar sem
spartverskar og göldróttar amasónur
hjálpuðu manni að kýla upp þann
kraft sem býr í hverri manneskju
óháð kyni. Konur komast það sem
þær vilja og geta í bókmenntum, því
skriftir eru svo innhverf vinna. Ef þær
geta kýlt upp það að vilja og geta. Do
what thou wilt... Ég veit ekki ennþá
hvort það býr í mér að geta orðið
ánægð með það sem ég skrifa út frá
eigin egói, frumkvæði og forsendum.
En þótt konur séu cins og þær eru,
oft hlédrægar, ofurnæmar, innhverfar
og eðliskúgaðar, geta þær skrifað
fínar bókmenntir, eiginleikar kvenna
eru eiginleikar sem henta vel til rit-
starfa og skáldskapar. Kvenrithöf-
undar sem hafa djúpa og stóra sýn og
eru nógu skrýtnar til að geta skrifað
nýtt heilla mig ofsalega. Svava náði
að taka þakið af höfðinu á mér með
Gunnlaðarsögu, og skemmti skratt-
anum í mér fyrir þá bók með súrreal-
ismanum. Guðbergur skemmtir manni
og losar um þrymla sem eru í manni
vegna yfirgengilegra leiðinda þjóðfé-
lagsins sem maður hefur mátt þola.
Hann getur líka eins og í upphafi
snilldarverksins Hjartað býr enn í
helli sínum skrifað texta sem hefur
mann upp og út úr heiminum og er
fegurðin sjálf. Af nýjum bókum
íslenskum sem ég hef lesið eða
hnusað af finnst mér Svefnhjólið vera
heimsbókmenntir. Gyrðir Elíasson
fær einhverntímann og einhverveginn
viðurkenningu fyrir þessa ódysseifs-
kviðu. Mér fannst lífið betra eftir að
ég las hana og var undir áhrifum í
nokkrar vikur. Næst á dagskránni er
að Iesa verðlaunabók Fríðu A. Sig-
urðardóttur.
Það er gaman að skrifa, en margt
skelfilega viðkvæmt, hallærislegt og
leiðinlegt fylgir því að senda bækur
frá sér. Pað er nautnin að skrifa sem
skiptir máli, og þess vegna er aðal-
málið að hugljómast sjálfur yfir því
sem maður gerir. Að galdra upp úr
sér hljóm sem enginn heyrir nema
maður sjálfur, þann hljóm sem
maður er, ímynda sér að maður finni
hjúpinn sem maður fæddist í. Finnast
maður eins og segir í kvæðinu vera
„...born at the edge where church-
bells chime, born while whispering,
born at the right time.“ Finna hinn
genetíska sannleika um sjálfan sig og
vera vitlaus í landamæraleysi eigin
ímyndunar. Að vera fæddur á réttu
augnabliki er það sama og að gcta
náð upp í hamingjuna í eigin höfuð-
skel og flogið. Bara af því að hugsa
um þetta innra umdæmi verður munn-
vatnið sætt. Allir ættu að leggja stund
á söng og dans og búa til listaverk og
skrifa Ijóð. í framtíðarríkinu eru allir
listamenn. Við erum öll listamenn.
Mín fuglasýn mótaðist og fékk var-
anlegan prófíl á árunum eftir 1968.
Pá hafði heimurinn ofboðslegan
hljóm, í tónlist, bókmenntum og öll-
um listum, en síðan lagðist nokkurra
ára ísöld yfir.
I mannkynssögunni verða svona
gos, það gýs upp órói öðru hvoru,
nýjar hugmyndir hrista heiminn og
biðja hann að breytast. Endurreisnar-
tíminn var fínasta skeiðið á okkar tvö
þúsund ára kristna tímabili finnst
mér, og þegar ég er á heimspekilegu
ímyndunarfylliríi finnst mér slíkir
tímar aftur að renna upp núna. Dul-
speki, listir, bókmenntir, ný hugsun
og frclsi eru nokkur lykilhugtök endur-
reisnar. Endurreisn felur í sér nær-
andi áhrif annarra menningarheima á
okkar menningu. Um 1500 hrærðust
saman í vakningu á Ítalíu grísk,
cgypsk og gyðingleg áhrif, og heim-
spcki, dulspeki, bókmcnntir og listir
blómguðust og áhrifin færðust norður
um Evrópu og ofarlega í þcssari dýrð
sat Shakespeare. Endurreisnarfólk er
húmanistar, ekki sérfræðingar í smá-
atriðum heldur fólk sem snýr sér í
hring með áhuga á öllum menntum
og listum.
Fcssi djúpgos eru stundum kölluð
byltingar. Þau virðast oft bara vera
pólitísk, en hluti af þeim er á djúpvit-
undarplani. Eftir byltinguna 1789
kom rómantíkin upp. Upp úr bylting-
unni komst rómantíkin á fullt og Sade
markgreifi skrifaði sínar bækur.
Þarna kom upp alveg glænýtt afl sem
reyndi að brjótast undan hefðbundn-
um vestrænum hugsunarhætti. Nýjar
frelsishugmyndir urðu til sem síðan
höfðu áhrif á byltingarnar 1830, sem
síðan höfðu áhrif á byltingarnar 1848,
og svo frv. 1870 hcld ég, og svo komu
heimsstyrjaldir og djúpbyltingar kom-
ust ekki að nema á lokal pólitísku
plani, fyrr en 1968. Eftir hvert upp-
reisnartímabil rís afturhaldið upp og
ætlar allt að drepa. Á endurreisnar-
tímanum höfðu mcnn veifað frjálsari
heimsmynd en kirkjan hafði sniðið til
fyrir vestræna menningu, og hin lif-
andi endurreisn var kæfð í þröngsýni,
kúgun og galdrabrennum.
Islensku sjálfstæðishetjurnar góðu,
amk. Fjölnismenn, voru húmanistar.
Fólk eins og þeir, sem hrærðist með
af frelsisandanum árið 1830, upplifði
skelfileg leiðindi þegar djúpgosið var
búið og heimurinn herptist aftur
saman og varö gamall og leiðinlegur.
Það liðu nærri tvcir áratugir þangað
til róttæku hugmyndirnar frá bylting-
unum 1830 höfðu sáð sér og heimur-
inn varð reiðubúinn til að tileinka sér
fleiri hugmyndir sem róttæklingar
höfðu sett fram. Við þekkjum þessa
sögu, það tók íslcndinga rúma öld að
eignast til fulls það frclsi og sjálfsvirð-
4